Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 19
TlMARIT VFI 1966
43
VIRKJUN ÞJÓRSÁR VIÐ BÖRFELL
Eftir dr. Gunnar Sigurðsson, yfirverkfræðing
Inngangur
Islendingum hefur löngum verið ljóst að mikil
auðlegð býr í fallvötnum landsins. Meira en hálf
öld er nú liðin síðan byrjað var að ræða um
virkjun stóránna og þá sérstaklega Þjórsár, en
nú er þessi draumur að rætast. Byggingafram-
kvæmdir við virkjunina hófust vorið 1936 og
miðar allvel áfram. Áætlað er að verkinu ljúki
í desember 1969, en ári áður á fyrsta vélasam-
stæðan að fara í gang. Mikið hefur verið rætt
og ritað á undanförnum árum um Búrfellsvirkj-
un og þá stóriðju sem fyrirhuguð er í sambandi
við hana. 1 þessari grein verður reynt að skýra
stuttlega frá virkjuninni og virkjunaraðstæðum
og gefa lesendum yfirlit yfir mannvirkið í heild.
Þjórsá
Þjórsá er orkumesta fallvatn landsins. Stærsta
þverá hennar er Tungnaá, og fellur Kaldakvísl í
hana. Tungnaá og Kaldakvísl skila meira vatni
en Þjórsá ofan ármóta. Þjórsá og þverár henn-
ar eiga upptök sín í Hofsjökli, Tungnafellsjökli,
austanverðum Vatnajökli og hálendinu á milli
Jökla. Vatnasvið Þjórsár allrar er 7530 ferkíló-
metrar að stærð, þar af um 16% jöklar. Lengd
árinnar frá upptökum er um 230 km og fallið
frá hálendi til sjávar um 600 m. Áætlað er að
nýtanleg orka Þjórsár sé um 9600 milljónir
kílówattstunda á ári, þar af tæplega þriðjungur
á virkjunarsvæðinu hjá Búrfelli.
Vatnasvæði Þjórsár ofan Búrfells er 6350 km2.
Stór hluti þessa svæðis eru ungar eldfjallamynd-
anir, hraun og sandar með gljúpum jarðlögum
sem safna í sig vatni. Jarðvatnið, jöklar og
stöðuvötn á vatnasvæðinu, jafna rennsli Þjórs-
ár þannig, að vetrarrennslið við Búrfell er milli
150 og 250 m3/sek, sumarrennslið milli 400 og
500 m2/sek en meðalrennslið 338 m3/sek. Frá
því að reglubundnar mælingar hófust í Þjórsá
árið 1947, áætlast mesta flóð við Búrfell vera
um 2000 m3/sek, en minnsta rennsli 72 m3/sek.
Þetta tiltölulega jafna rennsli gerir kleift að
nýta rúmlega 60% af orkunni við Búrfell í svo-
kallaðri rennslisvirkjun þ. e. a. s. virkjun, sem
nýtir einungis það vatn til orkuframleiðslu, sem
er í ánni á hverjum tíma.
Þjórsá ber með sér nokkurt magn af aur, bæði
grófum sandi og möl, sem skríður með botni,
(botnaur) og fínum sandi og jökulleir, sem flýt-
ur áfram upphrært í vatninu (svifaur). Auk
þess getur ís borið með sér allstóra steina. Þær
mælingar, sem fyrir liggja, benda til þess, að
aurburður sé ekki mjög mikill í Þjórsá, sé mið-
að við sambærileg erlend fallvötn.
Ismyndanir í Þjórsá eru margvíslegar s. s.
lagnaðarís, grunnstingull, ískrapi og snjókrapi.
Lagnaðarís berst að virkjuninni aðallega þegar
þíðviðri eða þrepahlaup brjóta upp skarir og
ísbrýr ofar í ánni. Grunnstingull setzt á ár-
botninn og hleðst á steina. Á Búrfellssvæðinu
er algengt að árbotninn sé þakinn 20 sm
þykkum ís. Is, sem hleðst á steina, getur vaxið
upp úr vatnsborði og myndað íseyjar í ánni.
Snjókrapi myndast þegar snjór fýkur í ána.
Is, sem myndast í straumhörðu vatn, frýs ekki
saman. 1 þess stað halda iðuköst og öldur ís-
kristöllunum í sundur. Yfirleitt fljóta þeir í
vatnsskorpunni í allstórum flygsum, en á flúð-
um losna flygsurnar í sundur og ísinn hrærist
upp í vatninu. Þessi ísmyndun er kölluð ískrapi
(sjá mynd 1.). Mjög mikið magn af ískrapa
myndast í Þjórsá ofan Búrfells. Á þessu svæði
er Þjórsá yfirleitt það straumhörð að lagnaðar-
ís myndast ekki. I kuldaköflum myndast ís við
bakkana og vex smám saman út frá þeim. Þessi
ís ásamt einstöku ísbrúm og ísbunkum minnk-