Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 7
11011 and cooperation between the pro- fessionals kept in mind. Key words: Pelvic pain, back pain, l°w back pain, pregnancy, service, mat- crnity service, sick leave. Iingangur Við þessa rannsókn var hugmyndafræði Urn lýðheilsu og heilsueflingu höfð að •ciðarljósi. Hugtakið lýðheilsa felur í sér að viðhalda og bæta heilsu og líðan uiira 1 samfélaginu. Lýðheilsustarfið fer iram fneð heilsuvernd, heilbrigðisþjón- Ustu, heilsueflingu og rannsóknum en það byggist meðal annars á víðtækri samvinnu bæði með þverfaglegu sam- starfi og samfélagslegri ábyrgð (Lýð- heilsustöð, 2006). í skýrslu fagráðs Landlæknisembættisins um heilsuefl- ingu er lögð áhersla á þverfaglega nálg- Un á málefnum tengdum lýðheilsu og 'iauðsyn þess að „beita þurfi fjölþættum aðferðum við rannsóknir, bæði eigind- egum og megindlegum með lifandi samvinnu við þá þjóðfélagshópa sem UlT1 er að ræða hverju sinni” (Þorgerður Ragnarsdóttir, o.fl., 2003, bls.7). Skilgreining á 'l'd'd'nagrindarverkjum óskýr ’.iðldi heimilda ber saman um að tíðni Srindarverkja hefur aukist á með- Sór|gu (Hansen, o.fl., 1999; Larsen, ° fl., 1999; Wikmar, 2003) og læknis- '■ottorðum vegna veikinda á meðgöngu etui fjölgað þar sem bakverkir eru taldir vera ein helsta ástæða veikinda- leyfls (Hansen, o.fl., 1999; Larsen, U-jl-, 1999; Sigurbjöm Sveinsson, '°05; Stuge, Hilde og Vpllestad, 2003; ^ydsjö og Sydsjö, 2001; Sydsjö, 2004; stgaard, Zetherstrom, Roos-Hansson °8 Svanberg, 1994). Rannsóknum ber estum saman um að um helmingur arr>shafandi kvenna finni fyrir bak- Verkjum og/eða mjaðmagrindarverkjum e;;;llvern tíma á meðgöngunni (Barton, 4, Björklund og Bergström, 2000; amen, o.fl., 2001; Stuge, o.fl., 2003; oyfldsjö- Sydsjö og Wijma, 1998; Wu, • •, 2004; Östgaard, Andersson og ^ arlsson, 1991). Margvísleg fræðiheiti j. að 'ýsa ástandinu og óskýr skilyrði yrir sjúkdómsgreiningu hefur áhrif ». r meta á tíðnina sem er mismunandi 0 11 lannsóknum (Albert, Godskesen 200A ÍStergaard’ 2002i Stuge, o.fl., . ^em dæmi um fjölda heita yfir svipað astand má nefna að í íslensku er °rit3*a^ Um Srindarverki, grindarlos, en"f" ar^liðnun eða mjaðmagrindarverki Jölmörg fræðiheiti eru til á erlend- um tungumálum sem tengjast mjaðma- grindarverkjum á meðgöngu (Wu, o.fl., 2004). Elden og félagar (2005) vöktu athygli á að flestum heimildum beri saman um að lítill greinarmunur sé gerður á milli bakverkja og mjaðma- grindarverkja í sjúkdómsgreiningum. 1 sömu grein leggja þeir áherslu á að mikill munur geti verið á bakverkjum og grindarverkjum þegar skoða á með- ferð og horfur (Elden, Ladfors, Fagevik Olsen, Östgaard og Hagberg, 2005). Forsendur rannsókna eru því mismun- andi og misræmi ríkir milli rannsak- enda hvernig mjaðmagrindarverkir eru skilgreindir í hverri rannsókn fyrir sig (Elden, o.fl., 2005; Wu, o.fl., 2004). Flestum heimildum ber þó saman um að skilgreiningin á grindarverkjum sé mjaðmagrindarverkir vegna horm- ónabreytinga og/eða lífaflfræðilegra þátta sem eru það miklir að erfítt er að sinna daglegum störfum (Barton, 2004; Biprnstad, 1992; Hansen, o.fl., 1999; Larsen, o.fl., 1999; Ósk Axelsdóttir, 1994). Fyrsta verkjakastið getur átt sér stað á hvaða tímabili meðgöngunnar sem er, en algengast er að konumar byrji að ftnna fyrir mjaðmagrindarverkjum þegar þær eru komnar fjóra til sjö mán- uði á leið (Barton, 2004; Lee, 2004). Orsakir og áhœttuþœttir mjaðmagrindarverkja Rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á orsakir grindarverkja þrátt fyrir margar tilgátur þar um en staðhæfingar um litla þekkingu á orsökum og áhættuþáttum bak- og mjaðmagrindarverkja koma endurtekið fram í fjölda nýlegra rann- sókna (Albert, Godskesen, Korsholm og Westergaard, 2006; Barton, 2004; Bipmstad, 1992; Damen, o.fl., 2001; Jarell, o.fl., 2005; Larsen, o.fl., 1999; Stuge, o.fl., 2003; Stuge, Morkved, Dahl og Vpllestad, 2006; Wu, o.fl., 2004). Flestum ber þeim þó saman um að samverkandi þættir hafi þar áhrif, einkum hormónatengdir og lífaflfræði- legir þættir (Barton, 2004; Biprnstad, 1992; Haslam, 2004; Lee, 2004; Ósk Axelsdóttir, 1994). í niðurstöðum rann- sóknar Damen og félaga (2001) kom fram að þungaðar konur með meðal eða mikla grindarverki hafi sama sveigj- anleika í spjaldliðum eins og barnshaf- andi konur sem eru með enga eða væga mjaðmagrindarverki á meðgöngu. Þeir vöktu hins vegar athygli á að skýr fylgni væri á milli mjaðmagrindarverkja og ósamhverfu í s veigj anleika spj aldliðanna. Björklund og félagar (2000) komust að sömu niðurstöðu varðandi lífbein- ið (Björklund, Bergström, Nordström og Ulmsteen, 2000). Vangaveltur hafa verið uppi um fleiri hugsanlega áhættu- þætti eins og aldur og/eða þyngd móður, starf, sögu um fótalengdarmismun, sögu um mjóbaksverki, áverka eða skekkju í mjaðmagrind fyrir fyrstu meðgöngu, sögu um grindarverki á fyrri meðgöngu, notkun p-pillunnar, fjölda meðgangna, virkni fyrir og meðan á meðgöngu stendur o.fl. (Albert, o.fl., 2006; Birna G. Gunnlaugsdóttir og Ósk Axelsdóttir, 2001; Elden, o.fl., 2005; Larsen, o.fl., 1999; Wu, o.fl., 2004). Rannsóknir eru misvísandi varðandi tengsl þess- ara áhættuþátta við grindarverki. Orsak- imar eru því ekki fullþekktar þrátt fyrir að einkenni mjaðmagrindarverkja hafi verið þekkt ástand á meðgöngu um árabil. Verkir eru huglægt mat hvers og eins sem byggir á mörgum sálfélags- legum og líkamlegum þáttum (Barton, 2004; Lee, 2004). Meðferðarúrrœði mjaðmargrindarverkja Mjaðmagrindarverkir leiða til þess að lífsgæði og starfsgeta minnka vegna vanlíðunar (Hansen, o.fl., 1999; Larsen, o.fl., 1999;ÓskAxelsdóttir, 1994;Stuge, o.fl., 2003; Young og Jewell, 2002). í niðurstöðum fjölda rannsókna kemur fram nauðsyn einstaklingsmiðaðrar fræðslu snemma á meðgöngu (Anna Rósa Heiðarsdóttir og Svanfríður Inga Guðbjörnsdóttir, 2004; Barton, 2004; Molde Hagen, Grasdal og Eriksen, 2003; Noren, Östgaard, Nielsen og Östgaard, 1997; Stuge, o.fl., 2003; Östgaard, o.fl., 1994). Auk fræðslu geta meðferðarúrræði fyrir bamshafandi konur með grindarverki verið sjúkra- þjálfun, vatnsþjálfun, nálastungur og sálfræðiaðstoð en í sjúkraþjálfun geta falist fjölmargir þættir. Eitt af mark- miðum sjúkraþjálfunar við grindarlosi er að hafa áhrif á lífaflfræðilega þætti með æfingum sem bæta líkamsstöðu og stöðugleika mjaðmagrindar ásamt liðlosun og útvegun hjálpartækja svo sem mjaðmagrindarbeltis. Verkjastilling með nuddi og annarri mjúkvefjameðferð ásamt hagnýtum ráðleggingum er einn- ig algeng aðferð í sjúkraþjálfun (Stuge, o.fl., 2003). Fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferð við meðgöngutengdum bak- og mjaðmagrindarvandamálum ættu að bæta lífsgæði þungaðra kvenna og hafa þjóðfélagslegan ávinning í för með sér (Stuge, o.fl., 2003). Stuge og félagar (2003) lögðu til að sjúkraþjálfarar yrðu L)ósmæðrablaðið desember 2007 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.