Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 18
Davies sú af okkur hér sem mest hefur
kennt þessa aðferð, sinnir konunum í
fæðingu og les gjaman dáleiðslustefin
sem konumar hafa notað á meðgöng-
unni og hlusta á þegar þær em í fæð-
ingu. Ennfremur hjálpar hún konunum
með því að nota aðeins jákvætt orðalag
og minnast aldrei á verki, heldur nota
orðið bylgja (surge) í stað fæðing-
arverkja (pain) sem annars er algengast
að starfsfólk sjúkrahúsanna noti.
Fæðingai'stuðningui'
Þegar við erum ráðnar til að fylgja kon-
unum í gegnum fæðinguna, er okkar
fyrsta hlutverk að vera á vakt, hjálpa
þeim að þekkja fyrstu einkenni fæð-
ingarinnar og halda ró sinni til að vera
heima eins lengi og hægt og öruggt
er, - og aðstoða makann til þess að
sinna því sem þarf án þess að hafa of
miklar áhyggjur. Um leið og ljóst er
að fæðingin er komin í virkan gang,
reynum við að fara inn á heimilið og
vera sá stuðningur sem þörf er á til að
halda áfram að vera heima. I þessu felst
að hlusta reglulega á hjartslátt barns-
ins, meta gang fæðingarinnar og svo að
sjálfsögðu að aðstoða konurnar við að
koma sér notalega fyrir og finna fyrir
öryggi og sjálfstrausti til þess að takast
á við fæðinguna alla. Stundum gerum
við afskaplega lítið og erum baia úti
í homi með bók á milli þess sem við
sinnum ofantöldu, en stundum erum við
á fullu við að nudda, hvetja, anda og
gefa að borða og allt þar á milli. Ekki
ólíkt því að vinna á venjulegri fæðing-
ardeild, nema að það er aðeins lengra á
milli veggja herbergjanna og andrúms-
loftið heima er ákaflega afslappað og
meira undir stjórn foreldranna sjálfra, ef
svo má að orði komast.
Við þurfum að gera ráðstafanir til að
konurnar fái að fæða á þeim stað sem
þær gera ráð fyrir, - hringja á undan og
tala við fæðingarlæknana eða fæðing-
ardeildirnar. Stundum er þetta erfitt því
í augnablikinu em öll sjúkrahús yfirfull
og bóka þarf pláss með 9 mánaða fyr-
irvara á þau einkareknu. Ríkissjúkrahús
taka við öllum sem þurfa en helmingur
þeirra sem við sinnum vill fæða á einka-
sjúkrahúsum, svo það getur verið kúnst
að koma þeim að. Hinar ýmsu vænt-
ingar mismunandi lækna og einnig þær
verklagsreglur sem hver og ein deild
hefur þarf að samhæfa, fyrst og fremst
við væntingar kvennanna til eigin fæð-
inga. Segja má að við séum einskonar
sleipiefni sem lætur þetta allt ganga eins
og smurð vél. Það er þó ekki alveg rétt
lýsing því okkar fyrsta skylda er alltaf
gagnvart konunum okkar og stundum
virkar hreinlega ekki neitt af því sem
veslings fæðandi konan vill! Það er
til að mynda ákaflega há tíðni inn-
gripa í fæðinga hér í borg og marg-
ar kvennanna hafa enga hugmynd um
þetta áður en þær fara í fæðinguna, - eða
öllu heldur að þeirra læknir hafi svo háa
tíðni inngripa sem raun ber vitni. Því
eru ansi margar „óvæntar“ uppákom-
ur. Of stór börn, ekki skorðuð börn,
barn í OP (occiput posterior) stöðu, lítil
börn, lítið legvatn, strengur um háls
og svo má lengi telja upp ástæður þess
að konum er ráðlagt að fara í keis-
araskurði. Yfirleitt kemur þetta upp á
síðustu stundu og getur verið erfitt að
meta hvort um raunverulegt vandamál
er að ræða eða hagsmunaárekstra t.d. til
að flýta fæðingunni eða fá sérstaklega
greitt fyrir að gera keisara. Núna und-
anfarna mánuði er algengasta orsök inn-
gripa, svo sem keisaraskurða og fram-
köllun á fæðingu (oft við 39 - 40 vikur)
þessi yfirfullu sjúkrahús, en konum er
sagt að bóki þær ekki í öðm hvoru kerf-
inu sé ekki ömggt að þeim sé tryggt rúm
þegar og ef þær byrji sjálfar í fæðingu á
óheppilegum degi. Svo okkar hlutverk
þegar konurnar fara af stað, er að hjálpa
þeim að vinna úr öllum upplýsingunum
heima og reyna síðan að tryggja þeim
sem besta meðferð á réttum stað, þegar
kemur að því að fæða barnið.
Ef um einkasjúkrahús er að ræða,
förum við oftast með konunum og höld-
um áfram að styðja þær þar, allt þar til
þær em búnar að gefa brjóst í fyrsta
sinn. Þær dvelja svo í þrjá daga og
við sinnum heimaþjónustu frá fjórða
degi. I fæðingunni eru ljósmæður auk
okkar, svo við getum algjörlega sinnt
því að styðja konurnar, en þurfum ekki
að sinna neinni skriffinsku eða annarri
rútínuvinnu á deildinni. Sem betur fer
gengur samstarfið frábærlega og allir
aðilar vita vel hvar þeir eiga heima
innan rammans. I lok fæðingarinnar
kemur fæðingarlæknir og tekur á móti.
Þegar um ríkisreknar fæðingardeildir
er að ræða emm við með konunum
heima eins lengi og kostur er, ofast
þar til þær eru með 7-8 í útvíkkun. Við
keyrum þær á spítalann og notum tím-
ann heima til að hjálpa þeim og mökum
þeirra til að undirbúa sig fyrir það sem
síðan koma skal. Heilmiklar breytingar
hafa orðið á aðstöðu fæðandi kvenna
á ríkisspítölunum, því deildimar leyfa
núna mun frjálslegri hegðun (ef svo
má að orði komast) en áður, eftir að
fjöldi kvenna fór að biðja um ákveðna
losun á reglum sem áður voru mjög svo
strangt í gildi á deildunum. Þetta eru
fyrst og fremst hlutir eins og að mega
ganga um og hreyfa sig á fyrsta stigi
fæðingarinnar, borða létt, pissa í klósett
í stað bekkens, nota bolta til að sitja
á, fæða í mismunandi stellingum, vera
Frá ríkisspítalanum.
Frá Matilda spítalanum, þar sem er einkarekin fœðingadeild.
18 Ljósmæðrablaðið desember 2007