Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 46
vegna fráhvarfa ef móðirin hættir neyslu
skyndilega og líkur á fósturláti aukast
ef það gerist á fyrsta þriðjungi með-
göngu eða fyrirburafæðingu á síðasta
þriðjungi hennar. Þetta er talið stafa af
því að í fráhvörfunum verða krampar
eða samdrættir í sléttum vöðvum sem
þýðir að samdrættir verða einnig í leg-
inu, sem geta í sumum tilfellum komið
fæðingunni af stað fyrir tímann (Craig,
2001; Hepburn, 2004). Þess vegna er
mikilvægt að neyslan sé tröppuð niður
smám saman og móðirin fái góða frá-
hvarfsmeðferð. Venjan hefur verið að
skipta ópíötum út fyrir Methadone, en á
seinni árum hefur lyfið Buprenorphine
(Subutex, Suboxone) einnig verið mikið
notað. Þessi lyf eru einungis gefin undir
eftirliti heilbrigðisstarfsfólks og er til-
gangurinn sá að stuðla að því að neyt-
andinn neyti síður annarra vímuefna
samtímis og fái stuðning og aðhald frá
fagfólki þannig að neyslan sé í föstum
skorðum (Hepburn, 2004; SÁÁ, 2006).
Methadone tilheyrir flokki ópíata og við
notkun þess er í raun ekki verið að hætta
neyslu heldur freista þess að koma henni
ákveðinn farveg og draga úr henni smátt
og smátt. Ef neyslu þess er hætt skyndi-
lega koma fram fráhvarfseinkenni líkt
og eftir neyslu annara ópíata.
Rannsakendum ber saman um að erf-
itt sé að rannsaka og segja til um með
öruggum hætti hverjar eru afleiðingar
hvers efnis fyrir sig, því í flestum til-
fellum er um að ræða neyslu fleiri efna
í senn. Auk þess sem mikill meirhluti
neytenda reykir og/eða drekkur áfengi
samhliða neyslu ólöglegu efnanna
(Craig, 2001; Huestis og Choo, 2002).
Aðrar afleiðingar
Vímuefnaneyslu fylgir einnig áhættu-
hegðun af ýmsu tagi og oft eru kring-
umstæður vímuefnaneytenda og heilsu-
far mjög bágborið. Félagslegar aðstæður
eru yfirleitt slæmar, þetta eru konur sem
búa við atvinnuleysi, lélegan fjárhag og
jafnvel fátækt. Þær hafa í sumum til-
fellum ekki fasta búsetu, eru einstæðar
og oft kornungar. Algengt er að nær-
ingarástand þeirra sé slæmt og tíðni
geðraskana er há. Rannsókn Kennare
o.ll (2005) sýndi að 10,3% þungaðra
kvenna sem voru í neyslu voru greind-
ar með geðraskanir af einhverju tagi,
samanborið við 1,4% þeirra sem ekki
voru í neyslu. Þær eru í aukinni áhættu
að verða fyrir ofbeldi, bæði kynferðis-
og/eða heimilisofbeldi. Meiri hætta er á
sýkingum, einkum meðal sprautufíkla,
svo sem HIV, lifrarbólgu B og C, auk
bakteríusýkinga í kjölfar sprautugjafa.
Einnig eru kynsjúkdómar algengir hjá
þessum konum (Craig, 2001; Kennare
o.n„ 2005).
Með fjölmörgum rannsóknum hefur
verið sýnt fram á að börn kvenna sem
neyta fíkniefna á meðgöngu þarfnast
oft sjúkrahúsdvalar í einhvern tíma
eftir fæðingu. í rannsókn Kennare o.n.
(2005) kom í ljós að legutími þessara
barna var að jafnaði um helmingi lengri
en annarra bama og þau voru þrisvar
sinnum líklegri til að þurfa að dveljast
á sjúkrahúsi í allt að fjórar vikur eftir
fæðingu. Einnig er algengt að þau þurfi
á sérhæfðri nýburagjörgæslu að halda,
einkum fyrirburar og þau sem þurfa
eftirlit og meðferð vegna fráhvarfsein-
kenna. Sú aukna þjónusta sem heilbrigð-
iskerfið þarf að veita vegna þessa vanda
hefur í för með sér mikinn kostnað fyrir
þjóðfélagið, að ógleymdum þeim kostn-
aði sem kemur til vegna annara þátta
sem tengjast vímuefnaneyslu.
