Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Page 7

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Page 7
11011 and cooperation between the pro- fessionals kept in mind. Key words: Pelvic pain, back pain, l°w back pain, pregnancy, service, mat- crnity service, sick leave. Iingangur Við þessa rannsókn var hugmyndafræði Urn lýðheilsu og heilsueflingu höfð að •ciðarljósi. Hugtakið lýðheilsa felur í sér að viðhalda og bæta heilsu og líðan uiira 1 samfélaginu. Lýðheilsustarfið fer iram fneð heilsuvernd, heilbrigðisþjón- Ustu, heilsueflingu og rannsóknum en það byggist meðal annars á víðtækri samvinnu bæði með þverfaglegu sam- starfi og samfélagslegri ábyrgð (Lýð- heilsustöð, 2006). í skýrslu fagráðs Landlæknisembættisins um heilsuefl- ingu er lögð áhersla á þverfaglega nálg- Un á málefnum tengdum lýðheilsu og 'iauðsyn þess að „beita þurfi fjölþættum aðferðum við rannsóknir, bæði eigind- egum og megindlegum með lifandi samvinnu við þá þjóðfélagshópa sem UlT1 er að ræða hverju sinni” (Þorgerður Ragnarsdóttir, o.fl., 2003, bls.7). Skilgreining á 'l'd'd'nagrindarverkjum óskýr ’.iðldi heimilda ber saman um að tíðni Srindarverkja hefur aukist á með- Sór|gu (Hansen, o.fl., 1999; Larsen, ° fl., 1999; Wikmar, 2003) og læknis- '■ottorðum vegna veikinda á meðgöngu etui fjölgað þar sem bakverkir eru taldir vera ein helsta ástæða veikinda- leyfls (Hansen, o.fl., 1999; Larsen, U-jl-, 1999; Sigurbjöm Sveinsson, '°05; Stuge, Hilde og Vpllestad, 2003; ^ydsjö og Sydsjö, 2001; Sydsjö, 2004; stgaard, Zetherstrom, Roos-Hansson °8 Svanberg, 1994). Rannsóknum ber estum saman um að um helmingur arr>shafandi kvenna finni fyrir bak- Verkjum og/eða mjaðmagrindarverkjum e;;;llvern tíma á meðgöngunni (Barton, 4, Björklund og Bergström, 2000; amen, o.fl., 2001; Stuge, o.fl., 2003; oyfldsjö- Sydsjö og Wijma, 1998; Wu, • •, 2004; Östgaard, Andersson og ^ arlsson, 1991). Margvísleg fræðiheiti j. að 'ýsa ástandinu og óskýr skilyrði yrir sjúkdómsgreiningu hefur áhrif ». r meta á tíðnina sem er mismunandi 0 11 lannsóknum (Albert, Godskesen 200A ÍStergaard’ 2002i Stuge, o.fl., . ^em dæmi um fjölda heita yfir svipað astand má nefna að í íslensku er °rit3*a^ Um Srindarverki, grindarlos, en"f" ar^liðnun eða mjaðmagrindarverki Jölmörg fræðiheiti eru til á erlend- um tungumálum sem tengjast mjaðma- grindarverkjum á meðgöngu (Wu, o.fl., 2004). Elden og félagar (2005) vöktu athygli á að flestum heimildum beri saman um að lítill greinarmunur sé gerður á milli bakverkja og mjaðma- grindarverkja í sjúkdómsgreiningum. 1 sömu grein leggja þeir áherslu á að mikill munur geti verið á bakverkjum og grindarverkjum þegar skoða á með- ferð og horfur (Elden, Ladfors, Fagevik Olsen, Östgaard og Hagberg, 2005). Forsendur rannsókna eru því mismun- andi og misræmi ríkir milli rannsak- enda hvernig mjaðmagrindarverkir eru skilgreindir í hverri rannsókn fyrir sig (Elden, o.fl., 2005; Wu, o.fl., 2004). Flestum heimildum ber þó saman um að skilgreiningin á grindarverkjum sé mjaðmagrindarverkir vegna horm- ónabreytinga og/eða lífaflfræðilegra þátta sem eru það miklir að erfítt er að sinna daglegum störfum (Barton, 2004; Biprnstad, 1992; Hansen, o.fl., 1999; Larsen, o.fl., 1999; Ósk Axelsdóttir, 1994). Fyrsta verkjakastið getur átt sér stað á hvaða tímabili meðgöngunnar sem er, en algengast er að konumar byrji að ftnna fyrir mjaðmagrindarverkjum þegar þær eru komnar fjóra til sjö mán- uði á leið (Barton, 2004; Lee, 2004). Orsakir og