Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 11
ar hentuðu henni ekki. Konunum þótti télagsskapurinn, hitinn og æfingamar gera sér gott og flestir fagaðilanna tóku 1 sama streng. I þeim viðtölum sem minnst var á nálastungur sem meðferðarform voru flestir sammála um að nálastungumeð- íerð væri góður kostur sem verkjameð- ferð en sem sjálfstæð meðferð dygðu nálastungur ekki til. Einn sjúkraþjálf- aranna sagðist trúa á nreðferðina sem verkjameðferð en lagði áherslu á að nálastungurnar hjálpuðu ekki ef um skekkjur eða læsingar í mjaðmagrind Vícri að ræða. Ein kvennanna sem er með mjög slæmt grindarlos hafði kynnst nálastungum hjá ljósmóður á stofu. Hún lýsti reynslu sinni á eftirfarandi hátt: "Nálastungurnar virkuðu vel að því leyti Sem þær virkuðu. Ég gat svo sem ekki §ert ráð fyrir miklum bata en þetta var verkjastillandi, ég fann mun.” I heildina var ekki mikið fjallað um sálfræðiaðstoð í viðtölunum. Önnur Ijósmæðranna benti þó á að möguleiki væri á að hafa samband við tiltekinn sál- fræðing á einkastofu sem sinnti sálrænu Mttunum sem tengdust grindarverkjum. Hún sagði eftirfarandi: „Ef konur hafa mt siæmar fyrri meðgöngur og eru með róníska verki er möguleiki að benda á þetta líka.” jónusta þegar vandamálið ei borið upp í mæðravemd °8 tengsl milli fagaðila áðir læknarnir og allir sjúkraþjálfararn- 'r 'ögðu á það ríka áherslu að bregðast Pyrfti fyn- vjg en gert er þegar konu,- yrja að kvarta um verki í grindinni við Jósmóður. Einn sjúkraþjálfaranna sagði , °numar fá litlar upplýsingar um hvað ær gætu gert nema að fara í meðgöngu- mndið og að minnka við sig vinnu. ann taldi vera misjafnt hvort þeim hafi jmrið bent á sjúkraþjálfun. Sömu við- 01 komu fram í rýnihópunum. Tveir ^agaðilanna sögðu konumar þurfa að era sjg eftir hjálpinni sjálfar og þrjár Vennanna kvörtuðu yfir því sama í ymhópunum. Annar læknanna benti á Pað §ætu liðið fjórar til fimm vikur ' 1 heimsókna í mæðravernd sem væri r^° *angur tími í bið að erfitt gæti ^ynst að snúa dæminu við til að koma i^Hunum í vinnu aftur. Hann sagði eft- I franð‘: "þær eru að bíða eftir að hitta eðah'^S^r'^aenhanner 1 ftfi jr d. efur etcki séð sjúklinginn og treyst- ]æ!er^a ekki til að skrifa vottorð.“ Hinn þj'-0 sngðist ekki vilja missa af SUlT1 konum og talaði um opna sam- vinnu milli lækna og ljósmæðra. Auk þess sagði hann: „Konan á ekki að þurfa að bíða eftir vottorði til sjúkraþjálfara, það er hægt að vinna þetta miklu hraðar. Kannski geta ekki allir læknar gefið sér tíma til að sinna þessu aukalega. Þetta fer kannski eftir persónum.“ Allir viðmælendur í einstaklingsvið- tölunum og í rýnihópunum voru sam- mála um að þeir upplifðu samstarfið milli ljósmæðra og lækna vera gott en tengsl milli sjúkraþjálfara annars vegar og lækna og ljósmæðra hins vegar vera lítil eða engin. Sjúkraþjálfarinn á Landspítalanum taldi hins vegar sam- starfið vera gott meðal allra fagaðila innan spítalans. Kostnaður við þjónustuna og veikindaleyfi Allir viðmælendur rannsóknarinnar voru sammála um hversu mikil áhrif kostn- aður getur haft á hvert konurnar leita eftir þjónustu. Flestir viðmælenda voru sammála um að greiningarmat sjúkra- þjálfara á meðgöngu og eftir fæðingu ætti að vera konunum að kostnaðarlausu eins og mæðraskoðun ef ljósmóðir teldi að konumar þyrftu á greiningarviðtali að halda. Einn sjúkraþjálfaranna lagði til eftirfarandi: „Allar heilsugæslustöðv- arnar myndu greiða hlut sjúklings svo að það yrði sama