Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 8
að notast við eigin dómgreind út frá sjúkrasögu viðkomandi sjúklings, klín- ískri skoðun og þekkingu á þeim með- ferðarmöguleikum sem til eru rneðan ekki hafi fengist sannanir fyrir því hvaða meðferðarleið á að fara til að ná sem bestum árangri. Þeir vöktu athygli á að niðurstöður rannsókna sem kanna árangur liðlosunarmeðferðar gefi til kynna að liðlosun geti verið hentug meðferðarleið ef spjaldliðurinn er ekki í réttri stöðu en bentu jafnframt á að samanburðarhóp vanti í þær rannsóknir sem kanna árangur liðlosunar. í yfirlits- grein þeirra kemur fram hversu erfitt getur reynst að bera saman árangur mis- munandi rannsókna þar sem þær eru oft ólíkar í eðli sínu auk þess sem ákveð- inn veikleiki einkenni oft aðferðafræði þeirra. Af þessum sökum reynist erfitt að draga ályktanir um gagnsemi sjúkra- þjálfunar (Stuge, o.fl., 2003). Könnun á þjónustu Ofangreindar niðurstöður sýna nauðsyn þess að heilbrigðisstarfsmenn sem starfa við mæðravernd sýni mjaðmagrind- arverkjum áhuga, þekkingu og skilning og standi vel að fræðslu, ráðgjöf, grein- ingu og meðferð til að auka vellíðan verðandi mæðra. Með því eru lögð lóð á vogarskálamar til aukinnar heilsu- eflingar og bættrar lýðheilsu í þjóð- félaginu auk þess sem slíkar aðgerðir ættu að vera þjóðfélagslega hagkvæm- ar. Þegar um mjaðmagrindarverki er að ræða getur reynst erfitt að átta sig á eðli vandamálsins, greina það rétt og bregðast rétl við niðurstöðum greining- arinnar eins og margar rannsóknir benda til. Rannsóknarhöfundur sem er sjúkra- þjálfari og meðferðaraðili barnshafandi kvenna taldi vera ástæðu til að kanna hvernig þjónustunni er háttað við barns- hafandi konur innan heilsugæslunnar ef þær eiga við mjaðmagrindarverki að stríða á meðgöngu með það að markmiði að kanna upplifun veitenda og neyt- enda til þjónustunnar. Höfundi er aðeins kunnugt um tvær þjónustukannanir sem gerðar hafa verið áður hér á landi sem beinast að konum með grindarverki á meðgöngu (Anna Rósa Heiðarsdóttir og Svanfríður Inga Guðbjörnsdóttir, 2004; Elín Elísabet Jörgensen og Guðný Björg Björnsdóttir, 2005). Um sama leyti og rannsóknaráætl- unin hófst áttu sér stað miklar breyt- ingar á starfsemi mæðraverndar höfuð- borgarsvæðisins þar sem klínísk mót- taka Miðstöðvar mæðravemdar var lögð niður og ákveðið að barnshafandi konur sem ekki eru í áhættu á með- göngu myndu sækja þjónustuna alfarið til mæðraverndar þeirrar heilsugæslu- stöðvar sem þær tilheyra. Konur með mjaðmagrindarvandamál flokkast ekki undir áhættumeðgöngu og þurfa þar með ekki á sjúkrahúseftirliti að halda þó að þær hafi engu að síður þörf fyrir sér- meðhöndlun. í kjölfar breytinganna var Miðstöð mæðraverndar ætlað að styðja við mæðravernd á heilsugæslustöðvum landsins, leggja áherslu á fræðslu og ráðgjöf auk þróunar og rannsóknarstarfs (Heilsugæslan, 2006). Aðferðafræði Markmið rannsóknar og rannsóknarspurning Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun viðmælenda af þeirri þjón- ustu sem er í boði fyrir konur á höfuð- borgarsvæðinu sem leita sér aðstoðar vegna mjaðmagrindarvandamála á með- göngu og athuga hversu gott aðgengi er að henni í raun hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Auk þess var markmiðið að kanna hvort þörf væri á einhverjum breytingum á þjónust- unni. Rannsóknarspurningin var því á þessa leið: Er ástæða til að breyta þeim aðferðum eða leiðum sem farnar eru í þjónustu á