Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 20
ekki stöðugt í hjartsláttarriti og að fá að vera heima lengur en áður þekktist. Við ljósmæðurnar hjá Annerley erum sjálfar mjög stoltar af þessu því við höfum unnið lengi að því að fræða kon- urnar um þessa þætti, hvetja þær til að biðja um þá og ennfremur hef ég verið gestakennari í ljósmæðraskólanum hér og er þá gjarnan með mjög svo öfga- kenndan fyrirlestur um mikilvægi þess að virða væntingar fæðandi kvenna. Ég segi öfgakenndan, því fyrirlesturinn vekur alltaf mikla athygli og dregur að sér fólk af deildum spítalanna líka, en þekkt er orðið að um „byltingarkennd- ar aðferðir“ sé verið að fjalla. Mér til undrunar varð þetta ljóst fyrir um ári síðan þegar forstöðumaður deildarinnar lét mig vita að það yrði stærri hópur en venjulega að hlusta, og að hún væri búin að undirbúa alla. Undirbúa að það yrði fjallað um hluti sem ekki væru þekktir á sjúkrahúsum í Hong Kong. Islenskum ljósmæðrum get ég sagt að fyrirlest- urinn er afskaplega hefðbundinn, um það hvernig konum í fæðingu getur liðið best þegar þær fá að hreyfa sig, drekka og borða, vera heima að hluta til, hafa makann með sér, nota mismun- andi stellingar, þurfa ekki að fá spang- arklippingu, og hafa almennt frelsi til að hegða sér eins og þær vilja þegar þær eru að fæða. Ein af róttækari stað- hæfmgum mínum í þessum fyrirlestri er varðandi spangarklippingarnar, sem fram að þessu hafa verið algjör rútína fyrir konur hér sem eru að fæða í fyrsta sinn. Þær meira að segja skrifa undir, á viku 24, að þær samþykki að slík aðgerð sé framkvæmd. Sjálfar trúa flestar ljós- mæðurnar að asískar konur séu ófær- ar um að fæða sitt fyrsta barn án spangarklipping- ar. Svo það skapar jafnan gríðarlegar umræður og mikinn hamagang þegar ég held fram að spangark- lipping eigi frekar að vera undantekning en regla. En aftur að fæðingar- stuðningnum, - í kjölfar meiri krafna frá kon- unum, fleiri ljósmæðra og lækna sem eru meðvitaðir um nútímaleg vinnubrögð og rannsóknir erlendis frá og bara breyttra tíma yfirleitt, eru sem betur fer hægfara, en góðar breytingar á rík- isspítölunum. Þær gera það að verk- um að þótt við getum ekki fylgt okkar konum að fullu í gegnum fæðingarnar, þá eru þær í góðum höndum eftir að við skilum þeim af okkur og flestar ná að fæða eðlilega og nokkum veginn án inngripa- mun oftar en þær sem fara á einkareknu sjúkrahúsin, jafnvel með okkur til stuðnings. Hér í töflunni má sjá samantektir okkar á því hvernig útkoman úr fæð- ingum er, annars vegar frá þeim konum sem fara í gegnum venjulega foreldra- fræðslu hjá okkur og hins vegar þeim sem þiggja fylgd okkar í gegnum fæð- inguna einnig. Ég mun seinna segja frá öðrum þátt- um starfseminnar okkar en mér er Ijúft að birta þessar tölur og láta þær tala sínu máli um árangur okkar í starfi. Þrátt fyrir að þær séu ekki hluti af vís- indalegri rannsókn þá innihalda þær alla okkar skráðu viðskiptavini fyrir síðast- liðin tvö ár og gefa mynd af konum sem eru ýmist að fæða í fyrsta eða annað sinn, á hinum ýmsu sjúkrahúsum og með hinum ýmsu læknum. Langflestar (yfir 95 prósent) eru heilbrigðar og fall- ast undir að vera „low risk“. Meira en helmingur þeirra eru 35 ára eða eldri, - eða „eldri frumbyrjur". Tvíburafæðingar og sitjandafæðingar eru ekki með í töl- unum. Ég kveð að sinni frá Hong Kong Tegund fæðingar Samfelldur stuðningur Án sanifellds stuðnings í fæðingunni í fæðingunni Eðlilegar fæðingar 76% 35% Sogklukku-og tangarfæðingar 11% 24% Keisaraskurðir 13% 41% Dóttir Huldu Þóreyjar, Freyja, kemur stundum með í fœðingar og hjálpar til við að passa systkini. Eirberg BRIM SEAFOOD 20 Ljósmæðrablaðið desember 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.