Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 50

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 50
Tveir læknar störfuðu með hópnum, þau Þóra Fischer og Guðjón Vilbergsson en þau skoðuðu konurnar í upphafi með- göngunnar og undir lok hennar nema sértök ástæða gæfi tilefni til. Konurnar komu sjaldnar í skoðun framan af með- göngunni en almennt var (eða á fimm til sex vikna fresti) en jafnoft þegar á leið meðgönguna. Fyrsta skoðun var gerð eftir um 12-14 vikur, síðan var skoðun eftir 24-26 vikur, svo 29-31 vikur, 34-36 vikur og síðan vikulega eftir það fram að fæðingu. Konunum gafst svo kostur á að hafa samband við ljósmæðumar hvenær sem var á meðgöngunni. Þegar kona var komin í fæðingu gat hún haft beint samband við vakthafandi ljósmóður eða í gegnunt skiptiborð Landspítalans. Ljósmóðirin mat svo hvort luin færi heim til kon- unnar og skoðaði hana þar eða hún færi beint upp á deildina. Við móttöku á deild var konan sett í sírita í 30 mínútur en eftir það var rit ekki tekið reglulega. Hlustað var á fósturhjartslátt á 15 mín- útna fresti á fyrsta stigi í virkri sótt og eftir hverja hríð á öðru stigi. Lögð var áhersla á öndun og slökun í fæðingunni og vatnsmeðferð t.d. sturtu, nudd, heit- an pott, heita og kalda bakstra. Aðrar deyfmgar sem voru notaðar voru vatns- bólur í húð og nudd. Þau lyf sem að var notast við voru glaðloft, verkjalyfm Pethidin, Phenergan og staðdeyfmgar með Lidocain í spöng eða Xylocain spray. Önnur lyf sem samþykkt voru í MFS einingunni voru Syntocinon spray, Naloxone, K-vítamín og verkjatöflur. Eftir fæðinguna var ætlunin að konan færi heim innan 12 til 48 tíma og lyki sinni sængurlegu heima. Ljósmóðirin heimsótti hana svo tvisvar á dag fyrstu tvo dagana og síðan daglega í þrjá til fjóra daga. I heimsóknunum veitti ljós- móðirin konunni leiðsögn um brjósta- gjöf og meðhöndlun barnsins eftir því sem þörf krafði („Eðlilegar fæðingar í heimilislegu umhverfi”, 1994; Elín Hjartadóttir, munnleg heimild, 30. apríl 2007). Þess ber að geta að á þessum tíma var ekki algengt að konur færu snemma heim eftir fæðingu. Heimaþjónusta ljós- mæðra í sængurlegu samkvæmt samn- ingi við Tryggingastofnun ríkisins var rétt að hefja sín fyrstu spor. Því var þessi þjónusta MFS mikil nýjung í barn- eignaþjónustunni. Árið 1993 fóm 1,7 % kvenna heim í sængurlegu með heimaþjónustu ljósmóð- ur eftir fæðingu en rúmum 10 árum seinna var hlutfallið komið upp í rúm 60% kvenna sem fóm heim í heimaþjónustu (Reynir T. Geirsson, Gestur Pálsson, Ragnheiður I. Bjamadóttir og Guðrún Garðarsdóttir, 1996; Reynir T. Geirsson, Gestur Pálsson, Ragnheiður I. Bjamadóttir og Guðnin Garðarsdóttir, 2005). Þær Ijósmæður sem voru starfandi í byrjun í MFS einingunni voru Elín Hjartardóttir, Rósa Bragadóttir, Helga Bjarnadóttir, Ágústa Kristjánsdóttir, Sigurborg Kristinsdóttir og Margrét J, Hallgrímsson og veittu þær þjónustuna á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu. Allar ljósmæðurnar voru í 80% vinnu og sáu um að gera sínar vaktaskýrslur sjálf- ar. Þær voru með einn til einn og hálfan skoðanadag í mæðravernd í viku, tóku sólahringsbakvaktir fyrir fæðingar, sáu um sængurlegu og voru reglulega með foreldrafræðslu. Sólahringsbakvaktirnar voru við lýði í um 4 ár en 1998 voru þær lagðar af og tólf tíma vaktir tóku við. Einn liður í því að verðandi for- eldar gætu kynnst öllum ljósmæðrun- um f MFS einingunni var sá að þær mættu allar á foreldrafræðsluna sem þær buðu upp á. Ljósmæðurnar héldu vikulega samstarfsfundi til að samræma vinnubrögð. Mikið var lagt upp úr því að verðandi foreldrar væru að fá sömu fræðslu og upplýsingar og þannig reynt að koma