Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Side 32

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Side 32
56 TlMARIT VFl 1966 inu. Margir jarðfræðingar hafa því viljað forð- ast þessi íslenzku bergtegundaheiti og nota í þess stað orðið basalt, sem samheiti um blágrýti og grágrýti. Gosberg myndast við innskot, hraungos, ösku- gos undir beru lofti og gos í vatni eða undir jökli. Innskot þekkjast frá hraunum á því, að þau eru þétt og blöðrulaus eða blöðrulítil alveg í gegn. Við hraungos myndast venjulega blágrýti, grágrýti og andesit, en líparít miklu sjaldnar. Þegar hraunkvikan rennur á yfirborði sleppa ýmsar lofttegundir úr henni, sérstaklega á yfir- borði hraunstraumsins, og verður það því mjög blöðrótt. Einnig storknar yfirborðið löngu áður en innri hluti hraunsins er storknaður og hættur að renna og brotnar þessi skán því gjarnan og berst með straumnum sem gjall og hraunmola- lag ofan á hinum rennandi hraunstraumi. Við jaðarinn hrynur af þessu lagi og leggst hluti af því undir hraunstrauminn. Þetta gerir, að bæði undir og ofan á venjulegum hraunstraum er gjallkennt brotið lag. Miðhluti hraunsins, sem lengst helzt fljótandi, storknar hægt í þétt berg, sem þó klofnar í stuðla við samdráttinn vegna kólnunarinnar. Stuðlarnir eru, þegar vel lætur, reglulegir 4-6 strendir og frá nokkrum tugum cm upp í meira en meter í þvermál. Þegar bergið er þannig reglulega stuðlað er það kallað stuðla- berg. Oft eru þó stuðlarnir miklu óreglulegri og þéttari. Er þá oft eins og bergið sé samsett úr kubbum, nokkra tugi cm í þvermál, og er það einnig kallað kubbaberg. Kólnunarstuðlunin er yfirleitt hornrétt á kæliflöt og straumstefnu. Samsíða straumstefnu eru oft gárar á stuðla- Mynd 4. Helztu bergtegundir við Búrfell. a) Líparít. Bergið er greinilega straumlögótt en ekki mjög flögótt. b) Andesit. Bergið er mjög straumlögótt og hefur sterka tilhneigingu til að klofna í flögur. c) Stuðlað blágrýti. Stuðlarnir eru svolitið bylgjaðir og hafa tilhneigingu til þess að klofna samsiða þessum rákum. d) Blágrýti með reglulega stuðlun neðst og kubbabergs- stuðlun ofan til. e) Lagamótabreksía. Hér er varla hægt að tala um neina stuðlun. En gjallkenndir steinar eru vel skorð- aðir í frekar mjúkum millimassa. f) Tuff. Myndin er tekin í stöðvarhúsi og ofan til sést greinilega hversu sléttir stuðlunar- og sprungufletir eru. g) Mjög stórsteinótt breksía. Millimassinn er tuff. h) Bólstraberg. Bólstrarnir eru mjög þétt stuðlaðir út frá miðju. Ljósmynd d og f tekin af Leifi Þorsteinssyni, aðrar tekn- ar af höfundi. flötunum, sem sennilega eru myndaðir af smá- hreyfingu í berginu á meðan stuðlasprungurnar voru að myndast. Þegar bergið veðrast, klofnar það oft í flögur samsíða þessari síðustu hreyf- ingu. Þessi flöguklofnun er yfirleitt því meira áberandi sem bergið er súrara. I andesiti og líparíti eru þessi einkenni mjög sterk. Innskot eru stuðluð á sama hátt og hinn þétti hluti hraunstrauma. Við öskugos myndast gosaska, sem með tím- anum límist saman og verður að þeirri gerð mó- bergs, sem kölluð er tuff. Tuff er oftast basiskt, en getur þó verið hálfsúrt og súrt. Öskugos með basiskri hraunkviku myndar tuff fyrir áhrif vatns, annað hvort vegna þess að jarðvatn á greiðan aðgang að hraunkvikunni eða að gos- staðurinn er undir vatni, sjó eða jökli. Við þannig gos er megnið af móbergi til orðið. Mó- berg og bólstraberg eru mynduð úr blágrýtis- hraunkviku, sem vegna ytri aðstæðna hefur storknað í þessi form. Hin snögga kæling hraun- kvikunnar er hún kemst í snertingu við vatn gerir að hún nær ekki að kristallast en hrað- storknar í gler. Bólstrabergið er úr blágrýtisbólstrum, sem stuðlaðir eru út frá miðju og með glerhúð utan um. Millimassinn er venjulega einnig gler. Bólstr- arnir eru oft um 1 m í þvermál eða lítið eitt minni. Móbergið er tvenns konar, þ.e. tuff, sem er nær eingöngu gler, og móbergsbreksía. Móbergs- breksía er gler með köntuðum blágrýtissteinum í. Engin skörp mörk eru á milli bólstrabergs og móbergsbreksíu og ekki heldur milli móbergs- Figure 4. Main rocktypes at Búrfell. a) Rhyolite. The rock has a distinct flow structure but not much cleavage. b) Andesite. The rock has a distinct horizontal flow structure and a strong tendency to cleavage along this flow structure. c) Columnar jointed basalt. The columns have undulating sides and have a tendency to cleavage parallel to this undulation. d) Basalt. Columnar jointed at the base; irregular „kubbaberg" jointing in the upper part. e) Flow breccia. Here are very few joints visible, but scoriaceous lava fragments are imbedded in a rather soft matrix. f) Tuff. The picture is taken in the power house. In the upper part it can be seen how even the jointing faces are. g) A very coarse grained breccia. The matrix is tuff. h) Pillowlava. The pillows are densely jointed radially from the center.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.