Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Page 33

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Page 33
LJðSMÆORABLADID 85 stjórnun. Hún var örugglega dugleg og kjarkmikil en var nú orðin fullorðin kona og þreytt í starfi. Stöku sinnurn fnnnst mér ég sjá í gegnum skelina sem hún brynjaði sig með, og þá fann ég ungu stúlkuna, sem átti sitt æskuheim- úi á strönd Eyjafjarðar, draumlynd með skáldskapargáfu. En setti sér það markmið í lífinu, að vinna þýðingarmikið starf og komast á toppinn í því starfi. Hún gerði mun á fólki eftir stéttum. Við áttum að þéra hana en svo bauð hún okkur dús að námi loknu. Við áttum ekki að stofna til kunningsskapar við gangastúlkur. Þær voru önnur stett! En árið eftir fór ein ganga- stúlkan í Ljósmæðraskólann og fáum árum síðar var hún orðin yfirljósmóðir og hafði hækk- að heldur betur í tign. Ég fann, að sjötta skilningarvitið var vanþroska hjá mér, ég skyldi ekki stéttamuninn. Prófessor fjuðmundur var aftur á móti laus v'ð allan stéttamismun, allavega fannst okkur það. Við höfðum auðvitað mikið meira saman við f'k. Jóhönnu að sælda en pró- fessorinn. Hún var æðsta kona skólans og deildarinnar. Hún gerði mun á embættismanna- fním og almenningi. Hún tók á rr'óti flestum börnum, sem fædd- ust. þótt hún hefði tvær ágætar aðstoðarljósmæður, lét hún vekja sig að nóttu til, þegar fæð- ingar voru, en sem næst því að barnið fæddist. Onnur aðstoðarljósmóðirin úthlutaði mat til sængur- venna og nemarnir báru hann inn og hjálpuðu konunum við að borða, því mig minnir að þær mættu ekki rísa upp nema upp á olnboga fyrstu dagana eftir fæðingu. Á áttunda degi °i u þær á fætur stuttan tíma á dag og ef þær voru hitalausar næsta morgun, voru þær útskrifaðar. Venja var, að ljósmæðranemi færði frk. Jóhönnu morgun- a r’ð 1 rúmið klukkan sex, ásamt hitatöflu þeirra kvenna, sem lágu inni og segja frá almennri líðan þeirra. Það voru oft mikil þrengsli á deildinni og stundum varð ac vísa konum frá. Frk. Jóhanna hafði tvö lítil herbergi með °P>ð á milli og stundum tók hún konur inn til sín og þá þær, Sem áttu að fara heim daginn eftir. Hún var hörð á því að engin kona kæmi inn nema fæðing væri örugglega byrjuð °f ^af beim áminningu, sem voru svo óheppnar að sótt var | komin í gang. Allar konur áttu að koma í sjúkrabfl og Venjulega var faðirinn með eða einhver aðstandandi. Oft sn,Ppaði gamla lyftan milli hæða en ekki man ég til þess n°kkur kona fæddi þar vegna þess. Hins vegar kom fyrir f feddu á leiðinni. Eins og eitt sinn, að faðirinn kom ^jiupandi upp og hrópaði: „Bamið er komið“, en um leið °m lyfian með móður og barn og var verið að kíkja á barnið §ar pabbinn kom. Annars fóru aðstandendur heim þegar O'ian var komin á deildina. 'ólessor Guðmundur var tilkallaður í erfiðum tilfell- Inga Elíasdóttir á vöggustoju. um og hann ákvað hvað gera skyldi og gerði sjálfur keis- araskurði og tangarfæðingar. Keisaraskurðir voru gerðir á skurðstofu skurðdeildarinnar. Við nemarnir fengum að horfa á og vorum oftast allar kallaðar til ef eitthvað óvenjulegt var á seyði, hversu „gott“ sem það nú var fyrir móðurina, en við áttum að læra sem mest á þessu ári sem skólinn var og nota helst hverja stund til þess. Venja var að kalla aðstoð- arlækna að fæðingunum og varð það að vera nákvæmlega á rétti augnabliki að ósk frk. Jóhönnu, og fengu þeir orð í eyra, ef þeir mætti ekki á „réttum“ tíma. Vinnutími okkar var lang- ur. Við byrjuðum strax á vakt morguninn eftir að við mætt- um. Fyrstu dagana voru tvær til þrjár nýútskrifaðar ljósmæður með okkur og ein var fram á vor. Þetta var viðbót við aðstoð- arljósmæðurnar tvær, sem áður voru nefndar. Þessar áttu að leiðbeina okkur nýnemunum fyrstu vaktirnar. Vaktir voru yfirleitt tólf tíma og byrjað var kl. 7 á morgnana. Næturvakt frá kl. 19 til 7. Minn hópurfékk svo smá breytingu, að tveir nemar mættu kl. 6 f.h. til að hjálpa til á annasamasta tímanum á morgn- ana og var áfram höfð sú regla til margra ára. Einn frídagur átti að vera vikulega, en helst áttum við ekki að fara frá ef upp kærni tilfelli, sem gott væri fyrir okkur að sjá, því þá voru allir kallaðir til hvort sem þeir voru á vakt eða í fríi. Einnig var ein vika gefin í sumarfrí, en þá var ekki skylda að vera í kallfæri. Hluti af náminu var að vera við nokkrar fæðingar í heima- húsum og fórum við þá með bæjarljósmæðrum. Tveir nemar voru alltaf á fæðingarvakt, en það þýddi það, að þá áttu þær að vera við allar fæðingar sem urðu á þeim tíma og vera með við að taka á móti. Það var mjög skemmtilegt og stundum næði til að spjalla saman. Við vorum í fríu fæði, húsnæði og með vinnuföt. Blessuð ráðskonan í eldhúsinu sendi næturvaktinni ríflegan og oft betri mat á kvöldin. Það var því oftast miðlað af honum, ef einhvern langaði í mat. Kaffi gátum við hitað okkur í býti- búrinu. Ég minnist ráðskonunnar með hlýju og virðingu. Hún var vel fullorðin kona, vann mikið og hennar stúlkur. Allan mat þurfti að vinna á staðnum og senda síðan í sér- stakri matarlyftu á allar deildir spítalans. Ég eignaðist góða vinkonu í eldhúsinu og fékk ef til vill meiri innsýn í vinnuna þar en annars hefði verið og það líkaði ráðskonunni vel. Eitt sinn (sem oftar) var fjölbyrja í fæðingu og tveir nemar hjá henni, búið að kalla á frk. Jóhönnu og hún á rölti um ganginn og hitti þá einhvern, sem hún þekkti og gekk með viðkomandi út af deildinni. Allt í einu kemur annar neminn og kallar - frk. Jóhanna - og svo urðu fleiri til að kalla á frökenina. Hinn neminn hélt við kollinn sem vildi Ljósmæðrablaðið desember 2007 33

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.