Akranes - 01.07.1952, Síða 17
stöð Reykdals í Hafnarfirði, þurfti ekki
að lýsa á þennan hátt. Þar var um stór-
kostlegt framtak að ræða, rétt eftir alda-
mótin. Um svipað leyti setti Halldór Guð-
mundsson einnig upp litla rafstöð á Bílds-
felli í Grafningi.
Hitaveita Reykjavíkur.
Á bls. 254 og áður og eftir er sagt ýmis-
legt í sambandi við Hitaveitu Reykjavik-
ur. Það hlýtur að ifara í taugarnar á Is-
lendingum að lesa þar um öll þau ósköp
af áhuga, sem Danir hafi haft á að leiða
til sigursælla lykta upphitun Reykjavík-
ur með heitu vatni frá Reykjum. Það eru
til Íslendingar, sem vita ofurlítið um þetta
mál og vita betur. Þeim hinum sömu verð-
ur- að fyrirgefast, þótt þeir segi það af-
dráttarlaust, að hefðu okkar eigin verk-
fræðingar ekki ýmist verið svo „háðir“ eða
hrifnir af hinum dönsku starfsbræðrum
sínum, hefðum við fengið hitaveituna
miklu fyrr og fyrir hálfu minna verð en
raun varð á, með þeim startfsaðferðum
sem ofan á urðu. En nóg um það að sinni
a. m. k.
Sem betur fer eru fleiri Norðurlanda-
þjóðir — en Danir — velviljaðir okkur,
t. d. Svíar. Þeir voru reiðubúnir til að
lána fé til þessara framkvæmda og hefði
að ýmsu leyti betur farið ef þeim hefði
ekki verið bolað þar frá verki fyrir hand-
vömm. Hugmynd þeirra var að logsjóða
alla aðfærslu æðina og aðal-rör í Reykja-
vík, og var búið að reikna út, að i þau
þyrfti rnn 1500 tonn af stálplötum. f stað
slíkrar framkvæmdar, ákváðu okkar eigin
verkfræðingar með ríkulegri aðstoð þeirra
dönsku, að búa pípurnar til í Kaupmanna-
höfn og flytja þær tilbúnar til Reykjavik-
ur, enda væri ekki nothæfur sandur til
hér í slíka stejrpu sem aðal-aðfærslu-rör-
in áttu einnig að vera gerð úr.
Með hliðsjón af staðreyndum, virðist
þeim, sem þetta ritar, að vel hefði mátt
minnast á Jónas Jónsson frá Hriflu í sam-
bandi við notkun jarðhitans til upphitun-
ar, en eins og alkimnugt er, barðist hann
fyrir, að hin stærri skólasetur yrðu svo
í sveit sett, að þau gætu notið þessara gæða
í sem ríkustum mæli. Má í því sambandi
nefna Laugarvatnsskólann, sem mun vera
sá fyrsti, sem upphitaður var á þennan
hátt. Ég minnist þessa ekki hér, af því að
ég hafi ofur-ást á Jónasi, heldrn- eingöngu
af því, að bezt er, að allir fái að njóta
sannmælis. Þá hefði ekki verið úr vegi
að minnast á Jón Þorláksson og Kn. Zim-
sen i þessu sambandi. En þó fyrst og fremst
'bóndans Erlendar á Sturlureykjum, sem
fyrstur manna — fyrir utan samsveitunga
sinn Snorra Sturluson — notfærði sér jarð-
hitann til upphitunar.
Eins og að er vikið áður, kostaði það
Islendinga að lokum vænan skilding, að
AKRANES
ekki var samið við Svía 1938, en þá var
allt fyrirtækið áætlað ca. 8 millj. ísl. kr.
og hefði þá líklega orðið fullgert 1940
fyrir 8, eða segjum 10 milljónir. En á bls.
259, segir frá þvi, að alls hafi verkið ver-
ið komið upp í 30 millj., og ekki tilbúið
til notkunar fyrr en 1943. Það væri því
fróðlegt, ef einhver verkfræðingur vildi
reikna út, hvað það hefur kostað þjóðina
og Reykjavikurbæ að svona var á haldið,
og hvað það kostar árlega og áframhald-
andi i hinni ógurlegu vaxtabyrði, sem
leiddi af drætti og mistökum.
Um byggingar ofl.
Á bls. 271 segir frá byggingarfyrirkomu-
lagi og því lýst réttilega á ýmsan hátt.
Þar er rétt sagt frá því, að fyrsta hús úr
steinsteypu — beton — haifi verið byggt
í Borgarfirði. Hví mátti ekki segja sem var,
að það hafi verið hinn framsýni, gáfaði
bóndi, Jóhann'Eyjólfsson í Sveinatungu,
sem byggði þetta hús sitt fyrstur manna,
enda þótt við mikla erfiðleika og kostn-
aðarsama flutninga á hestmn hafi verið
að ræða. Höf. minnist réttilega á, að flötu
þökin hafi orðið þjóðinni dýrt spaug og
séu nú yfirgefin. Það voru áreiðanlega ekki
menn á borð við Jóhann í Sveinatungu,
sem fluttu til landsins „fjnirmyndina" að
flötu þökunum. Nei, það voru þeir, sem
þóttust „lærðari“ og „hyggnari.“ Hér er
nokkurt verkefni fyrir verkfræðingana að
reikna út hvað þessi „flata kenning“ hefur
kostað landið.