höfuðborgarsvæðinu við barnshafandi konur með grindarvanda- mál og ef svo er þá hvernig. Akveðið var að afmarka rannsóknina við höf- uðborgarsvæðið. Áhugi rannsóknarhöf- undar beindist að höfuðborgarsvæðinu vegna fyrrgreindra breytinga sem þar áttu sér stað en ekki að landsbyggðinni þar sem starfsumhverfið er annað og færri valmöguleikar eru á þjónustu. Aðferð rannsóknar Þær rannsóknaraðferðir sem notaðar voru falla undir hefð eigindlegra rann- sóknaraðferða (Taylor og Bogdan, 1998). Með eigindlegum rannsóknum er leitast við að afla heilstæðrar merking- ar á lífi og upplifun fólks, en með þeim er rýnt í merkingu þeirra orða sem þátttakendurnir nota og tengja gagnvart því félagslega umhverfi sem þeir lifa í (Bowling, 2002). Einstaklingsviðtöl voru tekin við fagaðila en hópviðtöl (rýnihópar) við konur sem hafa upplifað grindarverki á meðgöngu. Notast var við hálfstöðluð viðtöl. Markmiðið með þeim var að rannsaka umfjöllunarefnið á opinn hátt og leyfa viðmælendum að útskýra hugmyndir sínar og skoð- anir með eigin orðum (Esterberg, 2002). Reynt var að gæta fyllsta hlutleysis og horfa á viðfangsefnið út frá sjón- arhorni viðmælenda þannig að skoð- anir rannsakanda endurspegluðust ekki í niðurstöðum rannsóknarinnar en þessi aðferð einkennir eigindlegar rannsókn- araðferðir (Esterberg, 2002). Rýnihópar geta gefið mikilvægar upplýsingar um þarfir þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Ef ætlunin er að þróa eða leggja mat á einhverja þjónustu er oft notast við rýnihópa (Sóley S. Bender, 2003). Af þessum ástæðum var talið að rýnihópar hentuðu vel til að fá álit þeirra kvenna sem höfðu sótt þjónustuna. Ætla má að fjöldi viðmælenda sé talinn nægj- anlegur í eigindlegum rannsóknum ef sami efnislegi þráðurinn er farinn að endurtaka sig í viðtölunum (Bowling, 2002) en svo reyndist vera í þessum viðtölum. Þátttakendur Viðhorf fagaðila til þjónustunnar voru könnuð með einstaklingsviðtölum við starfsfólk sem kom að mæðravernd. I rannsóknina var leitað milliliðalaust eftir þátttöku læknis og ljósmóður hjá Miðstöð mæðraverndar, lækni og ljós- móður á sitt hvorri heilsugæslustöð- inni og sjúkraþjálfara á Kvennadeild Landspítalans. Auk þess var leitað til tveggja sjúkraþjálfara á einkarekinni sjúkraþjálfunarstofu en annar þeirra var jafnframt leiðbeinandi í meðgöngu- sundi. Tveir rýnihópar voru myndaðir með annars vegar barnshafandi konum með grindarverki sem sóttu þjónustuna í núverandi mynd og hins vegar konum sem höfðu upplifað mjaðmagrindar- verki á meðgöngu og sótt þjónustuna meðan klínisk mótttaka fór fram á Miðstöð mæðravemdar samhliða heilsu- gæslustöðvunum. Tilskilin leyfi þurfti til að nálgast þátttakendur í rýnihópana. Yfirlæknar heilsugæslustöðva höfuð- borgarsvæðisins og Miðstöðvar mæðra- verndar öfluðu upplýsinga úr sjúkra- skrám til að velja þátttakendur. Leitað var eftir konum í sjúkraskrá sem höfðu fengið sjúkdómsgreininguna grindarlos/ grindargliðnun. Sjúkdómsgreiningin grindarlos kemst næst þeirri sjúkdóms- greiningu sem kallast 026.7 (subluxation of symphysis pubis in pregnancy, child- birth and the puerperium) eftir ICD-10 flokkunarkerfinu sem er alþjóðleg töl- fræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heil- brigðisvandamála (Læknablaðið, 1996; WHO, 2006). Öruggast þótti að halda sig við þennan fiokk til að útiloka hetð- bundna bakverki á meðgöngu. Konur 8 Ljósmæðrablaðið desember 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.