Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 58

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 58
HUGLEIÐINGAR LJÓSMÓÐUR Háskólanám er fjárfesting... eða hvað? Ég veit ekki hvort ég á að þakka eða kenna systur minni um að ég sé komin í kjaranefnd fyrir Ljósmæðrafélag íslands. Hvað sem öðru líður þá hvatti hún mig eindregið til að láta til mín taka á þeim vettvangi. Sjálf hefur hún undanfarin ár setið í samninganefnd fyrir lögfræðinga hjá ríkinu. Þegar hún kynnti sér samninga ljósmæðra varð hún orðlaus og skyldi ekki hvemig við ljósmæður gætum samþykkt og unað þeim samningum sem við höfum í dag. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að það er vart hægt að lifa á launum ljós- ntóður í dag svo vel sé. Oft hefur því verið haldið fram að háskólanám sé fjárfesting til framtfðar. En í hvaða skilningi? Mín persónulega reynsla er sú að háskólanám sé vissu- lega fjárfesting hvað varðar reynslu og fróðleik. Hvað varðar hið fjárhagslega hefur háskólanámið síður en svo gefið mér meira í launaumslagið. Saga okkar systra er ef til vill táknræn fyrir það launamisrétti sem nú viðgengst. Mikil mismunun viðgengst í launaröðun stétta, sem hvorki á nokkuð skylt við lengd háskólanáms né ábyrgð í starfi. Ég ólst upp sem eineggja tvíburi. Við systur erum og höfum verið afar nánar og höfðum alltaf farið sömu leiðir í lífinu þar til við vorum tvítugar að við stóðum á tímamótum og þurftum að velja okkur starfsvettvang til framtíðar. Aldrei kom annað til greina en að fara í háskóla, enda aldar upp við að mennt- un skipti miklu máli. Við útskrift úr framhaldsskóla var meðaleinkunn okkar systra nákvæmlega sú sama. Hugur minn stóð aldrei til annars en að gerast Ijósmóðir sem hafði verið áhugasvið mitt til margra ára. Hennar val stóð hins vegar milli lögfræði eða heilbrigð- isgreina. Eftir fimm ár í Háskóla lauk hún embættisprófi í lögfræði. Eftir fjög- urra ára háskólanám lauk ég B.S.c prófi í hjúkrunarfræði, stuttu síðar stjórnunar- námi frá EHI og síðar embættisprófi í ljósmóðurfræði. Ég er því með ríflega sjö ára háskólanám en hún á fimm ára nám að baki. Báðar störfum við í dag hjá ríkinu, báðar sem millistjórnendur, hvor í sínu fagi. Báðar höfum við í tvígang farið í Bára Hildur jóhannsdóttir Ijósmóðir; formaður kjaranefndar LMFI fæðingarorlof, jafnlangt í hvort skipti. Launamunur okkar systra er nú 35% á grunnlaunum. Þá eru ótalin öll þau fríðindi sem hennar staifi fylgja. Mínar aukatekjur eru engar nema ég vinni kvöld, nætur, helgar og helgidaga. Það má ekki misskilja mig, mér finnst að systir mín eigi sín laun fyllilega skilið og meira til. En er þessi launamismunur okkar systra ásættanlegur? Nei er svar mitt og systir mín er mér hjartanlega sammála. Vinnur hún mikilvægara starf en ég? Við systur erum líka sammála um að svo er ekki. Hún vinnur með pappíra en ég með mannslíf. En hvers vegna ætli þessi launamunur sé? Báðar erum við bundnar þagnarskyldu, svo ekki er það ástæðan. Ég sé einungis tvær ástæður fyrir þessum launamun. Önnur er sú að hún hefur möguleika á að vinna á einkamarkaði sent lögfræðingur en mínir möguleikar eru eingöngu hjá rík- inu, vilji ég starfa áfram við það starf sem ég menntaði mig til og hef unun af. Hin ástæðan sem ég tel að sé helsta skýringin, er sú að hún kemur úr bland- aðri stétt karla og kvenna en mín stétt er eingöngu skipuð konum. Samkvæmt formlegum viðmiðum menntamálaráðherra á æðri menntun og prófgráðum, byggðum á Lögum nr. 63 um háskóla, frá árinu 2006, er embætt- ispróf í ljósmóðurfræði jafngilt meist- araprófl, rétt eins og embættispróf í lög- fræði. Hingað til hefur ljósmóðurnám hins vegar verið metið til jafns við fjögurra ára háskólanám og launin verið ákvörðuð samkvæmt því, þrátt fyrir að sex ára háskólanáms sé krafist til þess að mega starfa sem ljósmóðir. Ég tel það mjög óeðlilegt að hjúkrunarfræð- ingar lækki í launum og í besta falli haldi óbreyttum launum við það að bæta við sig tveggja ára háskólanámi eins og raun er. Breytinga er þörf, ekki seinna en strax. StjómogkjaranefndLjósmæðrafélags Islands er stórhuga og full bjartsýni fyrir næstu kjarasamninga sem lausir verða 30. aprfl næstkomandi. Undirbúningur hófst strax síðastliðið sumar. Send var út könnun á launum og kjörum ljós- mæðra, námskeið hefur verið haldið ásamt fræðslukvöldi um ímynd ljós- mæðrastéttarinnar. Þetta er bara byrj- unin. Vinnan heldur áfram alveg fram á næsta vor. Við ætlum okkur stóra hluti og því verður að sá fræjunum vel svo uppskeran verði góð. Ég hef heyrt það úr mínu umhverfi að ljósmæður séu búnar að fá sig fullsaddar af miklu álagi, mikilli ábyrgð og léleg- um launum. Nú er lag. Stöndum saman og kreljumst leiðréttinga á launum og bættum kjörum fyrir Ijósmæður. I fréttum síðustu mánuði hefur félags- málaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir sagt þau stóru orð að hún vilji leiðrétta kjör kvennastétta. Eins og áður sagði þá tel ég eina helstu ástæðu þessa mikla launamunar okkar systra vera þá að mín stétt er einungis kvennastétt. Þessar fréttir eru því afar gleðilegar fyrir okkur ljósmæður. Ennfremur eru það góðar fréttir sem berast frá fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum næsta árs og ætti því að vera auðvelt að efna stóru loforðin um að afnema kynbundinn launamun. Ég vona innilega að ég geti í vor þakkað systur minni þá hvatningu sem olli því að ég fór í kjaranefnd í stað þess að svekkja sjálfa mig á því að hafa ekki valið lögfræði eins og hún. Það er Ju þannig að áhugi minn á ljósmóðurfræð- inni dugir ekki til að framfleyta heill1 fjölskyldu. Með baráttukveðj'1 58 Ljósmæðrablaðið desember 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.