Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Síða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Síða 13
TlMARIT VFl 1966 37 25V 2. mynd. Árinntak með hólklokum. fells er gerður 3900 m langur varnargarður til þess að vatnið renni ekki úr skurðinum yfir í Þjórsá aftur. Þessi garður er úr steinsteypu á fyrstu 1600 m með krónu í 248,0 m hæð, nema síðustu 200 m eru lægri í hæð 246,9 m og verður þar yfirfall. Neðri hluti garðsins um 2300 m er gerður sem jarðfylling með steinsteypukjarna í miðju. Kjarninn er allsstaðar grafinn niður á fasta klöpp og verður 13 m hár, þar sem hann er hæstur. Efnið í fyllinguna er skilið, þannig að það, sem fíngerðast er, verður látið innst, en hið stórgerðasta yzt. Aðrennslisskurðurinn verður 132 m á breidd í botni neðst og botnhæð 240 m. Verður þá 3 m dýpi í skurðinum við venjuleg rekstrarskilyrði. Neðst í endanum er grafið niður í 230 m hæð. Verður þar renna fyrir fram- an stöðvarinntakið. 1 stöðvarinntakinu eru 20 inntakshólf hvert fyrir sína þrýstivatnsæð. 1 gátt hvers hólfs er varnarrist, er liggur á bitum, sem eru nægilega sterkir til þess að bera loku af sérstakri gerð, þannig að tæma megi hvert inntakshólf sér- staklega. Lekavatni, sem kynni að safnast, er veitt burtu um tæmingarrás með renniloka. Varnarristarnar eru settar saman af flek- um, sem eru viðráðanlegir til að taka megi þá upp til eftirlits og hreinsunar. Er til þessa not- aður bokkkrani, er rennur á spori á inntaks- þakinu. Framan við aðrennslisop hverrar þrýsti- vatnsæðar er járnloka, er rennur á hjólum í grópum í steypunni til beggja hliða. Er bokk- kraninn notaður til að hreyfa lokurnar. Gert er ráð fyrir að nota tvo bokka á stíflunni, er renna á sama sporinu, bæði til vara og til þess að geta unnið við tvö hólf samtímis. Gert er ráð fyrir að inntakslokurnar séu ekki hreyfðar, ef vatns- þungi hvílir á þeim. Verður því að nota sérstaka áfyllingarloku með. Lekavatni við lokurnar er veitt í tæmingarrásir inni í stíflunni, hver með sinn renniloka. Þessar tæmingarrásir ásamt þeim sem voru aftan við varnarristarnar, eru allar leiddar saman í frárennslisrásinni í göng- um í stíflunni, þar sem rennilokunum er komið fyrir. Þessi sameiginlega rás flytur allt lekavatn niður fyrir stífluna á hentugum stað. Þegar inntakslokurnar eru settar fyrir, renn- ur vatnið úr þrýstivatnsæðunum og verður þá að hleypa lofti inn í þær til að verjast yfirþrýstingi á æðarnar, sem gæti lagt þær saman. Það er því séð fyrir loftopum í steypunni, sem ná upp fyrir stíflukrónu. Eru opin gerð svo stór, að komast megi niður mn þau inn í æðarnar til eftirlits. Við annan enda inntaksstíflunnar er komið fyrir ísrás og botnrásum. ísrásinni er lokað með járnhlera, sem hleypa má niður undir vatnsborð og fleyta þannig yfir hann ísi eða öðru, sem safnazt hefir í inntaksþróna og við þarf að losna. Sérstök vinda er fyrir íslokuna. Botnrásinni er skipt í tvennt og er járnrenniloka fyrir hvorum helmingi og sérstök vinda til að hreyfa lokurnar. Forstreymis við lokurnar er steinsteypan klædd járnplötum til hlífðar vegna vatnshraðans, þegar hleypt er úr. Sameiginlegt lokuhús er byggt á stíflunni yfir vindurnar. Frá stöðvarinntakinu liggja þrýstivatnsæðarn- ar niður stífluna loftmegin inn í lokahús, þar eru hraðvirkir spjaldlokar, kallaðir önglokar (throttlevalves), sem ætlað er að loka sjálfvirkt æðinni, ef vatnshraðinn í henni fer upp í til- tekna hæð, svo sem verða myndi ef æðin brysti. Er notaður til þessa þrýstiolíubúnaður, sem verkar á lokunarstrokka lokans og lokar honum á um það bil 15 sek. Auk þess má loka með hendi, og rafrænni fjarstýringu úr aflstöð er einnig komið fyrir. Lofti er hleypt inn í æðina um sérstakan loftloka, þegar vatnið rennur úr. Þrýstiolían fær þrýsting sinn frá tveimur raf- knúnum olíudælum. Er önnur þeirra til vara. Þeim er komið fyrir í sérstakri viðbyggingu lokahússins. Yfir lokunum er rennikrani, sem notaður er við setningu lokanna og upptekt. 1 öðrum enda lokahússins er viðbygging fyrir vindu strengbrautar, er liggur meðfram þrýsti- vatnsæðunum. Með henni má lyfta öllum þung- um vélahlutmn upp í húsið og flytja þá þaðan með rennikrana, hvern á sinn stað. Yfir þessum

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.