Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 11
TlMARIT VFl 1966
35
að gera þar hafnarvirki, af þeirri stærð, sem
þarf vegna notkunar vatnsaflsins.
Verður því að leita til Reykjavíkur. Þar eru
góð hafnarskilyrði við Skerjaf jörð og mikið land-
rými til athafna. Aflið verður því flutt til iðnað-
arins sem þar mun rísa upp, til útflutnings á af-
urðunum. Vegalengdin er 67,5 km frá Urriða-
fossi, 118,5 km frá Búrfelli og 145 km frá Hraun-
eyjarfossi í Tungnaá.
Næsti þáttur er lýsing á aflstöðvunum. Hefst
hann á sameiginlegum inngangi um allar stöðv-
arnar. Eiga þær að vera sem líkastar að allri
gerð, vélavali, rafbúnaði og stífluvélum í því
skyni að gera rekstur þeirra hagkvæmari. Afl-
stöðvarnar munu starfa allar hliðtengdar og
geta verið hver annarri til aðstoðar, þannig að
eigi muni þurfa neinar sérstakar varavélar.
Vélasamstæðunum er ætlað við fulla virkjun að
nýta allt aflið, sem fáanlegt er í 7 vatnsmestu
mánuðum ársins. 1 neðri stöðvunum 4 eru fyrir-
hugaðar 10 vélasamstæður, í Búrfellsstöð 20 og
í Hrauneyjarfossstöð 6. Verður þá vélastærðin
í fyrrnefndri stöð 27.500 hestöfl, en í hinni síð-
ari 24.000 hestöfl. Er þess getið, að svo stórir
vatnshverflar hafi verið smíðaðir í Bandaríkj-
unum.
Þjórsárholtsstöðin er hugsuð ólík hinum
stöðvunum að því leyti, að hún á að hafa hverfla
með lóðréttum ásum, en hinar stöðvarnar eru
allar með lárétta vélarása. Þessi stöð og Hest-
fossstöðin hafa sömu fallhæð, en ástæðan fyrir
tilbreytninni með vélaásana er sú, að fá reynslu
mn muninn á rekstri hverfla með lóðréttum og
láréttum ásum í þessum tveim stöðvum, sem eru
að öðru leyti eins. Þess er getið að í Norður-
álfu séu hvarvetna notaðir hverflar með lárétt-
um ásum en í Bandaríkjunum séu mikið farnir að
tíðkast hverflar með lóðréttum ásum, er þykja
taka minna rúm. Gert er ráð fyrir að nota full-
komnustu tækni, sem þekkist og að geta full-
nægt nútíma kröfum um stöðugleika og öryggi
í rekstri.
1 flóðgáttum í stíflunum er ráðgert að nota
hólklokur, en þær eru orðnar algengastar við
stórvirki og eru mjög öruggar í rekstri. Við flóð
í ánni er þeim lyft þannig, að vatnið rennur
undir þær og má lyfta þeim alveg upp fyrir
vatnsborð. Auk þess er ráðgert að nota sjálf-
virkar hleralokur til að hleypa niður reksturs-
rennsli, þegar þarf, ef vél skyldi stöðvast skyndi-
lega og vatnsborð ofan inntaks taka að hækka af
þeirri ástæðu. Slíkar sjálfvirkar hleralokur mætti
einnig nota í stað hólkanna í flóðgáttunum, en
talið er öruggara að vera óháður sjálfvirkum
búnaði til að hleypa niður flóðrennsli. Flóðgátt-
irnar eru miðaðar við að hleypa niður 2000
m3/sek rennsli, án aðstoðar hleranna eða hverfl-
anna.
Botnrásir eru nauðsynlegar við byggingu
stíflu til að hleypa rennslinu í gegn, meðan ver-
ið er að byggja aðra hluta stíflunnar og síðar
við eftirlit á framhlið stíflu.
Ofan við hverja aflstöð er stór inntaksþró eða
uppistaða með lygnu vatni, sem hindrar kælingu
þess. En eigi þarf að búast við mikilli ísingu á
inntaksristum við þessar stöðvar, af því að vet-
ur eru svo mildir á Suðurlandi. 3)
Virkja má á hverjum stað aðeins hluta afls-
ins, en gera verður þó öll vatnsvirki í upphafi
fyrir fu]la virkjun og ráðgert er einnig að véla-
húsin verði fullbyggð í upphafi fyrir allar
vélasamstæður, en aðeins sumar þeirra sett-
ar upp í byrjun. Fyrsta virkjunarstig er
hugsað °/10 af fullri virkjun eða með afli til
að nota 5 mán. eða lágrennslið, en næstu stig
verði svo framkvæmd með því að bæta við véla-
samstæðum smám saman til fullvirkjunar á 7
mánaða rennslinu. Miðlunarvirkin við stöðuvötn-
in eru hugsuð gerð um leið og 1. virkjunarstig
stöðvanna er framkvæmt.
Til þess að geta framkvæmt þessar virkjanir
þarf bráðabirgðaaflstöðvar. Er gert ráð fyrir að
nota til þeirra sömu þrýstivatnsæðar, sem not-
aðar verða í sjálfri stöðinni síðar og vélarnar
verða einnig notaðar þar síðar sem hjálpar-
vélar.
Stíflur eru allar gerðar úr steinsteypu. Blönd-
unarhlutföll hennar verða ákveðin síðar, eftir
rannsóknir á byggingarefnunum. Sandur er fá-
anlegur allsstaðar nálægt virkjunarstað.
Flóðgáttir skulu steinlagðar svo og stíflurn-
ar sjálfar ofan og forstreymis ásamt stöplum.
Stöðvarhúsin skulu steinsteypt, veggir og und-
irstöður járnbent.
Eftir þennan almenna inngang koma lýsingar
á einstökum virkjunum með kostnaðaráætlun-
um. Hér á eftir verður aðeins rætt um Búrfells-
virkjunina. Lýsingin sýnir þeirra tíma tækni,
þ. e. fyrir nær 50 árum.
Búrfellsvirkjun. Ráðgert er að stífla Þjórsá
um Klofaey og nota fallhæðina þaðan niður fyr-
ir Búrfell. Lengd árinnar á þessari leið er 15 km
og fallhæðin 120 m. Af því er nothæf fallhæð
111 m, sem er hæðarmismunurinn á vatnsborð-
‘) Kemur hér í ljós að Sætersmoen hefir aldrei dvaliö
hér vetrarlangt, þessi rannsöknarár sín. Vanmetur hann
því ísingarhættuna, þótt vatnshæöarmælingarnar mis-
tækjust á vetrum vegna íss I ánni.