Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Síða 38
62
TÍMARIT VFI 1966
fremur grófur sandur, straumlögóttur og tölu-
vert harðnaður þannig, að hægt er að grafa í
hann hella, sem standa nokkuð vel. Þegar sjór-
inn fjaraði enn meir, byrjaði Þjórsá að grafa
sig niður í sandinn, en berghöft á vissum stöð-
um stóðu þó á móti. Aðalberghaftið er við Snjall-
steinshöfða nokkurnveginn þar sem röð af jökul-
urðum liggur yfir Rangá. Neðan þess hafts og
niður að berghaftinu við Árbæjarfoss hafði áin
grafið breiðan farveg í sandinn; ofan við Ár-
bæjarfoss er hann um 150 m breiður, en er
fylltur af mó að % hlutum en í Vs hluta hans
liggur nú Ytri Rangá.
Jf.3 Gos á Veiðivatnasvœðinu.
í nágrenni við svæði það, sem nú eru Veiði-
vötn og Vatnaöldur urðu á síðasta jökultíma
sprungugos og hlóðust upp miklir móbergs-
hryggir. En fyrir rúmlega 8.000 arum er landið
orðið örísa þarna og verður þá sprungugos, sem
gýs óhemjumiklu hraunmagni og rennur þá
fyrsti hraunstraumurinn niður sundið milli Búr-
fells og Sauðafells. Þessi hraunstraumur rann
að Búðaröðinni á Landi og fór í gegnum hana
á einum stað, eða við Skarðsfjail í Hreppum og
þaðan niður á Skeið þar sem hann endaði við
Urriðafoss og Þrengslin í Flóa á móts við Hest-
fjall. Rennsli hraunsins sýnir, að vatnaskil hafa
verið mjög lág á sandsléttunni suður af Búrfelli
á milli Þjórsár, sem rann um hana austanverða
og Fossár, sem rann um hana vestanverða og
var þá þverá Hvítár. Við hraunrennslið hraktist
Þjórsá úr farvegi sínum og leitaðist við að fylgja
vesturjaðri hraunsins allt niður á Skeið þar sem
nokkur hluti hennar flæmdist yfir hraunið og
sameinaðist Hvítá, en nokkur hluti tók þann far-
veg, sem nú hefur sigrað, niður með Skeiðum að
austanverðu og í gegnum þrengslin við Urriða-
foss.
Rúmu árþúsundi síðar verður annað stórkost-
legt flæðigos frá þessu svæði og rennur hraun
þá alla leið til sjávar í Flóanum og mun það
stærst allra hrauna frá Veiðivatnasvæðinu.
Þessi tvö hraun mun ég nefna Þjórsárhraun.
Síðara Þjórsárhraunið breytti enn vatnaskipan
niður á Skeiðum. Þjórsá hætti að renna saman
við Hvítá, og hraunið stíflaði upp stór vötn norð-
an og austan jaðarsins á Skeiðum, og í gegnum
þau rann Hvítá og síðan með hraunjaðrinum
að vestan allt til sjávar. Rök þau sem liggja
að þessari mynd eru mörg og tekur meira
rúm að telja þau upp en svo að hægt sé að gera
það hér, enda er ætlunin að birta þau annars
staðar með miklu ýtarlegri sögu Þjórsár- og
Mynd 6. Vatnakerfi Suðurlands. 1. Búðaröðin; 2. Óseyrar frá lokum ísaldar; 3. Fyrsta Þjórsárhraun; 4. Gos-
sprungan við Vatnaöldur; 5. Annað Þjórsárhraun.
Figure 6. Drainage system of Southern Iceland. 1. The Búðir End Moraine system; 2. The Thjórsá delta from
finiglacial time. 3. The first Thjórsálava. 4. The eruptions fissures at Vatnaöldur. 5. Second Thjórsálava.