Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 34
58
TlMARIT VFl 1966
breksíu og tuffs, og er hægt að gefa þessum
míllistigsbergtegundum ýmis nöfn, sem ekki
verða rakin hér.
Aldur bergs er oft notaður sem kortaeining.
Hér á þessu korti eru tvær aldurseiningar, þ.e.
hraun runnin eftir ísöld og sandur frá ísaldar-
lokum. Hraunin, sem runnið hafa frá lokum síð-
ustu ísaldar eru flest blágrýti og sennilega öll
hraunin á meðfylgjandi korti. Eitt af hraunun-
um, Sölvahraun, er runnið frá Heklusvæðinu en
hin hraunin öll eru frá Veiðivatnasvæðinu og
hafa verið nefnd Þjórsárhraun eða Tungnaár-
hraun. Mun ég hér nota síðara nafnið sem sam-
heiti á öllum þessum hraunum en Þjórsárhraun
er notað um 2 þau elztu, sem lengst fóru niður
með Þjórsá.
2.3 Moláberg.
Molaberg eða setberg má flokka eftir sömu
eiginleikum og gosbergtegundirnar. Efnasam-
setning molabergs hér á landi er yfirleitt sú sama
og gosbergtegundanna í kring, því það er berg
sem hefur molnað niður og stundum flutzt til.
Flokkun þess byggist því aðallega á kornastærð,
myndunarmáta og aldri.
Setberg flokkast eftir komastærð í leirstein,
siltstein, sandstein, völuberg o.fl. Yfirleitt er
bergið orðið til við framburð straumvatna út í
stöðuvötn eða sjó, þó er völuberg oftast þurr-
lendismyndun, sem hefur setzt til í rennandi
vatni. Sandsteinn er langalgengasta setbergsteg-
undin og er hann yfirleitt mjög ríkur af eld-
fjallaösku svo hann líkist oft tuffi. Skriðuberg
er mjög grófkornótt molaberg, sem setzt hefur
til utan í hlíðum fjalla og runnið síðan saman í
berg.
Sandurinn frá lokum ísaldar hefur myndazt
á sama hátt og sandsteinn, en er mun yngri.
Þessi sandur er þó nokkuð samlímdur og eru
hellamir á Rangárvöllum og í Holtum grafnir í
slíka myndun.
2Jf Áhrif áldurs á berg.
Frá verkfræðilegu sjónarmiði er aldur bergs
mjög mikilvægur, því vaxandi aldri fylgja ýmsir
æskilegir eiginleikar. Þannig minnkar vatnsleiðni
bergsins með vaxandi aldri og samlíming vegna
pökkunar og útfellinga eykst. Sérstaklega er það
áberandi hjá setbergstegundum og móbergi hvað
það verður traustara berg eftir því sem það eld-
ist. Þetta á einnig við um millilög milli hrauna.
Getur því sama kortaeiningin haft mjög mismun-
andi eiginleika eftir aldri. Jarðsaga Búrfells-
svæðisins tekur yfir 4—5 milljónir ára og er því
mikill munur á elzta og yngsta bergi innan hverr-
ar kortaeiningar. Sérstaklega er munurinn á mó-
bergi mikill frá yngsta berginu, sem er austan
Rangár og minna en 100.000 ára gamalt, til þess
elzta við rætur Búrfells og Sámsstaðamúla, sem
er a.m.k. 2-3 milljóna ára gamalt.
Kortaeiningar á þessu korti eru ekki þær
sömu eða samsvarandi kortaeiningum á jarð-
fræðikorti af íslandi eftir Guðmund Kjartansson.
Munurinn liggur í því að á jarðfræðikorti Guð-
mundar eru tímaeiningar notaðar meira og telst
þar berggrunnur vestan Þjórsár til sömu korta-
einingar, sem er Eldri Grágrýtismyndun eða
Hreppamyndun, nema hvað líparít er tekið sem
sér kortaeining óháð aldri. Móbergið austan
Rangár er þar talið móbergsmyndun, en allt mó-
berg vestan Þjórsár er talið með eldri grágrýtis-
myndun.
3. Jarðsaga berggrunnsins.
3.1 TJy'phaf jarðsögunnar.
Jarðsaga Búrfellssvæðisins hefst fyrir 3-4
milljónum ára og þar hefur síðan verið ör jarð-
myndun og niðurrif jarðmyndana á þessu svæði.
Ég mun nú rekja þessa jarðsögu í höfuðdráttum.
Elzta bergið er blágrýtið við rætur Búrfells að
sunnan. Er það fjöldi frekar þunnra blágrýtis-
laga og gjallbreksía. Þessi basaltlög hafa tölu-
verðan halla til norðausturs og hallar þeim auð-
sjáanlega mest allra laga á Búrfellssvæðinu.
Engin ummerki eru um jökul eða jökulvatnaset
í þessari myndun enda mun hún vera eldri en
ísaldir á Islandi.
3.2 Blöndwð gos vestan Búrfells og
Eldri Búrféllsmyndun.
Næst í sögu svæðisins gerist það, að eldfjall
með breytilegri bergkviku gýs í næsta nágrenni.
Þetta eldf jall hefur gosið bæði basalt-, hparít- og
andesithraunum og sjálfsagt vikri líka. Gosum
þess hefur svipað til Heklugosa á síðustu árþús-
undum. Rætur eldfjallsins mun að finna uppi í
Fossárgljúfri. En hálfsúr og súr hraun sem eru
runnin frá því eru í Fossöldu, Stangarfjalli,
Skeljafelli og Sámsstaðamúla. Við Sámsstaða-
múla köllum við þetta Eldri Búrfellsmyndun og
er hana að finna á svæðinu austan undir Sáms-
staðaklifi og í klifinu sjálfu. Er það þar mest
andesit en einnig líparít og setmyndanir ríkar
af líparítvikri. Venjulegt basalt er þar einnig,
svo og mjög olivinríkt basalt með þéttum og
stórum olivin kristöllum.
3.3 Dálamyndun og dálafylling.
Sámsstaðamúlamyndun.
Næsta stig í mótun Búrfellssvæðisins virðist
vera það, að dalir hafi grafizt í myndanir þær