þjónusta fyrir konur sem eru úti á heilsugæslustöðvunum eins og er á Landspítalanum.” I flestum viðtölunum kom fram að ein af fyrstu aðgerðunum við grindarverkjum er að konum er boðið að minnka við sig vinnu. Ljósmæðumar töldu að konurnar væru frekar settar í veikindaleyfi af því að þær hefðu ekki ráð á að sækja sér þjón- ustu. Önnur ljósmæðranna vakti athygli á að veikindaleyfi væri háð menntun og starfi þar sem konur sem stunda lík- amlega erfið störf sæktust frekar eftir því að fá veikindavottorð. Staðfesting á þessu kom fram í rýnihópunum þar sem konurnar gátu haldið áfram námi og skrifstofustörfum langt fram eftir með- göngunni en ekki ræstingum, aðhlynn- ingarstörfum, umönnunarstörfum eða þjónustustörfum. Annar læknanna benti á að mikilvægt væri að draga úr veik- indaleyfum þar sem þau kostuðu kon- urnar, vinnuveitandann og ekki síður ríkið fjármuni og væru dýrari en kostn- aður við sjúkraþjálfun. Læknirinn bætti við: „Ég er viss um að fyrirtækin myndu koma inn og borga hluta kostnaðar fyrir sitt fólk því það færi minni tími frá vinnu í að bíða eftir vottorðum og styttri tími frá vinnu ef greining og meðferð yrðu markvissari og tækju styttri tíma.“ Vangaveltur um hvort grindarverkir og þjónusta vegna þeirra vœru vanmetin Báðar ljósmæðumar voru sammála um að vandamálið væri ekki vanmet- ið þar sem ljósmæður væru vakandi fyrir þessu en læknarnir töldu báðir að um vanmetið vandamál væri að ræða. Sjúkraþjálfaramir sem starfa á stofu töldu vandamálið hugsanlega vanmetið en þeir gætu eingöngu dæmt slíkt út frá þeim konum sem væru komnar í sjúkraþjálfun. Annar sjúkraþjálfaranna sagði konumar oft tala um „að lækn- unum finndist þær alltaf vera kvart- andi og kveinandi út af smámunum eins og þær nenntu ekki að vinna.” Heilsugæslulæknirinn benti á að grind- arverkir gætu verið misskilið vanda- mál þar sem konumar geti verið góðar meðan þær eru á hreyfingu en „frjósi svo í einhverri stöðu og geti ekki hreyft sig.” Sjúkraþjálfarinn á Landspítalanum taldi vandamálið vera ofmetið á spít- alanum. í rýnihópunum kom fram að konumar höfðu mætt neikvæðum við- horfum úti í samfélaginu þegar þær þurftu að minnka við sig vinnu. Ein þeirra sagðist hafa unnið 8-16 tíma á dag og hefði hætt allri vinnu. „Mér fannst ég verða fyrir ákveðnum for- dómum að hafa hætt að vinna, bæði hjá fólkinu í vinnunni og svo fannst mér ljósmóðirin ekki vera sátt við að ég hefði bara klippt á vinnuna. Ég vann því í nokkra daga, en það varð til þess að ég lá á eftir.“ Önnur sagði eftirfarandi: „Mér finndist allt í lagi að ljósmæð- urnar bentu manni á sjúkraþjálfara sem sérhæfa sig í þessu en það var ekki gert. Ljósmæðumar mega alveg styðja meira við mann af því að maður mætir þessu viðhorfi úti í samfélaginu." Fleiri tóku í sama streng. Ábendingar um hvað fagaðilar geta gert betur í þjónustunni í heildina virtust allir fagaðilamir sem tóku þátt í rannsókninni vera sammála um að læknar sýndu vandamálinu lítinn áhuga og skilning og mættu því gera betur. Fjórir fagaðilanna nefndu litla þekkingu lækna á mjaðmagrindinni og að þeir þyrftu að fá aukna fræðslu um skoðun á mjaðmagrind. í viðtölunum voru ljósmæður helst gagnrýndar fyrir að vera seinar að beina konunum frá sér til fagaðila til greiningar og með- ferðar ef konumar kvörtuðu um grind- arverki. I rýnihópunum voru konumar sammála um að ljósmæðurnar þyrftu að Ljósmæðrablaðið desember 2007 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.