Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 52
76
TlMARIT VPl 1966
Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn í Ijósi
rannsókna og tæknilegrar þróunar
Eftir Baldur Líndal, efnaverkfræðing.
Erindi flutt á fundi í Verkfræðingafélagi íslands 19. des. 1966.
Á síðast liðnum 15 árum hafa okkur orðið æ
ljósari þau verðmæti, sem Mývatn geymir. Þessi
þróun byrjaði árið 1951, þegar leitað var að
jarðefnum í grend Námafjalls, sem kynnu að
hafa hagnýta þýðingu í sambandi við notkun
jarðgufu þar og er nú komið að þáttaskilum með
því að verið er að reisa verksmiðju til fram-
leiðslu síunarefna á staðnum. Nærri frá upphafi
átti þessi þróun sér stað í þremur meginþáttum,
sem voru könnun hráefnis og nám, tækniþróun í
vinnsluaðferðum og markaðskönnun. Fyrir fjór-
um árum bættist síðan við f jórði þátturinn, sem
var undirbúningsstarfsemi að stofnun verk-
smiðju, og loks verksmiðjubyggingin sjálf.
Könnun leðjunnar í Mývatni
Enda þótt fjöldi borunarleiðangra hafi verið
gerðir út á Mývatn, sumir fyrr og ennþá fleiri
síðar, var yfirgripmesta rannsóknin á magni
kísligúrsins framkvæmd af Tómasi heitnum
Tryggvasyni vorið 1957. Vatnið var ísi lagt og
gerði Tómas hátt á annað hundrað þykktarmæl-
ingar. Notaði hann við þetta svonefndan móbor,
sem var ýtt niður með handafli, enda er kísil-
gúrlagið mjög gljúpt. Sumsstaðar í Syðri-Flóa
urðu allföst ösku eða gjalllög fyrir bornum og
var það þá reiknað sem botn. Samkvæmt því
yfirliti, sem þannig fékkst, má reikna með, að
kísilgúrinn í Mývatni nemi minnst 100 millj. m3.
Hins vegar er þykktin misjöfn og er gúrinn ör-
þunnur sums staðar, en mesta þykkt, sem mæld
hefir verið, er meiri en 10 metrar. 1 vatninu
mætti þó tilnefna þrjú aðalsvæði, þar sem gúr-
inn er mestur og jafnastur. 1 Ytri-Flóa er þann-
ig 3—7 metra þykkt á svæðinu út af Helgavogi
og Bjargi í átt að Grímsstöðum. Þá er mjög
þykkur gúr í svonefndum Bolum milli Hrúteyjar
og lands út af austurströnd Mývatns. Loks er
samfelldur 3—6 metra þykkur gúr utan eyja í
aðalhluta Mývatns.
Þykkt botnlagsins á takmörkuðu svæði á Ytri-
Flóa var síðar mæld með þéttum borunum og
auk þess hefir verið gerður fjöldi annarra könn-
unarborana víðs vegar um vatnið. Engar þess-
ara borana hafa þó raskað þeirri heildarmynd,
sem fékkst vorið 1957.
Könnun leðjunnar að því er varðaði efnainni-
hald og kísilþörunga hefir að sjálfsögðu einnig
farið fram. Margar þykktarmælingarnar voru
jafnframt kjarnaborholur og auk þess hafa verið
grafnir brunnar með grabba niður í gegmrni kísil-
gúrinn til þess að ná stórum sýnishornum. Loks
var dælt upp stáli af 7 metra þykkum gúr á
30x30 metra kafla sumarið 1965.
Efsti metrinn í gúrsetinu er mjög gljúpur en
setið er því þéttara í sér sem neðar dregur.
Veggir brunna þeirra, sem gerðir hafa verið,
hafa staðið án þess að síga inn. Ásigkomulag
setsins má einnig nokkuð marka af því, að þeg-
ar neðar dregur með gröftinn í þessum brimn-
um, læsir grabbinn tönnunum í botninn og brýt-
ur síðan efnið upp í stað þess, að hann hagar sér
eins og í graut í efsta hluta setsins.
Mestu óhreinindi í gúrnum stafa frá eldgos-
um. Alls staðar hafa fundizt fleiri eða færri
öskulög, þótt sum þeirra séu mjög þunn. Á milli
þessara laga inniheldur gúrinn einnig töluverða
ösku, sem gæti bent til þess, að botnlagið ýfist
upp og blandist nokkuð saman. Árið 1964 voru
gerðar nokkrar kjarnaboranir á svæðinu í Ytri-
Flóa og allt suður í Boli til þess að kanna ösku-
dreifinguna. Enda þótt setið væri misjafnlega
þykkt á þessu svæði, reyndist meðalöskmnagn
hvers þversniðs út af fyrir sig mjög líkt eða um
30% af þunga þurrefnis. Þar, sem þykktin er
lítil, finnast færri öskulög en þar, sem þykktin
er mikil. Þetta gæti bent til þess, að meðan kísil-
gúrsetið er að myndast, skolist sá kísilgúr, sem
fellur á grynningar, niður á meira dýpi í vatn-
inu meðan slíkt er fyrir hendi. Hins vegar er