Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 44
88
TlMARIT VPl 1966
stöður lektarmælinga eru reiknaðar út í „Luceon
Units“ eða LU. Lektin gefur grófa hugmynd um
vatnsleiðni bergsins, en þó er ekki beint samband
á milli vatnsleiðni og niðurstaðna lektarmælinga,
því ekki er þar tekið tillit til falltaps í rörum.
Er því vatnsleiðnin ennþá breytilegri en niður-
stöður lektarmælinga, því að á biiinu 10-250 LU
er sívaxandi falltap í rörum þannig, að við 250
LU fer nær allur þrýstingur í að yfirvinna fall-
tap í rörum. Má því gera ráð fyrir, að raun-
veruleg vatnsleiðni breytist á þessu bili frá k =
10"3 cm/sek og upp í k 5 1 cm/sek.
Gerð hefur verið nokkur athugun á dreifingu
niðurstaðna lektarmælinga, en hraunin runnin á
eftirjökultíma eru lang lekasta jarðlagið. Á
mynd 10 er sýnt hvernig lektarmælinganiðurstöð-
urnar skiptast á þrjú jarðlög í hraununum, þ.e.
hraunið sjálft, lagamót og millilag milli hrauna.
Skilgreiningar á þessum lögum eru þær, að mæl-
ingarnar- teljast vera í hrauni, þegar komið er
niður í sæmilega þétt blágrýti og þangað til 3
m eru eftir að lagamótum. Lagamót eru neðstu
3 m hraunsins og fáir tugir cm þar undir. Milli-
lag er setlag á milli hrauna og gjallkennt og
brotið efra borð hraunsins sem undir liggur.
Þetta lag er auk hraunmolanna, fokjarðvegur,
leir og sandur úr ánni þegar hún rann á neðra
hrauninu, vikur og vikursandur úr gosinu H, úr
Heklu.
Eins og greinilega sést á mynd 10 eru laga-
mótin langmest vatnsleiðandi en millilagið það
langþéttasta. Hið svokallaða þétta hraun ligg-
ur þarna á milli. Millilagið er hér áreiðanlega
lekara en millilög eru venjulega vegna mikils
magns af vikri í því. Ég hygg, að þessi niður-
staða, þótt fullkomlega eðlileg sé, muni vekja
nokkra furðu, því mér hefur virzt, að millilög-
um væri kennt allmikið um háa vatnsleiðni bæði
í hraunum og eldra bergi. Þessi mynd hefur
sennilega nokkuð almennt gildi þannig, að í sæmi-
lega þykkum hraunlögum sé þessu svona farið
og haldi áfram að vera svona, þótt bergið eldist
mikið og öll vatnsleiðni minnki stórlega. Þá
minnkar vatnsleiðnin hægast í lagamótum og
þau halda áfram að vera lekust. Yfirleitt, þar
sem ég hef séð til, er afstaða Unda til móta blá-
grýtislaga og setbergs, þar sem setberg er undir,
sú, að lindirnar koma fram ofan á setberginu og
væta það allt. Við þessa afstöðu hlýtur hið vatns-
leiðandi lag að vera lagamótin sjálf eða blá-
grýtið, en hið þétta lag setlagið.
Það er mjög eðlilegt, að svona sé þegar haft
er í huga, hvemig hraun renna. Neðan á hrauni
er brotið og gjallkennt lag, sem situr með ójöfnu
neðra borði á millilaginu. Ofan á hraunum mynd-
ast að vísu miklu þykkara lag af svipaðri gerð
en það þéttist mjög mikið við það, að í hraunið
fýkur fokjarðvegur, sandur og öskulög, sem fylla
holrúmin í hrauninu að ofan. Verður þá vatns-
leiðni yfirborðslagsins ráðin af komastærð
minnstu agnanna, sem í það berast. En þær eru
að jafnaði méla eða leir. 1 gegnum hinn þétta
hluta hraunsins berst ekki neitt, því öll set
stoppa í stuðlunarsprungum ofarlega í hrauninu.
Langlekust verða lagamót þar sem ekki hafa
borizt nein set í milli gosa.
Ekki hefur verið athuguð afstaða mismunandi
lektar til lagamóta og hinna ýmsu jarðlaga í
Sámsstaðamúla. Aftur á móti hefur verið gerð
athugun á dreifingu lektarmælinganiðurstaðna í
5 djúpum holum þar án tillits til jarðlaga. Nið-
urstaða hennar er einnig sýnd á mynd 10. Hún
sýnir, að mjög lítil lekt, 0-10 LU, er langalgeng-
ust. Um 74% af því er 0 LU eða um þriðjungur
niðurstaðnanna. Flest hin háu gildi eru greini-
lega á lagamótum eða gætu verið á lagamótum.
8.3 Jarövatnsmœlingar.
Að borun lokinni eru borholur notaðar til mæl-
inga á jarðvatnshæð. Jarðvatnsborð og breyting-
ar á því eru einnig athugaðar meðan á borun
stendur. Algengt er við þessar jarðfræðilegu að-
stæður, að mörg jarðvatnsborð séu fyrir hendi
þannig, að hvert þétt hraunlag og hvert millilag
haldi uppi sérstöku jarðvatnsborði. Þannig er það
í hraununum, að sérstakt jarðvatnsborð er í hinu
tiltölulega þétta yfirborðslagi, sem inniheldur lít-
ið vatn og sjaldan verulegt rennsli í því. Þó kem-
ur það fyrir, að rennsh fáist inn i holur úr
þessu lagi. Þegar borað hefur verið í gegnum
yfirborðslagið, sem venjulega er milli 4 og 6 m
að þykkt, þomar holan og jarðvatn kemur ekki
í holuna fyrr en á 10-12 m dýpi. Það jarðvatn
er í sambandi við fyrstu lagamót og mjög mikið
rennsli í því. Lagamót ennþá neðar geta þá haft
enn annan vatnsþrýsting og svo framvegis. Það
yfirborð jarðvatns, sem unnt er að kortleggja
með jarðvatnsmælingum í mörgum holum dreift
yfir stórt svæði, gefur mjög verðmætar upplýs-
ingar um jarðvatnsstraum, stefnu hans og hraða,
og breytingar á því með tímanum.
Þjórsá rennur í efsta jarðvatnsborði hraun-
anna, en það lekur mjög hægt til neðra jarð-
vatnsborðsins. Rennur Þjórsá því í þéttum stokk
langt yfir aðaljarðvatnsstraumi hraunanna, sem
er um 10 m neðan við vatnsborð hennar. Frek-
ari upplýsingar um jarðvatn hraunanna er að
finna í ritgerð, Aurburður og lekahætta úr uppi-