Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Side 23

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Side 23
Mæðradauði í heiminum Það er sorgleg staðreynd að á hverju ári deyja þúsundir kvenna í heiminum á meðgöngu, í fæðingu eða fyrstu sex vik- urnar eftir fæðingu. Þessi dauðsföll hafa verið skilgreind sem mæðradauði og þurfa á einhvem hátt að tengjast með- göngunni beint eða óbeint. Tölur frá árinu 2000 eru: 529.000 konur á heims- vísu. Mæðradauðinn er mestur í Afríku þar sem tíðnin er 500 konur miðað við hverjar 100.000 fæðingar (life births). Það er svipuð tíðni og var í Evrópu í lok 19. aldar. Ástandið er verst í löndunum sunnan Sahara þar sem tólfta hver kona deyr sem er sambærilegt við mæðra- dauða í Svíþjóð um miðja 18. öld. Asía fylgir fast á eftir Afríku í mæðradauða °g þá sérstaklega suður Asía. í Norður Evrópu er tíðnin hins vegar 25 af hverj- um 100.000 fæðingum eða ein kona miðað við 4000 fæðingar. Það telst hl tíðinda hér á íslandi og almennt a Norðurlöndunum ef kona deyr við barnsburð og margir halda líklega að það heyri sögunni til... j-®kkun á mæðradauða • Evrópu Þegar litið er til sögunnar er það athyglis- verð staðreynd að ekki er svo langt síðan uueðradauði í Evrópu var svipaður og er 1 ^fríku og Asíu í dag. í Skandinavíu fór uueðradauði að lækka verulega í lok 19. aldarinnar en í Bretlandi var það í raun °g veru ekki fyrr en í kringum 1930 Sem sú þekking og aðstæður sköpuðust að hægt var að lækka mæðradauða af einhverri alvöru. Það var fyrst og fremst með bættri menntun þeirra sem önn- uðust fæðingar og þekkingu á mikilvægi hieinlætis. Ónauðsynleg og hættuleg mngrip voru lögð til hliðar og byggð- ar voru upp fæðingarstofnanir þar sem menntaðir læknar og ljósmæður störf- uðu- Þróun sýklalyfja og blóðgjafir hafa síðan orðið enn frekar til að bjarga lífí 'venna eftir fæðingar. Ofsakit- mæðradauða ^ Vað er það við bameignarferlið sem gerir það svona hættulegt og þá sér- staklega í fátækari löndum? Út af hverju Jenný Inga Eiðsdóttir , Ijósmóðir á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og meistaranemi við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskóla Reykjavikur deyja allar þessar konur? í heilbrigðis- skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) frá árinu 2005 kemur fram að fjórðungur af konunum deyr í kjölfar blæðinga, 15% af völdum sýk- inga, væntanlega þá bamsfararsóttar, 12% úr krömpum af völdum meðgöngu- eitrunar, 8% vegna misræmis milli fóst- urs og grindar (obstructed labour) og 13% í kjölfar fóstureyðinga. Aðrir bein- ir og óbeinir þættir em 28% þar er vænt- anlega innifalið ofbeldi, eyðni, malaría, blóðleysi og aðrir þættir eða heilsufars- vandamál sem em undirliggjandi eða koma upp á meðgöngu. Fjórðungur kvennanna deyr strax á meðgöngu, langflestar í kjölfar fóst- ureyðinga sem em framkvæmdar við frumstæðar og ófullnægjandi aðstæður og flestar ólöglegar. Stór hluti þessara kvenna er líklega á barns- eða tánings- aldri. Ofbeldi á konum og sjálfsmorð em líka algengar orsakir mæðradauða. Trúlega eru þessar tölur vanmetnar þar sem morð og nauðganir em daglegt brauð í sumum fátækari löndum og skráning á dauðsföllum og orsökum þeirra ekki alltaf rétt. Langflestar kon- urnar deyja hins vegar í fæðingunni og á fyrstu dögunum þar á eftir (11-17% í fæðingunni sjálfri og 50-72% eftir fæð- ingu), langflestar af völdum blæðinga og sýkinga. Hvernig á að takast á við vandann? Þúsaldarmarkmið 189 ríkja heims- ins, um bætta heilsu, gera ráð fyrir að dregið hafí úr mæðradauða í heiminum um 75% árið 2015. Þessum markmið- um verður ekki auðvelt að ná þar sem mæðradauði í heiminum er sumstaðar að aukast. Heilbrigðisskýrsla WHO frá árinu 2005 ber yfirskriftina „Hver móðir og hvert barn skiptir máli“ (The world health report, make every mother and child count). Falleg orð og viðeigandi. Þar kemur fram að leggja beri sérstaka áherslu á þjónustu við þungaðar og fæð- andi konur. Til þess að svo megi verða þarf að bæta verulega heilbrigðiskerfíð á heimsvísu. Á meðgöngu þarf að koma í veg fyrir óæskilegar þunganir og bregðast við þeim, bæta fjölskylduráðgjöf (family planning) og almenna menntun kvenna, fræðslu um getnaðarvarnirog aðgengi að öruggum fóstureyðingum. Áhersla þarf að vera á mæðravernd fyrir allar konur. Spoma þarf við of mikilli læknisvæð- ingu mæðraverndarinnar, leggja meiri áherslu á heilsueflingu, meðhöndlun heilbrigðisvandamála, undirbúning fyrir fæðingu og foreldrahlutverkið, en ekki bara að einblína á áhættuþætti, rútínur og skimanir hverskonar. Mikilvægt er líka að þjóðfélagið styðji við bakið á þunguðum konum með því að bæta félagslega stöðu konunnar s.s. að koma í veg fyrir ofbeldi hverskonar og bæta réttindi þungaðra kvenna á vinnumark- aði. Mæðradauða í og eftir fæðingu ætti í flestum tilfellum að vera hægt að koma í veg fyrir þar sem áhættuþættir fæðinga eru þekktirog viðbrögð við þeim. Leggja þarf áherslu á að þeim fæðingum fjölgi þar sem faglært heilbrigðisstarfsfólk er viðstatt, sem hefur næga menntun og reynslu til að bregðast við vandamálum sem upp kunna að koma. Mikilvægt er að konur hafí aðgang að fæðing- L|ósmæðrablaðið desember 2007 23

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.