Á bls. 272 segir höf. frá ýmsum timbur-
kirkjum á fslandi sem nauðsynlegt hafi
verið að binda niður með digrum járn-
keðjmn yfir þakið. Hvaða kirkjur ætli
þetta séu? Ég hefi aldrei heyrt þetta, og
þykir lítil nauðsyn að auglýsa slik eins-
dæmi í öðrum löndum.
Það er ekki alveg rétt að myndin af
Landakirkju á bls. 279 sé að öllu leyti
samkv. teikningu Nic. Eigtved, því að
anddyrið er síðari ára viðbygging og er
mjög þýðingarmikið fyrir kirkjuna, þar eð
það hefur dyr á þremur hliðunum, svo að
hægt er að ha'fa þær opnar eftir áttum,
en það hlífir henni mikið i vondum veðr-
um.
Ábls. 283 segir, að verkfræðingur Kn.
Zimsen, seinna borgarstjóri, hafi látið
byggja Ingólfshvol. Hingað til mun hafa
verið talið, að hinn víðsýni úrsmíðameist-
ari Guðjón Sigurðsson frá Brúnum undir
Eyjafjöllum hafi látið byggja þetta merki-
lega hús 1903, sem enn er bæjarprýði. Þá
mun það einnig á misskilningi byggt, að
Landsbankinn hafi upphaflega verið að-
eins ein hæð. Hann var tvær hæðir og
þriðju hæðinni bætt við, er hann var
stækkaður.
Á bls. 284 gengur höf. fram hjá að minn-
ast á einn elzta byggingameistarann, nú-
b
verandi húsameistara ríkisins Einar Er-
lendsson, sem m. a. hefur teiknað mörg
hin stílhreinustu stærri hús í einkaeign
i Reykjavík, auk þess þáttar, sem hann
hefur átt í teikningum flestra opinberra
bygginga sem aðalmaður á skrifstofu húsa-
meistara ríkisins frá fyrstu tíð.
Það er auðvitað álitamál í hók sem þess-
ari, hve langt skal ganga um að minnast
á eitt og annað. Þeim, sem þetta ritar,
virðist höf. gagna óþarflega langt i að ræða
um ýmsar eldri lagasetningar um vegi og
brýr ofl. Það liggur í hlutarins eðli, að
hjá þjóð sem Islendingum, sem búa i jafn
óbyggðu og lítt nrnndu landi, fer það eftir
getu og ýmsum ástæðum hve ört sækist um
framkvæmdir, allt án tillits til lagasetn-
ingar.
Höf. hefði t. d. mátt skrifa ítarlegar um
ölfusárbrúna og afreksmanninn, sem þar
var að verki, Tryggva Gunnarsson síðar
bankastjóra. Manninn, sem ekki aðeins
tók að sér að byggja brúna, og bjargaði
málinu, þegar það var svo að segja strand-
að, með því að bjóðast til að ábyrgjast
framkvæmdina og greiða verulega fúlgu
úr eigin vasa til að tryggja framgang þess.
Ómögulegt er að segja, hvenær ölfusárbrú-
in hefði verið byggð, ef ekki hefði notið
framtaks þessa óeigingjarna vormanns
hinnar ísl. þjóðar. Því að fyrir honum
vakti aldrei annað en nauðsyn og fram-
farir þjóðarinnar. Tryggvi segir svo frá í
endurminningum sínum, að eitt sinn
heyrði hann á tal ökumanna sín á milli, að
hart væri nú að fá ekkert fyrir þetta verk
sitt, — en austanmenn höfðu lofað að
leggja fram allmörg gjafadagsverk við
byggingu brúarinnar. — Þetta atvik varð
til þess, að Tryggvi greiddi líka öll gjafa-
dagsverkin, en manni virðist sem honum
hafi sárnað, en hann var enginn smámuna-
maður, heldur stórmenni.
Ég minnist á þetta hér, af því svo handa-
hófslega er gripið niður hér og þar, sums
staðar all-ítarlega en annars staðar ekki,
og enda klaufalega. Á bls. 90 er sagt, að
Eimskipafélag íslands hafi byrjað í léleg-
um húsakynnum (eins og áður er að vik-
ið), en hafi svo, er það byggði síðar yfir
sig, gert það of rausnarlega. Mundi nokkr-
um Islendingi finnast það nema hófleg
framsýni?
Hið sama má segja um frásagnir af
sjúkrahúsum landsins. Þar hefði hann að
meinalausu mátt minnast á Vestmanna-
eyja-sjúkrahús, því að það var byggt um
líkt leyti og sjukrahúsið á Isafirði og
minnst á mununum um stærð, annað go,
en hitt 40 rúma, og er eitt af hinum stil-
hreinu byggingum Guðjóns heit. Samú-
elssonar. Hér var munurinn að eins sá, að
annað sjúkrahúsið var að mestu gjört af
einkaframtakinu án framlags hins opin-
bera, en hitt eins og oftast, af ríki og bæ.
Framhald á toi síSu
89