Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 42

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 42
LJÓSMJEBRABLllIð 85 ÁflA Syngjandi sól f þættinum Rúv.is 29. október s.l. tók Sigurlaug Margrét Jónasdóttir við- tal við Huldu Jensdóttur ljósmóður um ævistarf hennar; beina og óbeina þátttöku í 30.000 fæð- ingum. Hugmyndir Huldu urn sjálfstyrkingu og undirbúning kvenna í barnseignarferlinu voru róttækar á 6. áratug síð- ustu aldar. Þær eru það enn og jafn mikilvægar. Eg átti leið í Þumalínu eftir heimafæðingu vin- konu minnar fyrir tæpum tveimur árum, var að leita að gjöf handa baminu sem fæddist. Mig minnir að ég hafi keypt brosandi sól sem söng vögguvísu. Eg var uppnuminn eftir þessa fæðingu og stóðst ekki mátið og sagði Huldu frá henni, en ég tek það fram að ég þekki hana ekkert. Vissi bara að hún hefði tekið þátt í mörgum heimafæðingum og þegar hún var viðstödd heimafæðingu systurbarns síns í Noregi valdi hún ævistarf- ið. Þessi heimafæðing sem ég var að koma úr, átti sér líklega langan aðdraganda í huga móðurinnar. Fyrri fæðing- arreynsla hafði verið erfið, og frá faglegu sjónarmiði mjög áhugaverð. Þessi vinkona mín kom inn á fæðingargang með 8-9 í útvíkkun snemma morguns og fæddi án verkjalyfja 12 marka stelpu í tangarfæðingu, eftir að sogklukka hafði verið reynd, á vaktaskiptum seinni partinn. Eftir að ég hóf nám í ljósmóðurfræði var ég sannfærð um að þessi góða vinkona mín hefði fengið hið alþekkta „lok- unarsyndrome” þegar hún kom á spítalann. Henni fannst hún ekki vera að standa sig í stykkinu, þessi blessaða útvíkkun stóð alltaf í stað þegar betur var að gáð. Innra með sér kærði hún sig þó kollótta um að fá „smá hormón” til að bæta sótt- ina, hún trúði á líkamann sinn. En hún hafði samviskubit, hvað ef einhvern vantaði stofuna, það væri ekki gott ef hún ætlaði bara að setjast upp á spítalann....hormón fékk hún. Heimafæðing skyldi það vera í næsta skipti. Og ég var viss um að allt færi vel. Áslaug ætlaði að vera með okkur, eða ég með þeim. Meðgangan gekk vel, en litla barnið var ekkert að flýta sér í heiminn. Vinkona mín ákvað að fara í nudd, til að reyna að koma fæðingunni af stað. Nuddkonan bauð henni að „heilsa upp á barnið” í einhvers konar hugleiðslu, sem hún þáði og barnið sagði að sér liði vel. Móðurin, sem er mjög jarðbundinn, fór hjá sér, en lét sem ekkert væri. En kvöldið eftir missti hún vatnið, barnið hafði svar- að kalli. Ég var mætt skömmu síðar heim til þeirra. Sundlaugin hafði verið tilbúin í nokkrar vikur, uppblásinn í stofunni og stóra systir búin að skreyta. Einhvers stað- ar var líka búið að tala um að gott gæti verið að hafa heimagerða súpu til að gæða sér á, eftir að heimafæðing væri afstað- in. Pabbinn var því upp- tekinn þegar ég kom, hann var að skera niður púrrulauk í eldhúsinu og potturinn kominn á helluna. Vinkona mín var hins vegar komin í hörkusótt og fæðingunni miðaði greinilega vel og mikið stóð hún sig vel. Það fór fátt annað í súpuna en púrrulaukur þetta kvöld, því nú hófst næsta verk sem var að fylla sundlaugina. Pípulagningar voru okkur hins vegar ekki hliðhollar, en það skipti litlu máli. Nú átti að halda við bak og nudda, vera til staðar. Áslaug kom fljótlega og amma sem ætlaði að vera með stóru systur, ef hún yrði óörugg. Þegar hér var komið sögu svaf hún værum blundi. En þegar mamma fór að rembast vaknaði sú stutta og skreið upp í rúm til foreldra sinna og var hjá þeint þegar stór stúlka kom í heiminn, á ljúfan og áreynslulausan hátt. Mikið var ég stolt að eiga þessa vinkonu, sem stóð sig svo vel og var kraftmikil og einbeitt og ég var líka snortin að hafa fengið að vera með þeim á þessari fallegu stundu. Og þessa sögu sagði ég Huldu, þegar ég var að kaupa syngjandi sólina. Sagði henni hvað það væri stórkostlegt að þessi vinkona mín sem hefði misst trúnna á sjálfri sér, (sent eru mín orð lesin úr hennar sögu) hefði tekið valdið í sínar hendur og valið sér fæðingarstað þar sem hormónaflæði lík- amans réð ríkjum. Ég var beðin að skrifa áratugasögu og það fellur í minn hlut að skrifa fyrir hönd 21. aldarinnar. Það er mikil ábyrgð. En ætli það sé ekki dæmigert fyrir allar lærdómssögur barns- hafandi kvenna sem hafa áhrif á okkur ljósmæður að þær tjalla um fæðingar þar sem konan og líkami hennar vinna saman og það skapast andrúmsloft sem er ólýsanlegt. Rétt eins og hjá systur Huldu í Noregi á fyrri hluta síðustu aldar eða í Þingholtum á 21.öld. Steinunn H.Blöndal, útskrifuð Ijósmóðir frá Háskóla Islands, árið 2005■ Úr kennslustofu í Eirbergi, á vorönn 2001. 42 Ljósmæðrablaðið desember 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.