Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 46

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 46
70 TlMARIT VPl 1966 Búrfell 1962 gáfu ýmsar fróðlegar niðurstöður og þar sem úrvinnsla á þeim hefur hvergi birzt, finnst mér rétt að birta þær hér. Ætlunin var, að jarðgöngin næðu inn í neðanjarðarstöðvarhús, sem þá var mest hugsað um. Staðsetning þeirra var einnig gerð með þau sjónarmið í huga, að vegalengdin inn í stöðvarhús yrði sem stytzt og halli ganganna sem minnstur. Engar rannsóknir voru gerðar áður en hafizt var handa nema séð var, að jarðgöngin mundu byrja í mórenu, sem menn þó bjuggust við að væri þunn yfirborðs- skán. Talið var, að kostnaður við jarðgangagerð- ina mundi sparast upp í lægri tilboðum ef hægt væri að sýna tilbjóðendum bergið, sem vinna ætti frá jarðgöngunum. Einnig mundu þau spara tíma við byggingu, því fljótlegt væri að stækka þau í aðkeyrslugöng fyrir stöðvarhússsprengingar og aðra vinnu þar. Jarðgangagerðin var framkvæmd af vinnu- flokki frá Almenna byggingafélaginu og var áætlað að ljúka 6 m á dag. Stærð ganganna var hin minnsta mögulega, eða 2 m á hæð og 2 m á breidd. Var því ekki hægt að koma að nema mjög smáum tækjum við gangagerðina. Göng- unum hallaði 4.6% inn á við. Mórenan, sem jarðgöngin byrjuðu i, reyndist vera miklu þykkri en búizt var við og voru göng- in 130 m í mórenu. Þar fyrir innan tók við andesit, og hittu göngin á lagamót með andesit breksíu að ofan og heillegu andesiti í botni. Lög- unum hallaði meir en göngunum, og gengu þau því smám saman upp í andesitbreksíu eingöngu, og síðan andesit í lofti og breksíu í gólfi, og innst voru þau eingöngu í andesiti. 1 mórenunni var yfirleitt ekkert vatnsrennsli inn í göngin fyrr en komið var innst í hana nærri andesitinu. Þar var mórenan mun sandbornari og stóð verr. Fyrir innan mórenuna var alltaf töluvert innrennsli vatns, sem smájókst eftir því sem innar og neðar dró. Þetta innrennsli hafði töluverð truflandi áhrif á verkið, því vatnið rann að vinnustaðnum vegna halla ganganna. Vatnsrennslið var allan tímann í innstu 10-20 m ganganna en göngin þomuðu utar. Helztu vinnslueinkenni hinna ýmsu jarðlaga voru: Leir- og mélurík mórena þótti sæmileg í borun en fremur erfið í útmokstri vegna þess, að hún vildi klessast við skóflur. Hægt var að ná mikilli inndrift í hverri umferð. Mórenan stóð vel en hélt áfram að veðrast allan tímann, sem verið var að vinna í göngunum. Opnuðust þá upp smásprungur og steinar losnuðu. Sandkennda mórenan var erfið í allri vinnslu vegna vatnsaga. Inndrift var lítil, borun erfið og virtist mórenan standa illa meðan rennsli var í henni, en vel eftir að hún þornaði. Erfiðast var að moka henni, því vatn og mórena hrærðust saman í þunnan velling. Andesitbreksían var mjög erfið í borun og sprakk illa. Inndrift var því lítil en vatn og salvi skildi sig vel að svo hún var auðveldari í mokstri en sandkennda mórenan. Göngin stóðu ágætlega í henni og var auðvelt að fá rétta lögun á þau. Hið óreglulega stuðlaða andesit undir breksí- unni var auðveldara í borun og hleðslu og form- aði sig nokkuð vel. Það var alltaf unnið með breksíu og skil þess og breksíunnar óglögg. Andesitið í lofti ganganna innst var grófstuðl- að og mjög þétt. Það var seinborað vegna hörku en annars auðvelt í vinnslu. Það sprakk oft með stuðlum og voru því töluverðar yfirsprengingar í því. Ekki bar á láréttri kleifni í stuðlunum, sem er svo áberandi í veðruðu andesiti. Á mynd 12 er í línuritsformi úrvinnsla á flestu því, sem í tölum var talið í sambandi við þessi göng. Neðsta línuritið sýnir gang verks- ins og jarðlög, sem farið var í gegnum. Upp á endann er einskonar jarðlagasnið af göngunum með gólfið til vinstri og loftið til hægri. Sama snið er sett á tímaásinn og sýnir í hvaða jarð- lögum göngin eru á hverjum tíma. Næsta línurit sýnir fjölda manna við jarð- gangagerðina. Ekki tókst að ná hinum áætluðu 6 m á dag og var því stöðugt verið að bæta við mönnum til þess að reyna að flýta verkinu. Ekki virtist nást neinn árangur með því, eins og línuritin næst fyrir ofan bera með sér. Þriðja línuritið sýnir lengd graftar á dag. Graftarhraðinn er mestur í mórenunni, áður en farið var að gera tilraunir með sprengiefnanotk- un, sem dró nokkuð úr afköstum. Minnstur er hann innst í mórenunni. I andesitinu var hann lítill lengi framan af en óx mjög verulega, þegar fengin var norskur verkstjóri, Olav Töndervold, til að reyna að flýta verkinu. Hafði koma hans veruleg áhrif, þótt honum tækist ekki að ná áætl- uðum afköstum. Næsta línurit sýnir afköst í m3 á mann á dag. Hefur það sömu sveiflur og næsta línurit fyrir neðan, en vegna þess hversu miklu færri menn voru fyrst eru afköstin langmest í mórenunni utan til. Fer það þar upp í 2 m3 á mann á dag. Næsta línurit sýnir inndrift á umferð og tíma alls á umferð. Inndriftin er mest í mórenunni frá 2.0-2.4 m en inni í andesitinu yfirleitt um 1.6 m. Tími á umferð var lengi vel milli 15 og 18 tímar en minnkaði niður í 12 tima þegar Olav Töndervold kom.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.