Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 16
Starfsfólk Huldu Þóreyjar.
þá hafa um það bil 30 konur á ári bæst í
hóp þeirra sem kjósa að notfæra sér þá
þjónustu sem við bjóðum upp á í fæð-
ingunum, og fer þeim stöðugt fjölgandi.
í dag erum við þrjár ljósmæður í fullri
vinnu sem felur í sér að sinna foreldra-
fræðslunni (um það bil 6 hópar í hverri
viku), mæðravernd, heimaþjónustu og
svo að vera á vakt fyrir allar fæðing-
amar. Við komumst yfir að taka rétt
um 10 fæðingar á mánuði, en eins og
margir vita getur hver tekið allt að því
60 klukkustundir frá því að fyrsta kall
kemur.
Samfelldur stuðningur er það sem
fyrst og fremst lýsir fæðingarfylgdinni
okkar og það sem konurnar fá, eftir að
hafa farið í venjubundið meðgöngueft-
irlit og foreldrafræðslu, er vaktþjónusta
allan sólarhringinn, í kringum þann tíma
sem þær em full meðgengnar.
Þær hitta þrjár ljósmæður yfir með-
gönguna, og vita að einhver þessarra
þriggja mun vera við fæðinguna þeirra,
og jafnvel munu tvær skipta því á milli
sín að vera með í fæðingunni. Hver
okkar það er hverju sinni fer stundum
eftir því hvar konurnar búa (við sjálfar
búum allar í mismunandi borgarhlut-
um), en líka eftir því hvað er á dagskrá
okkar hverju sinni. Við höfum vatktsíma
sem við skiptum með okkur um helg-
ar. Stundum þurfum við að vera stöð-
ugt með konunum í 24 tíma, en oftast
höfum við vaktaskipti á 12 tíma fresti,
sé fæðingin lengri en það.
Þegar kemur að fæðingunni, hringja
konurnar í okkur - eða öllu heldur mak-
amir þeiira, því það er eins og margir
haldi að konurnar missi málið þegar
þær fá hríðir! Við reynum svo í gegnum
símann að gera okkur grein fyrir því
hver staðan er og gefum leiðbeiningar
eftir því. Gjaman er fyrsta viðbragð
okkar að benda á sturtu eða baðkar,
létta máltíð, út að ganga með hundinn,
leggja sig aftur eða eitthvað í þessum
dúr. Hringja svo aftur eftir klukkustund
eða tvær og láta okkur vita hvemig
gengur. Við þurfum líka að ganga úr
skugga um ýmis atriði, eins og að barn-
ið hreyfi sig vel, hvort það sé skorðað,
hvort eitthvað blæði eða legvatn leki,
hvenær síðasta mæðraskoðun hafi verið
gerð, hversu langt með gengin konan sé,
og hvort einhver vandræði hafi verið á
meðgöngunni. Ennfremur er mikilvægt
fyrir okkur að glöggva okkur á hver sé
fæðingarlæknir konunnar og á hvaða
spítala ætlunin sé að fæða.
Konumar geta valið um tvennskonar
kerfi. Annars vegar er einkarekið kerfi
þar sem fæðingarlæknar gera flestar
mæðraskoðanimar og notast við þrí-
víddarsónar, og taka svo á móti baminu
eftir að ljósmæður eða hjúkrunarfræð-
ingar sinna fyrsta stigi fæðingarinn-
arinnar. Ríkisrekna kerfið er meira svip-
að því íslenska, en þar eru mæðraskoð-
anir gerðar af ljósmæðrum að hluta til
og læknum og læknanemum að hluta
til. Fæðingarnar l'ara svo fram á ríkis-
spítölunum sem eru víða um borgina.
Ljósmæður taka á móti þar í um það bil
50 prósent tilvika, en einnig em lækna-
nemar eða læknar við flestar fæðingam-
ar. A ríkisspítölunum leyfist konunum
að taka með sér einn „fylgdarmann“ í
fæðinguna, og er það að sjálfsögðu oft-
ast faðirinn. A einkareknu spítölunum
eru slíkar reglur ekki strangar.
„Hypnobirthing”
Fyrir rétt um tveimur árum hófum við
að bjóða upp á svokölluð HYPNO-
BIRTHING námskeið. Þessi námskeið
eru í boði um allan lieim og eru stöðugt
að verða vinsælli - ef til vill sem svar
við þeirri tæknivæðingu og aukningu í
inngripum í fæðingum sem verið hefur.
í stuttu málið býður aðferðin, sem kon-
urnar og makar þeirra læra á um það bil
sex vikum, upp á að nota djúpa slök-
un og hugleiðslumeðferð til að njóta
fæðingarferlisins sem jákvæðs ferða-
lags; útiloka neikvæðar athugasemdir,
umhverfi og mögulega aðra þætti sem
trufla eða auka kvíða og verkjaupplifun
konunnar. Markmiðið er að konurnar
hafi sjálfstraust og styrk til að takast á
við ferlið allt, með hjálp makans.
Skemmst er frá að segja að þetta
hefur algjörlega breytt starfsemi okkar
og núna eru mun fleiri konur að sækjast
el'tir slíkum námskeiðum, sem eru að
mjög litlu leyti eins og hin hefðbundna
foreldrafræðsla, þar sem setið er og
spjallað og upplýsingum er miðlað en
lítið gert til að æfa slökun. Arangurinn
hefur heldur ekki látið á sér standa
og langflestar konurnar sem stunda
HYPNOBIRTHING fara í gegnum ferl-
ið án nokkurra verkjalyfja, eru heima
þar til þær eru langt komnar í fæðing-
unni og upplifa eftir á að þær hafi haft
jákvæða reynslu. Einkatímar í djúpri
hugleiðslu eru einnig vinsælir og koma
margir í hádegishléinu sínu í vinnunni
og þjálfa sig í slökuninni með aðstoð
einhverrar af ljósmæðrunum.
Þetta varð til þess að ég ákvað sjálf að
læra aðferðina og varð ísland fyrir valinu
sem kennslustaður. Eftir fjögurra daga
námskeið þar sem 20 íslenskar ljósmæð-
ur þjálfuðu sig í HYPNOBIRTHING
var grunnurinn lagður og síðan þá er
ég búin að vera æfa mig hér í Hong
Kong. Mitt fyrsta eiginlega foreldra-
námskeið hér er rétt að hefjast og ég er
með fiðrildi í maganum af spenningi, en
veit að þetta á eftir að verða upphafið
að löngu og góðu ferli hjá sjálfri mér.
Þrátt fyrir að konumar sjálfar séu þær
sem nota aðferðina, og við Ijósmæð-
urnar þurfum í sjálfu sér ekki að gera
mikið til að styðja þær í fæðingunni. er
samt gott að vita nákvæmlega um hvað
HYPNOBIRTHING snýst og vera viss
um að vera sá stuðningur sem þær þurfa,
ef eitthvað óvænt kemur upp á. Louise
16 Ljósmæðrablaðið desember 2007