Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 26
Tungumálaerfiðleikar, menningar- munur og ónóg notkun á túikaþjónustu getur leitt til aukinnar hættu á alvar- legum atvikum meðal barna, meðan á sjúkrahúsdvöl stendur (Cohen et al„ 2005). Ákvarðanataka urn meðferð og rannsóknir hjá sjúklingum sem ekki tala tungumálið getur verið erfið og dýrkeypt ef enginn túlkur er til staðar (Hampers and McNulty, 2002). Niðurstöður rannsókna sýna að þegar fullnægjandi túlkaþjónusta er veitt leiðir það af sér betri samskipti, meiri ánægju meðal sjúklinga, betri útkomu og aukið öryggi fyrir sjúklinga (Flores, 2005). Þær heimildir sem nefndar eru hér benda til þess að viðvera túlks inni á fæðingarstofunni sé viðeigandi. Það má heldur ekki gleyma því að það krefst mikillar hugsunar að tala tungumál sem er framandi og samkvæmt Odent (1994) getur öll örvun á nýbörkinn (neocortex) í fæðingu haft truflandi áhrif á horm- ónaflæðið og það getur einnig haft slæm áhrif á gang fæðingarinnar. Vinir og fjölskylda í hlutverki túlka Sumir telja að það sé þægilegt og ódýrt að nota vini og fjölskyldu til að túlka upplýsingar. Það er ekki séríslenskt fyr- irbrigði að halda það því samkvæmt rannsókn sem gerð var í Bretlandi voru erlendar konur þar oft beðnar að taka einhvern með sér í mæðravemd sem gæti túlkað upplýsingar (Hayes, 1995). Það eru hins vegar margar ástæður fyrir því að ekki ætti að nota vini eða fjöl- skyldumeðlimi til að túlka upplýsingar innan heilbrigðiskerfisins; • Það sem er að gerast hjá skjólstæð- ingum getur haft þau áhrif á vini og fjölskyldumeðlimi að þeirn getur reynst erfitt að bæði heyra og þýða upplýsingar um ástandið, sérstaklega ef eitthvað alvarlegt eða brátt kemur upp (Lehna, 2005). • Þeir em líklegri en túlkar til að túlka ranglega og það getur haft alvarlegar afleiðingar (Flores, 2005). • Það er ekki ömggt að þau hafi þann orðaforða sem þarf til að þýða það sem fram fer innan heilbrigðiskerf- isins og það getur valdið ónákvæmni í samskipti milli skjólstæðinga og umönnunaraðila (Bree, 1999; Lehna, 2005). • Það getur verið neyðarlegt fyrir vini og fjölskyldumeðlimi að þurfa að þýða ákveðnar upplýsingar og það getur einnig hindrað konur í því að leita upplýsinga eða kvarta um við- kvæm mál (Davies and Bath, 2001; Flores, 2005). • Konan getur verið beitt ofbeldi af hálfu þess sem fylgir henni á heilsu- gæslu eða á sjúkrahús (Lewis, 2004). Gæði túlkaþjónustu Það er mikilvægt að fagmennska ríki í túlkaþjónustu eins og annarri heilbrigð- isþjónustu. Jafnvel þó að leitað sé til túlkaþjónustu er ekki ömggt að sá sem túlkar sé faglærður á því sviði (Baker o.fl., 1996). Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að það sé mikilvægt að þeir sem sinna túlkaþjónustu fái viðeigandi þjálf- un. Laws o.fl. (2004) gerðu athugun til að meta gæði túlkaþjónustu sem veitt var innan heilbrigðiskerfisins. Þau komust að því að 66,1% af því sem túlkað var, var túlkað með talsverðum villum og yfir- sjónum eða að túlkun var sleppt. 