Hlutverk Ijósmæðra
Notkun vímuefna er algeng hér á íslandi
og má ætla að hún sé mun meiri en við
gerum okkur almennt grein fyrir. í gegn-
um tíðina hefur verið dregin upp ákveð-
in staðalímynd af fíkniefnaneytendum,
þeir eiga að skera sig úr fjöldanum hvað
varðar útlit og atferli. Reyndin er sú
að þeir sem eru í neyslu bera það ekki
endilega með sér og þeir sem falla inn
í þessa staðalímynd eru ekki endilega
fíklar. Það er því afar mikilvægt að
starfsfólk heilsugæslu og mæðraverndar
geti greint þær konur sem eru í neyslu
og hafi í huga að útlitið er ekki áreið-
anlegur mælikvarði og vímuefnaneysla
tilheyrir öllum stéttum þjóðfélagsins.
Hlutverk Ijósmœðra á meðgöngu
Wright og Walker (2007) tala um að
meðgönguvemd hafi ekki verið í takt
við þessa þjóðfélagsþróun og því hafi
þjónustan ekki tekið mið af vandanum.
Til þess að svo geti orðið er nauðsynlegt
að ljósmæður hafí þekkingu á vímuefn-
um og einkennum neyslu, hverjir eru
áhættuþættir og samverkandi þættir. Eitt
af því sem einkennir konur í neyslu er
að þær mæta seint í meðgönguvernd
og leita í sumum tilfellum ekki til heil-
brigðiskerfisins fyrr en þær koma til
að fæða (Hepburn, 2004: Wright og
Walker, 2007). Meginástæðan fyrir því
að þær koma seint eða ekki í mæðra-
vemd er að þær hafa sektarkennd vegna
neyslunnar og óttast að mæta fjandsam-
legum viðbrögðum og fordómum vegna
hennar hjá heilbrigðisstarfsfólki. Það er
því afar mikilvægt að tekið sé á móti
þessum konum með opnum huga og að
forðast sé að dæma þær. Þess í stað finni
þær stuðning og að þeim sé sýnd virð-
ing og velvild. Það hefur einnig jákvæð
áhrif ef þær finna að heilbrigðisstarfs-
fólk hefur þekkingu á vímuefnavanda
(Hepburn, 2004: Wright og Walker,
2007). Kennare o.fl. (2005) nefna að
meðgangan sé tími umbreytinga og þá
séu konur tilbúnar til að gera breytingar
á lífi sínu til hins betra og móttækilegar
fyrir utanaðkomandi íhlutun. Ef sam-
skipti þeirra við fagfólk eru byggð á
virðingu og trausti eru þær líklegri til að
ljóstra upp viðkvæmum upplýsingum.
Þannig skapast grundvöllur fyrir árang-
ursríkri samvinnu. Eitt af hlutverkum
ljósmæðra í meðgönguvemd er því að
finna út hverjar þessar konur eru og
bregðast við á viðeigandi hátt. Þetta er
krefjandi viðfangsefni og miklu máli
skiptir að vel takist til því mikið er í
húfi.
Sé þvag ekki skimað hjá barnshafandi
konum með tilliti til vímuefna gegnir
upplýsingasöfnun lykilhlutverki (Wright
og Walker, 2007). Fá þarf upplýsingar
um almennt heilsufar og aðstæður kon-
unnar, eins og venja er, en einnig þarf
að fá skýra mynd af neyslusögu hennar.
Hönnuð hafa verið mæli- eða hjálp-
artæki í þeim tilgangi og má til dæmis
nefna „The 4P's Plus©“ (Chasnoff o.fl.,
2005). Péin fjögur standa fyrir parents,
partner, past og pregnancy og er spurt
er um áfengis- og lyfjaneyslu foreldra,
maka og konunnar sjálfrar. Þessi spurn-
ingalisti er stuttur, hnitmiðaður og sam-
kvæmt Chasnoff o.fl. (2005) gefur hann
nokkuð áreiðanlegar vísbendingar um
hvort ástæða sé til að fara betur ofan í
kjölinn á hugsanlegum vímuefnavanda.
Hjá konum sem eiga neyslusögu að
baki en em ekki í neyslu þegar þær
byrja í meðgönguvernd þarf að vera
vakandi fyrir þeim möguleika að þær
falli einhverntíma á meðgöngunni og
fylgjast vel með þeim með tilliti til þess.
Ef konan er enn í neyslu er forgangs-
verkefni að fá hana til að hætta og fara
í meðferð. Ef maki er einnig í neyslu
er mikilvægt að hann hætti líka, því
neysla hans eykur líkur á að konan falli
(Hepburn, 2004).
í bandarískri rannsókn sem gerð var
á útkomu barna kvenna sem voru í
vímuefnameðferð reiddi af við fæðingu
kom í ljós að sjúkdóms- og dánartíðni
barnanna lækkaði verulega, samanborið
við börn kvenna sem fóm ekki í með-
46 Ljósmæðrablaðið desember 2007