Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 21
TIMARIT VPl 1966 45 fyrsta hraunið rann voru sandsléttur í sömu hæð beggja vegna Búrfells. Þessar sandsléttur voru óseyrar Þjórsár og ánna í Þjórsárdal í lok ísaldar. Sandsléttan sést nú vestan Búrfells við Possá og einnig niðri á Rangárvöllum í hinum miklu sandsléttum þar. Hraunin sjö, sem runnu um skarðið milli Búrfells og Sauðafellsöldu, hafa því myndað fallið sem nýta á við Búrfell. Hið elzta þeirra er um 8000 ára gamalt en hið yngsta tun 4000. Austan hraunanna er ungt móberg myndað á síðustu ísöld. Vestan hraunanna eru jarðmynd- anir miklu eldri, myndaðar á ísöldum og hlý- viðrisskeiðum milli ísalda. Þar má sjá merki um dali og gljúfur, sem fyllzt hafa af hraunum, skriðum og sandi. Pjölbreytni bergtegunda og jarðfræðilegra fyrirbrigða er mjög mikil við Búrfell og í Sámsstaðamúla. Stíflumannvirki verða að mestu á Þjórsárhraunum. Inntök og jarðgöng verða í fornum blágrýtislögum, sem fyllt hafa tvo misgamla dali. Þrýstivatnsgöngin liggja í gegnum forn blágrýtis- og sandsteins- lög niður í forna móbergsmyndun, sem verður undirstaða stöðvarhúss. Vikur frá Heklu, einkum frá gosinu árið 1104, er alls staðar á virkjunarsvæðinu og víða margra metra þykkur. Sem kunnugt er lagði það gos Þjórsárdalinn í eyði, en áður var þar blómleg byggð. Bærinn Sámsstaðir stóð þá rétt sunnan við þann stað, sem stöðvarhús virkjun- arinnar er nú að rísa. Mörg örnefni á þessum slóðum s. s. Trjáviðarlækur, Árskógar o. fl minna á, að áður hefur vaxið skógur þar sem nú sést varla stingandi strá. 1 uppgreftri fyrir stöðvar- húsinu fundust gildir stofnar 4000 ára gamalla birkitrjáa. Undirbúningur virkjunarframkvœmda Mönnum var snemma ljóst, að staðhættir við Búrfell sköpuðu möguleika til að gera þar mjög ódýra virkjun með því að veita ánni norðan Búr- fells yfir í Possá, og nýta þannig fallið. Norski verkfræðingurinn Sætersmoen gerði áætlun um slíka virkjun árið 1918 og síðar hafa verið gerð-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.