í veg fyrir misræmi á upplýs- ingatlæðinu. Ekki voru ljósmæðumar alltaf sammála um alla hluti en kosið var um mál sem komu upp og þannig var tryggt að allar væru að segja sama hlutinn við konumar. I rannsókn sem gerð var af útskriftarnemum í hjúkr- unarfræði á reynslu foreldra af sam- felldri þjónustu MFS einingarinnar kom fram að foreldrarnir voru mjög ánægðir með þjónustuna þó svo að sama ljós- móðirin sinnti þeim ekki alltaf og telja höfundarnir að skýringin á því sé meðal annars sú að allar Ijósmæður eining- arinnar unnu eftir sömu hugmyndafræði (Auður E. Jóhannsdóttir, Guðrún Björg Þorsteinsdóttir, Halla Skúladóttir og Ingibjörg Hreiðarsdóttir, 2000). Mánaðarlegir samstarfsfundir voru haldnir með læknum MFS einingarinn- ar. Þá var opið hús einu sinni í viku, þar gafst verðandi foreldrum einnig tæki- færi til að hitta allar ljósmæðurnar og kynnast þeim (Elín Hjartadóttir munn- lega heimild, 30 apríl, 2007). Þessi nýja deild MFS, en stafirnir standa fyrir orðin meðganga, fæðing og sængurlega, samanstóð af einu skoðana- herbergi á göngudeild kvennadeildar og einni fæðingarstofu sem staðsett varfyrir framan fæðingadeild á 3. hæð. Leitast var við að gera umhverfið sem heim- ilislegast og veita konunni sem persónu- legasta þjónustu. Skoðunarstofan leit frekar út eins og herbergi í heimahúsi. Þar var lítið sófasett, lampar og myndir á veggjum sem voru málaðir með ljós- gulum lit. Á meðan á skoðun stóð lá konan á rúmlega fimmtíu ára gömlum bekk sem Pétur Jakobsson prófessor kom með til landsins í kringum 1940. I fæðingarherberginu var hjónarúm og gat barnsfaðir verið hjá konu og barni eftir fæðinguna þar til að fjölskyldan fór heim en einnig voru aðrir fjölskyldu- meðlimir velkomnir („Fæða í hjónarúmi eða grjónastól”, 1995). Fljótlega eða um ári síðar bættist við önnur fæðingarstofa til að geta sinnt eftirspurninni. Reynt var að gera hana heimilslega og var sett upp fæðinga- róla þar sem var nýjung á þeim tíma (Elín Hjartardóttir og Rósa Bragadóttir munnleg heimild, 30 apríl, 2007). Má segja að MFS einingin hafi verið í far- arbroddi þar sem litið var á fæðingu barns sem fjölskylduviðburð, og lögð rækt við mikilvægi þess að hafa verð- andi föður með frá upphafi til enda og gera honum það kleift. Árið 1999 gerði Árdís Ólafsdóttir rannsókn á viðhorfum og vilja íslenskra ljósmæðra til þess að starfa við sam- fellda ljósmóðurþjónustu. Rannsóknin var gerð á kvennadeild LSH, þar sem að fyrirhugað var að bæta við ljósmæðra- hóp, sem veitti samfellda þjónustu. Þetta var gert í ljósi þess að fyrri hóp- urinn gat ekki annað eftirspurn sökum vinsælda. Var hópurinn stofnaður árið 2000 með sjö ljósmæðrum innanborðs (Árdís Ólafsdóttir, 2005). Ljósmæðurnar sem tóku þátt í að stofna þann hóp voru þær Árdís Ólafs- dóttir, Rannveig Rúnarsdóttir, Guðlaug Pálsdóttir, Jóhanna Hauksdóttir, Ólöf Leifsdóttir, Kristjana Einarsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir (Árdís Ólafs- dóttir munnleg heimild, 23 apríl, 2007). Undirbúningsvinnan við að stofna hópinn byrjaði í mars árið 2000 og hitt- ust ljósmæðumar sem að honum komu einu sinni í viku fyrst um sinn. I upphafi unnu þær saman í pörum og ákváðu ólíkt fyrsta hópnum að fylgja konunum yfir a fæðingargang ef þær þyrftu að flytjast yfir. Konur sem höfðu verið í MFS ein- ingunni fram að þessu en duttu út úr kerfinu af einhverju orsökum kvörtuðu gjarnan yfir því að ljósmóðirin fylgd' þeim ekki eftir yfir á fæðingagang. Gerð var tilraun til þess að koma mæðravernd MFS hópsins inn á heilsu- gæsluna á höfuðborgarsvæðinu en ekki 50 Ljósmæðrablaðið desember 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.