Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 28
52
TlMARIT VFI 1966
Jarðfræðirannsókn
virkjunarstaðarins við Búrfell
Eftir Hauk Tómasson, jarðfræðing.
1. Yfirlit yfir virkjunarhugmyndir
og rannsóknir.
1.1 Staðhœttir.
Búrfell í Þjórsárdal, sem virkjunarstaðurinn
1 Þjórsá er kenndur við, er fja.ll, sem rís um 500
m yfir flatlendið í uppsveitum Suðurlands en um
300-400 m hærra en lágar hæðir og hásléttan
norðan og austan Búrfells. Við Búrfell og í f jöll-
unum norðan þess eru skörp skil milli láglendis-
ins að vestan og hálendisins að austan, en í sund-
inu milli þess og Heklufjalla eru þessi skil aflíð-
andi. Þjórsá rennur af hálendinu austan Búrfells
i boga fyrir suðurenda þess og er þá komin nið-
ur á láglendi. Á þessu svæði eru margir fossar
og flúðir og er Þjófafoss hæstur. Er hann við
suðurenda Búrfells, en efsti fossinn er Tröll-
konuhlaup eða Tröllkonufoss á móts við mitt
Búrfell.
Fjöllin norðan Búrfells heita Sámsstaðamúli,
næstur norðan við, þá Skeljafell og loks Stang-
arfjall. Á milli Búrfells og Sámsstaðamúla er
lægð, Bjarnalækjarbotnar, sem úr rennur
Bjarnalækur, meðfram Búrfelli að austan. Milli
Stangarfjalls og Skeljafells er önnur lægð, sem
Þjórsá hefur stundum runnið í og á Rauðá þar
upptök sín.
1.2 Tillögur um virJcjun Þjársár.
Tillögur um að virkja fallið í Þjórsá, er hún
fellur niður af hálendinu, komu þegar fram fyrir
fyrri heimsstyrjöldina. Norskur verkfræðingur,
Sætersmoen, gerði áætlun um virkjun mjög nærri
þeim stað, sem nú er virkjaður, að undirlagi Ein-
ars Benediktssonar. Síðar kom Sigurður Thorodd-
sen, verkfræðingur, fram með tillögu um að virkja
fallið mun ofar eða við Sultartanga og með jarð-
göngum gegnum Stangarf jall, og að lokum kom
Harza Engineering Company fram með tillögu
um virkjun neðar eða rétt fyrir ofan Tröllkonu-
hlaup og með jarðgöngum gegnum sjálft Búrfell.
Tillaga Harza Engineering kom fram í skýrslu
til raforkumálastjóra útgefinni 1959.
1.3 Jarðfræðirannsóknir.
Fyrstu jarðfræðirannsóknir vegna virkjana á
þessu svæði voru framkvæmdar á grundvelli
áætlunar um virkjun við Sultartanga af Guð-
mundi Kjartanssyni á árunum fyrir 1959. Var
þar um að ræða jarðfræðikortlagningu og yfir-
litsrannsókn en engar boranir fóru fram.
Eftir 1959 var rannsóknum beint að svæðinu
við Tröllkonuhlaup og að Búrfelli sjálfu og stíflu-
stæði milli þess og Sauðafellsöldu.
Árið 1960 vann Þorleifur Einarsson að yfirlits-
jarðfræði virkjunarsvæðisins, en 1961 hófust bor-
anir bæði á stíflustæðinu og í Búrfelli sjálfu til
þess að reyna að finna góðan stað fyrir neðan-
jarðarstöðvarhús. Einnig voru þá gerðar jarð-
sveiflumælingar á væntanlegu stíflustæði til þess
að finna þykkt vikursins á hrauninu þar. 1 stuttu
máli má segja, að þessi rannsókn 1961 hafi leitt
í Ijós, að stíflustæðið er mjög erfitt og enginn
hentugur staður fannst fyrir stöðvarhús austan
í Búrfelli. Aftur á móti reyndust aðstæður hent-
ugar fyrir stöðvarhús vestan í Búrfelli en engin
leið var að spá um jarðlög þau, sem jarðgöng
mundu liggja í, því að lagskipan í fjallinu var
svo flókin, að ekki var hægt að tengja saman
nein jarðlög vestan og austan megin fjallsins.
Boranir niður í gegnum Búrfell til könnunar á
jarðgangaleið mega heita útilokaðar vegna þess
hversu djúpar holurnar yrðu að vera; bora yrði
frá toppi Búrfells og yrði því hver hola 400 m
djúp.
Haustið 1961, er hinar neikvæðu niðurstöður
lágu fyrir um virkjun á neðra stíflustæði, var
Sætersmoen áætlunin tekin til athugunar að
nýju og síðustu borholurnar þá um haustið voru
boraðar í Sámsstaðamúla og við rætur hans.
Engin kort voru þá til af efra svæðinu í stórum