Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Side 41
TÍMARIT VFl 1966
65
Mynd 8. Búrfell úr norðri. Sprungukerfi Búrfells sést greinilega og örvarnar benda á sprungur, sem enda við
víxlgengissprungu í Skálafelli, en upprunalega voru þær ef til vill ein samfelld sprunga.
Figure 8. Búrfell seen from the north. The fault system in Búrfell showes up well. The arrows point at two
fissures which end at the strikeslip fault in Skálarfell, but originally they might have been one continuous fault.
SD, Sauðafellsmóbergið og eftirjökultíma hraun-
in. Sem sagt verulegur hluti af yfirborðslögum
svæðisins. Næst að aldri er Búrfellsbólstrabergið,
sem mun vera frá Matuyama-skeiðinu (öfug seg-
ulstefna). Innskotið undir Sámsstaðamúla er þá
frá sama skeiði. Það er því auöséð, að ísland
hefur hulizt jökli að mestu fyrir rétt tæpri
einni milljón ára. Hið stutta Jaramillo-skeið
(rétt) var á þeim tíma sem efstu lög Sámsstaða-
múlans voru að myndast. Eru það einungis 2
eða 3 lög. Á seinni hluta Matuyama skeiðsins
mynduðust svo öll önnur lög Sámsstaðamúla-
myndunarinnar. Eldri Búrfellsmyndunin er frá
Gauss-skeiðinu og loks tel ég, að basaltið í suð-
urenda Búrfells sé fremur frá Gilbert-skeiðinu
(öfugt) heldur en Mammoth-skeiðinu, því þetta
eru það mörg lög, að ótrúlegt er að þau séu
mynduð á þeim stutta tíma, sem Mammoth-
skeiðið náði yfir. Því má telja líklegt, að jarð-
saga bergsins við Búrfell nái yfir um 3.5-4,0
milljónir ára.
7. Höggun og sprungur.
7.1 Jarðlagahalli.
Jarðlagahalli getur orðið til á tvo vegu.
Þannig eru hraun utan í eldfjöllum þegar í upp-
hafi hallandi og öll hraun renna undan einhverj-
um bratta, þótt hann sé oftastnær fremur lítill
eða innan við gráðu. Annar háttur á myndun
halla á jarðlögum er sá, að jarðlögin hafa hagg-
azt frá upprunalegri legu og mun það oftast
vera þannig um lög, sem hallar verulega.
Jarðlögum á Búrfellssvæðinu hallar yfirleitt
til norðurs eða austurs. Elzta berginu í suður-
enda Búrfells hallar lang mest eða milli 5° og
10° til norðausturs. Eldri Búrfellsmynduninni
hallar aðallega til norðurs eða jafnvel aðeins
vestar en norður um 2-3°. SM lögunum hallar
mest sunnarlega í Búrfelli um rúmar 2° til aust-
norðausturs. I Sámsstaðamúla er hallinn miklu
minni og innan við gráðu til suðausturs. Ekki
er hægt að sjá neinn halla á grágrýtinu og er
það sennilega mjög hallalítið. Greinilegt er, að
hallinn er því minni, því yngri sem lögin eru og
hefur því höggunin átt sér stað smám saman.
Um orsakir jarðlagahallans eru menn ekki á eitt
sáttir, en margir halda hann tilkominn við iso-
statiska aðlögun er yngri lög leggjast ofan á
eldri og pressa þau niður. Á því jarðlögunum
að halla inn til yngri eldgosasvæðanna. Gröftur
hefur sömu áhrif og skerpir þetta ennþá meir.
Reynslan frá Búrfelli er í fullu samræmi við