Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 44

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 44
88 TlMARIT VPl 1966 stöður lektarmælinga eru reiknaðar út í „Luceon Units“ eða LU. Lektin gefur grófa hugmynd um vatnsleiðni bergsins, en þó er ekki beint samband á milli vatnsleiðni og niðurstaðna lektarmælinga, því ekki er þar tekið tillit til falltaps í rörum. Er því vatnsleiðnin ennþá breytilegri en niður- stöður lektarmælinga, því að á biiinu 10-250 LU er sívaxandi falltap í rörum þannig, að við 250 LU fer nær allur þrýstingur í að yfirvinna fall- tap í rörum. Má því gera ráð fyrir, að raun- veruleg vatnsleiðni breytist á þessu bili frá k = 10"3 cm/sek og upp í k 5 1 cm/sek. Gerð hefur verið nokkur athugun á dreifingu niðurstaðna lektarmælinga, en hraunin runnin á eftirjökultíma eru lang lekasta jarðlagið. Á mynd 10 er sýnt hvernig lektarmælinganiðurstöð- urnar skiptast á þrjú jarðlög í hraununum, þ.e. hraunið sjálft, lagamót og millilag milli hrauna. Skilgreiningar á þessum lögum eru þær, að mæl- ingarnar- teljast vera í hrauni, þegar komið er niður í sæmilega þétt blágrýti og þangað til 3 m eru eftir að lagamótum. Lagamót eru neðstu 3 m hraunsins og fáir tugir cm þar undir. Milli- lag er setlag á milli hrauna og gjallkennt og brotið efra borð hraunsins sem undir liggur. Þetta lag er auk hraunmolanna, fokjarðvegur, leir og sandur úr ánni þegar hún rann á neðra hrauninu, vikur og vikursandur úr gosinu H, úr Heklu. Eins og greinilega sést á mynd 10 eru laga- mótin langmest vatnsleiðandi en millilagið það langþéttasta. Hið svokallaða þétta hraun ligg- ur þarna á milli. Millilagið er hér áreiðanlega lekara en millilög eru venjulega vegna mikils magns af vikri í því. Ég hygg, að þessi niður- staða, þótt fullkomlega eðlileg sé, muni vekja nokkra furðu, því mér hefur virzt, að millilög- um væri kennt allmikið um háa vatnsleiðni bæði í hraunum og eldra bergi. Þessi mynd hefur sennilega nokkuð almennt gildi þannig, að í sæmi- lega þykkum hraunlögum sé þessu svona farið og haldi áfram að vera svona, þótt bergið eldist mikið og öll vatnsleiðni minnki stórlega. Þá minnkar vatnsleiðnin hægast í lagamótum og þau halda áfram að vera lekust. Yfirleitt, þar sem ég hef séð til, er afstaða Unda til móta blá- grýtislaga og setbergs, þar sem setberg er undir, sú, að lindirnar koma fram ofan á setberginu og væta það allt. Við þessa afstöðu hlýtur hið vatns- leiðandi lag að vera lagamótin sjálf eða blá- grýtið, en hið þétta lag setlagið. Það er mjög eðlilegt, að svona sé þegar haft er í huga, hvemig hraun renna. Neðan á hrauni er brotið og gjallkennt lag, sem situr með ójöfnu neðra borði á millilaginu. Ofan á hraunum mynd- ast að vísu miklu þykkara lag af svipaðri gerð en það þéttist mjög mikið við það, að í hraunið fýkur fokjarðvegur, sandur og öskulög, sem fylla holrúmin í hrauninu að ofan. Verður þá vatns- leiðni yfirborðslagsins ráðin af komastærð minnstu agnanna, sem í það berast. En þær eru að jafnaði méla eða leir. 1 gegnum hinn þétta hluta hraunsins berst ekki neitt, því öll set stoppa í stuðlunarsprungum ofarlega í hrauninu. Langlekust verða lagamót þar sem ekki hafa borizt nein set í milli gosa. Ekki hefur verið athuguð afstaða mismunandi lektar til lagamóta og hinna ýmsu jarðlaga í Sámsstaðamúla. Aftur á móti hefur verið gerð athugun á dreifingu lektarmælinganiðurstaðna í 5 djúpum holum þar án tillits til jarðlaga. Nið- urstaða hennar er einnig sýnd á mynd 10. Hún sýnir, að mjög lítil lekt, 0-10 LU, er langalgeng- ust. Um 74% af því er 0 LU eða um þriðjungur niðurstaðnanna. Flest hin háu gildi eru greini- lega á lagamótum eða gætu verið á lagamótum. 8.3 Jarövatnsmœlingar. Að borun lokinni eru borholur notaðar til mæl- inga á jarðvatnshæð. Jarðvatnsborð og breyting- ar á því eru einnig athugaðar meðan á borun stendur. Algengt er við þessar jarðfræðilegu að- stæður, að mörg jarðvatnsborð séu fyrir hendi þannig, að hvert þétt hraunlag og hvert millilag haldi uppi sérstöku jarðvatnsborði. Þannig er það í hraununum, að sérstakt jarðvatnsborð er í hinu tiltölulega þétta yfirborðslagi, sem inniheldur lít- ið vatn og sjaldan verulegt rennsli í því. Þó kem- ur það fyrir, að rennsh fáist inn i holur úr þessu lagi. Þegar borað hefur verið í gegnum yfirborðslagið, sem venjulega er milli 4 og 6 m að þykkt, þomar holan og jarðvatn kemur ekki í holuna fyrr en á 10-12 m dýpi. Það jarðvatn er í sambandi við fyrstu lagamót og mjög mikið rennsli í því. Lagamót ennþá neðar geta þá haft enn annan vatnsþrýsting og svo framvegis. Það yfirborð jarðvatns, sem unnt er að kortleggja með jarðvatnsmælingum í mörgum holum dreift yfir stórt svæði, gefur mjög verðmætar upplýs- ingar um jarðvatnsstraum, stefnu hans og hraða, og breytingar á því með tímanum. Þjórsá rennur í efsta jarðvatnsborði hraun- anna, en það lekur mjög hægt til neðra jarð- vatnsborðsins. Rennur Þjórsá því í þéttum stokk langt yfir aðaljarðvatnsstraumi hraunanna, sem er um 10 m neðan við vatnsborð hennar. Frek- ari upplýsingar um jarðvatn hraunanna er að finna í ritgerð, Aurburður og lekahætta úr uppi-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.