Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 30
Ljósmæðrafélagið - félag allra Ijósmæðra Við lausa kjarasamninga, geta laun- þegar skipt um kjarafélag. I þessari samantekt mun ég fjalla um það sem Ljósmœðrafélag Islands hefur upp á að bjóða og hvers vegna það skiptir máli að Ijósmœður séu í einu félagi. Eins og kunnugt er, verða kjarasamn- ingar lausir þann 30. aprfl n.k. Það er ekki einungis tilhlökkunarefni vegna nýs kjarasamnings heldur einnig vegna eins konar uppskeruhátíðar stéttarfélag- anna. Félögin uppskera því ekki einungis eftir undirbúningsvinnu kjarasamninga, heldur getur uppskeran orðið fjölgun á kjarafélögum ef starfsemi félagsins hefur verið öflug og traustvekjandi. Sumum finnst það ekki skipta höf- uðmáli hvaða kjarafélagi þeir tilheyra, enda verður fólk sjaldnast vart við það dags daglega. Félögin skiptir það aftur á móti miklu máli hversu marga félags- menn það hefur. Fleiri félagsmenn þýðir meiri innkoma til að vinna að málefn- um stéttarinnar sem skilar sér í meiri vinnu innan félagsins og þar af leiðandi sterkari stétt. Og Ljósmæðrafélagið munar um hverja ljósmóður. Það eru ekki einungis félagsgjöld hverrar ljós- móður sem skipta miklu fyrir starfsemi félagsins, heldur skiptir það höfuðmáli að ljósmæður séu í einu kjarafélagi. Ljósmæðrafélagið er hagsmunafélag ljósmæðra og vill hróður ljósmæðra- stéttarinnar sem mestan. Með því að vera í einu félagi, er slagkraftur ljós- mæðra mun meiri í kjaramálum. Hvað er að vera kjarafélagi/fagfélagi? Stéttarfélög geta ýmisst verið kjara- félög eða fagfélög og mörg félög eru hvoru tveggja eins og Ljósmæðrafélag íslands. Fagfélög eru skipuð einstakl- ingum einnar fagstéttar þar sem mennt- un félagsmanna liggur til grundvallar störfum þeirra og veitir þeim tiltekin starfsréttindi. Kjarafélög starfa að hags- munamálum sem varða kjör og réttindi félagsmanna. Samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986, gera stéttarfélög kjarasamninga fyrir starfs- menn ríkisins. Starfsmönnum ríkisins er því skylt að vera í stéttarfélagi sem semur fyrir þá um kaup og kjör. Sem kjarafélagi í Ljósmæðrafélagi íslands greiðir félagsmaður prósentu af launum sínum til félagsins og þeirra sjóða sem félagið hefur aðild að. Félagið semur um kaup og kjör fyrir viðkom- andi, auk þess að sinna faglegum og fagpólitískum málefnum stéttarinnar. Kjarafélagsmenn hafa kosningarétt og kjörgengi í allar nefndir og stjórn félags- ins og hefur aðgang að öllum sjóðum innan þess. Sem fagfélagi í Ljósmæðrafélagi íslands greiðir félagsmaður fasta árlega upphæð til félagsins fyrir fagaðild að félaginu en annað stéttarfélag sem hann er kjarafélagi að, semur um kaup og kjör fyrir hann. Fagfélagsmenn hafa kjörgengi í allar nefndir félagsins nema kjaranefnd og hafa málfrelsi og tillögurétt innan félagsins. Þeir sjóðir sem Ljósmæðrafélagið hefur aðgang að eru: Rannsóknarsjóður ljósmæðra Rannsóknasjóður ljósmæðra var stofn- aður árið 1988 af ljósmæðrum útskrif- uðum haustið 1978 í tilefni 10 ára útskriftarafmælis. Tilgangur sjóðsins er að styrkja ljósmæður til rannsókna og þróunarverkefna í ljósmóðurfræðum. Fagfélagar jafnt sem kjarafélagar LMFÍ geta sótt um styrk í sjóðinn. Minningasjóður ljósmæðra Minningasjóður var stofnaður árið 1967 og var stofnfé sjóðsins minningargjöf um Ingibjörgu Jónsdóttur ljósmóður. Tilgangur sjóðsins er að styðja ljós- mæður til framhaldsnáms og einnig má veita fé til hverra þeirra líknarmála sem ljósmæðrastéttin hefur hug á að styðja. Fagfélagar jafnt sem kjarafélagar LMFI geta sótt um styrk í sjóðinn. Vísindasjóður Ljósmæðrafélags Islands Sjóðurinn var stofnaður skv. kjarasamn- ingi LMFI og fjármálaráðherra í júní 1994 (grein 10.4) og greiðir sjóðurinn útlagðan kostnað við endurmenntun, rannsóknar- og þróunarstörf félags- manna LMFÍ. Vísindasjóður er gild- asti styrkjasjóðurinn innan félagsins og getur styrkt rannsóknar- og þróun- arvinnu ljósmæðra um 2-3 milljónir á ári, fyrir utan árlega greiðslu til félags- manna. Einungis kjarafélagar LMFÍ geta sótt um styrki sjóðinn. Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur Sjóðurinn var stofnaður nú í ár, af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur fyrrver- andi námsbrautarstjóra Námsbrautar í hjúkrunarfræði og skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Markmið rannsóknasjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræðinga og ljósmæð- ur í doktorsnámi. Sjúkra- og styrktarsjóður BHM Styrktarsjóður tilheyrir félagsmönnum á opinberum markaði en Sjúkrasjóður þeim sem starfa á almennum markaði. í þessa sjóði má sækja um styrk til t.d. gleraugnakaupa, tannviðgerða, líkants- ræktar, margs konar meðferðar ofl., auk sjúkradagpeninga. Starfsmenntunarsjóður BHM. (STRIB) Sjóðurinn er stöndugur og veitir hverj- um félagsmanni rétt til 60.000 kr styrkja á tveggja ára fresti til ráðstefnuferða, námskeiða ofl. Orlofssjóður BHM (OBHM) Áramótin 2005/2006 gengu ljósmæður 30 Ljósmæðrablaðið desember 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.