áhœttuþœttir mjaðmagrindarverkja Rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á orsakir grindarverkja þrátt fyrir margar tilgátur þar um en staðhæfingar um litla þekkingu á orsökum og áhættuþáttum bak- og mjaðmagrindarverkja koma endurtekið fram í fjölda nýlegra rann- sókna (Albert, Godskesen, Korsholm og Westergaard, 2006; Barton, 2004; Bipmstad, 1992; Damen, o.fl., 2001; Jarell, o.fl., 2005; Larsen, o.fl., 1999; Stuge, o.fl., 2003; Stuge, Morkved, Dahl og Vpllestad, 2006; Wu, o.fl., 2004). Flestum ber þeim þó saman um að samverkandi þættir hafi þar áhrif, einkum hormónatengdir og lífaflfræði- legir þættir (Barton, 2004; Biprnstad, 1992; Haslam, 2004; Lee, 2004; Ósk Axelsdóttir, 1994). í niðurstöðum rann- sóknar Damen og félaga (2001) kom fram að þungaðar konur með meðal eða mikla grindarverki hafi sama sveigj- anleika í spjaldliðum eins og barnshaf- andi konur sem eru með enga eða væga mjaðmagrindarverki á meðgöngu. Þeir vöktu hins vegar athygli á að skýr fylgni væri á milli mjaðmagrindarverkja og ósamhverfu í s veigj anleika spj aldliðanna. Björklund og félagar (2000) komust að sömu niðurstöðu varðandi lífbein- ið (Björklund, Bergström, Nordström og Ulmsteen, 2000). Vangaveltur hafa verið uppi um fleiri hugsanlega áhættu- þætti eins og aldur og/eða þyngd móður, starf, sögu um fótalengdarmismun, sögu um mjóbaksverki, áverka eða skekkju í mjaðmagrind fyrir fyrstu meðgöngu, sögu um grindarverki á fyrri meðgöngu, notkun p-pillunnar, fjölda meðgangna, virkni fyrir og meðan á meðgöngu stendur o.fl. (Albert, o.fl., 2006; Birna G. Gunnlaugsdóttir og Ósk Axelsdóttir, 2001; Elden, o.fl., 2005; Larsen, o.fl., 1999; Wu, o.fl., 2004). Rannsóknir eru misvísandi varðandi tengsl þess- ara áhættuþátta við grindarverki. Orsak- imar eru því ekki fullþekktar þrátt fyrir að einkenni mjaðmagrindarverkja hafi verið þekkt ástand á meðgöngu um árabil. Verkir eru huglægt mat hvers og eins sem byggir á mörgum sálfélags- legum og líkamlegum þáttum (Barton, 2004; Lee, 2004). Meðferðarúrrœði mjaðmargrindarverkja Mjaðmagrindarverkir leiða til þess að lífsgæði og starfsgeta minnka vegna vanlíðunar (Hansen, o.fl., 1999; Larsen, o.fl., 1999;ÓskAxelsdóttir, 1994;Stuge, o.fl., 2003; Young og Jewell, 2002). í niðurstöðum fjölda rannsókna kemur fram nauðsyn einstaklingsmiðaðrar fræðslu snemma á meðgöngu (Anna Rósa Heiðarsdóttir og Svanfríður Inga Guðbjörnsdóttir, 2004; Barton, 2004; Molde Hagen, Grasdal og Eriksen, 2003; Noren, Östgaard, Nielsen og Östgaard, 1997; Stuge, o.fl., 2003; Östgaard, o.fl., 1994). Auk fræðslu geta meðferðarúrræði fyrir bamshafandi konur með grindarverki verið sjúkra- þjálfun, vatnsþjálfun, nálastungur og sálfræðiaðstoð en í sjúkraþjálfun geta falist fjölmargir þættir. Eitt af mark- miðum sjúkraþjálfunar við grindarlosi er að hafa áhrif á lífaflfræðilega þætti með æfingum sem bæta líkamsstöðu og stöðugleika mjaðmagrindar ásamt liðlosun og útvegun hjálpartækja svo sem mjaðmagrindarbeltis. Verkjastilling með nuddi og annarri mjúkvefjameðferð ásamt hagnýtum ráðleggingum er einn- ig algeng aðferð í sjúkraþjálfun (Stuge, o.fl., 2003). Fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferð við meðgöngutengdum bak- og mjaðmagrindarvandamálum ættu að bæta lífsgæði þungaðra kvenna og hafa þjóðfélagslegan ávinning í för með sér (Stuge, o.fl., 2003). Stuge og félagar (2003) lögðu til að sjúkraþjálfarar yrðu L)ósmæðrablaðið desember 2007 7

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.