Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 26
50 TlMARIT VFÍ 1966 7. mynd. Líkan af stöðvarhúsi virkjunarinnar. Veggmynd gerði Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari. Arkitektar Búrfellsvirkjunar eru þeir Gunnlaugur Halldórsson og Guð- mundur Kr. Kristinsson. skurðinum, Bjarnalóni og inntaksskurðinum er það lítill að lagnaðarís mun myndast þar og varna frekari ísmyndun. Framan við inntakið er komið fyrir 6 m breiðu yfirfalli með loku til að skola út jakahröngli og öðru því sem fljóta kann að inntakinu. Inntaksristarnar eru hitaðar til varnar grunnstingli og jafnframt er komið fyrir þrýsti- loftskerfi í inntaksmannvirkjunum, sem getur blásið upp lofti framan við þau, en slíkt hefur víða reynzt vel, ef halda á opinni vök við inntak. Jarðgöngin eru 10 m í þvermál, ófóðruð en verða þétt með því að sprauta sementseðju í rifur og sprungur og með því að steypa gólf í botn þeirra. Mynd 6 er úr göngunum. Efri endi ganganna er 12,5 m undir vatnsborði, en það- an halla göngin lítillega í straumstefnu. Þessi ófóðruðu göng eru grafin rúmlega 1000 metra í gegnum blágrýtislög Sámsstaðamúla áður en þau greinast í fóðruð þrýstivatnsgöng. Framan við greininguna er grafin gryfja í botn gang- anna til að taka við grjóti, sem fallið getur úr göngunum og borizt með straumnum. Um 50 metrum neðan við greininguna eru tvær samtengdar jöfmmarþrær, sín yfir hvor- um þrýstivatnsgöngum. Sambyggt þrónum er lokumannvirki fyrir öryggislokur, sem gera kleift að loka snögglega fyrir vatnsrennslið, ef einhver bilun á sér stað. Hvor þrýstivatnsgöng eru um 400 m löng, þar af um 95 m lóðréttur kafli. Þeir 100 m. sem næstir eru stöðvarhúsinu eru stálfóðraðir og 5,5 m í þvermál en annars eru göngin fóðruð með steinsteypu og 6 m í þvermál. Rétt ofan við stöðvarhúsið greinast hvor göng í þrjár greinar sem liggja að hverflum stöðvar- innar. Þar eru sérstakir lokar til öryggis, einn framan við hvern hverfil. Stöðvarhúsið er 12,7 m hátt yfir jörð. Aðal- húsið er 18,6 m breitt og 84,7 m á lengd. Það er allmikið niðurgrafið, t. d. er botn sográsanna 18,2 m fyrir neðan jarðvegsyfirborð. Það verð- ur úr steinsteypu svo til gluggalaust, óeinangr- að, en með eins metra þykkum veggjmn. 1 fram- hlið hússins verður veggmynd eftir Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara. Mót af listaverkinu verða gerð úr frauðplasti og fest innan á steypu- mótin og myndin síðan steypt um leið og vegg- irnir. Mynd 7 sýnir líkan af stöðvarhúsinu. I stöðvarhúsinu verða sex 51.600 hestafla hverflar af „Francis" gerð og knýr hver þeirra 35 MW rafal. Mynd 8 er þverskurður af stöðv- arhúsinu. Frá hverflunum fer vatnið mn sog- rásir út í stuttan skurð, sem opnast út í Fossá, en Fossá rennur í Þjórsá um 2 km neðar. Á hverflunum eru sérstakir slithringir, sem auð- velt er að skipta um, ef jökulleir eða vikur sverf- ur þá niður. Til frekari öryggis verða vatns- hjól og slithringir gerðir úr ryðfríu stáli. I stöðvarhúsi er komið fyrir skrifstofum, verkstæði rafbúnaði og öðru, sem nauðsynlegt er vegna reksturs og gæzlu virkjunarinnar, eins og venja er til. Spennistöð virkjunarinnar er staðsett rétt norðan við stöðvarhúsið. Frá henni liggur ein einrása 220 kV lína um Irafossstöð að Geithálsi og þaðan ein tvírása 220 kV lína til fyrirhugaðrar álbræðslu við Straumsvík. Við Geitháls verður aðalspennistöð, sem tengist við núverandi aðalspennistöð við Elliðaár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.