Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Síða 55

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Síða 55
Fæðing !! Ég ligg hér inní leginu og lífið er svo gott, mig langar ekkert út úr því þar er svo hlýtt og vott, ég nærist vel um naflastreng svo nýt ég þess að vera' í keng hlusta hvernig hjartað slær og hossast þegar mamma hlærl! En hvernig get ég komist út kemst ég nið'rum flöskustút? Æ, flýttu þér að fæða mig, flýttu þér á þriðja stigl! Ó, eitthvað að mér þrengir nú, elsku mamma, ert það þú? fNú er mér ekki lengur vært og alltaf minnkar vatnið tært, æ, mætti 'eg bara búa' í þér; besta mamma, hlífðu mérl! En elsku besta mamman mín mikil eru hljóðin þín, æ, mamma'er ég að meiða þig, mamma ertu 'að fæða mig? Mér finnst ég heyra hlýjan róm á höfði nem ég fingurgóm!! Það er sem einhver hjálpi mér elsku mamma, út úr þér!! Nú kem ég út og allt er breytt nú ertu, mamma, voða þreytt, ég öskra hátt og anda' að mér og ennþá er ég hluti' af þér!! Svo mjúkar hendur halda'um mig, ég hlakka til að snerta þig!! Ég borin er að brjóstum tveim og brátt fer ég að sjúga' úr þeim. Þú vermir kaldan kroppinn minn, en, - hvenær fer ég aftur inn? Þórdís Klara Trönuhrauni 8 • Hafnarfjörður • Sími 565 2885 • www.stod.is

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.