129,8% af þeim samtölum sem þurfti að túlka var túlkurinn ekki fær um að túlka vegna þess að hann var að taka þátt í samræðum sem voru óviðkomandi því sem þurfti að túlka. Laws o.fl. (2004) ályktuðu út frá þessu að þeir túlkar sem ekki höfðu fengið viðeigandi þjálfun og þeir túlkar sem tóku þátt í samtölum óviðkomandi því sem þurfti að túlka höfðu hærra hlut- fall af villum í túlkun sinni. Ég hef ekki tölur um notkun túlka- þjónustu á Landspítalanum en eins og ég hef nefnt þá tel ég að túlkaþjónusta sé ekki notuð eins mikið og ætti að gera. Baker o.fl. (1996) gerðu rannsókn á notkun og árangri af túlkaþjónustu fyrir spænskumælandi sjúklinga sem leit- uðu á bráðamóttöku í Bandaríkjunum. Niðurstöður þeirra sýndu að túlkaþjón- usta var ekki notuð í 46% tilfella þar sem í hlut áttu sjúklingar sem ekki töluðu ensku. Þau ályktuðu að túlka- þjónusta væri oft ekki notuð þrátt fyrir augljósa þörf fyrir þjónstuna og að þeir túlkar sem sinntu starfinu væru oft ekki faglærðir. Heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er vissulega frábrugð- ið því kerfi sem við þekkjum hér á íslandi en þar er algengt að trygginga- félög greiði ekki fyrir túlkaþjónustu (Leighton and Flores, 2005). Lægsta tíðni á villum er hjá faglærð- um túlkum eða þegar heilbrigðisstarfs- maðurinn sjálfur talar tungumál skjól- stæðingsins (Flores, 2005). Það er mikilvægt fyrir heilbrigð- isstarfsfólk að vita að starf túlksins er erfitt og krefst mikillar einbeitingar og nákvæmni og því þarf að hafa í huga að öll truflun getur leitt til þess að villur verði í túlkun. Botga núna - eða seinna? Ég velti því fyrir mér hvort ljósmæður trúi því að þær séu að spara peninga með því að kalla ekki til túlk. Á fæðing- ardeildinni er það þannig að sú ljósmóð- ir sem sinnir konunni tekur ákvörðun í samráði við vaktljósmóður um það að kalla á túlk þegar hún telur þörf á því. Listi með nöfnum túlka er aðgengilegur og yfirleitt er hægt að kalla út túlk fyrir flest tungumál með stuttum fyrirvara. Leighton og Flores (2005) halda því fram að við getum borgað tiltölulega lága upphæð núna til að tryggja það að allir skjólstæðingar fái gæðaþjónustu eða borgað meira seinna fyrir óþarfa rannsóknir, meðferðir, óþarfa sjúkra- húsinnlagnir, mistök, slys og rándýrar málsóknir sem geta verið afleiðingar af ónógri túlkaþjónustu. Þetta eru mik- ilvæg rök sem vega þungt í þessari umræðu. Hampers o.fl. (1999) skoðuðu áhrif tungumálaerfiðleika milli lækna, bama og fjölskyldna þeirra sem leituðu á bráðamóttöku barna. Þegar tungumála- erfiðleikar voru til staðar var kostnaður við greiningu sjúkdóma mun hærri og dvöl á bráðamóttökunni mun lengri en þegar engir tungumálaerfiðleikar voru til staðar. Samkvæmt þessum upplýsingum þá virðist það vera hagkvæmt að nota túlkaþjónustu þegar það er viðeigandi. Upplýst ákvörðun Þegar skjólstæðingur hefur ekki skiln- ing á þeim upplýsingum um það sem í boði er í heilbrigðiskerfinu hefur hann ekki tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun. Samkvæmt einni rannsókn telja 85% túlka að þær konur sem ekki tala ensku fái ekki eins mikið af upplýs- ingum um það sem er í boði í barneign- arferlinu og þær sem tala ensku (Hayes, 1995). Herrel o.fl. (2004) könnuðu upp- lifun kvenna frá Sómalíu sem fæddu á nokkrum sjúkrahúsum í Minnesota í Bandaríkjunum. Þau komust að því að konur frá Sómalíu skorti helst upplýs- ingar um þau verkjalyf sem væru í boði, það sem fram færi á fæðingarstofunni og hvernig fyrirkomulag væri á túlka- þjónustu. Það var algengt að konurnar upplifðu sem umönnunaraðilar mis- munuðu þeim og leggðu sig ekki nógu vel fram um að mæta þörfum þeirra vegna kynþáttar og vangetu til að tjá sig á enskri tungu. I þessari rannsókn var ekki skortur á notkun túlkaþjónustu en hins vegar upplifðu konurnar eins og þær hefðu ekki val því þeim var útveg- 26 Ljósmæðrablaðið desember 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.