Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 53
TlMARIT VPI 1966
77
örtméétaxfir
Mynd 1. Mývatn. Kísilgúr þekur allan botninn en þykkt
hans er nokkuð misjöfn. Punktsetti flöturinn sýnir áætl-
að kísilgnirnám verksmiðjunnar næstu 20 ár. Myndin
sýnir einnig afstöðu verksmiðjunnar sjálfrar til Mý-
vatns, en hún stendur 3 km austan Reykjahlíðar við
Námaskarð.
askan þyngri og verður að töluverðu leyti eftir
sem botnlag á grynningunum. Þegar kísilgúr-
setið er að myndast, hagar það sér því sennilega
líkt og þungur vökvi, sem smáfyllir vatnið í nærri
láréttum fleti. Strainnar í vatninu raska þess-
ari mynd þó lítið eitt. Því mætti bæta við hér,
að leifar af kjarri hafa fundizt þar sem gúrlagið
er einna þykkast í Ytri-Flóa fram undan Helga-
vogi. Kom þetta fram við tilraunadælingu þá,
sem fór fram sumarið 1965. Nú stendur yfir
aldursákvörðun á þessum trjáleifum. Að þarna
hafi verið skógivaxið hraun áður en þessi hluti
Mývatns myndaðist við stíflun fyrir 5—6000
árum, mun ekki koma jarðfræðingum hér á
óvart. Hinn aðgengilegi kísilgúr í syðri og aðal-
hluta Mývatns, sem er ofan þykkra ösku- og
gjalllaga, er hins vegar talixm vera aðeins 2000
ára.
Það er óþarft að taka það fram hér, að mikil
mergð kísilþörunga er ennþá í Mývatni og að
setið er ennþá að þykkna með því að þessir þör-
ungar deyja og leifar þeirra verða eftir á botni
þess. Hins vegar höfum við ekki rannsakað málið
frá þeim sjónarhóli, heldur þeim, hvaða mynd
setið sjálft gefur af þessu lífi. Einnig í þessu
skyni hafa verið gerðar kjarnaborholur víðsveg-
ar um vatnið og skal ég gera nokkra grein fyrir
niðurstöðum þeirra athugana.
1 Mývatni hafa fundizt leifar ríflega 80 teg-
unda kísilþörunga. Vitað er að ákveðnar tegund-
ir þeirra lifa eingöngu á botni vatnsins, aðrar á
vatnagróðri og svo enn aðrar sem svif í sjálfu
vatninu. Alls hafa fundizt 86 tegundir, sem til-
heyra 29 flokkum.
Kísilþörungaflóran virðist vera mjög áþekk í
öllu setinu bæði að því er varðar þversnið og
mismunandi staði. Helztu svifþörungarnir eru af
flokknum Fragilaria og nema þeir víðast meira
en 90% af heildarfjölda allra kísilþörunga í set-
inu. Á ákveðnum stöðum í vatninu gætir einnig
mikið svifþörunga af flokknum Melosira og er
þá þeim mun minna af Fragilaria. Þessir tveir
flokkar eru mjög áþekkir og líta út sem hrygg-
liðóttar keðjur undir smásjá. Fragilaria-keðj-
urnar eru 5—12 /t á breidd og 7—27 /x á lengd.
Melosira keðjurnar geta hins vegar orðið nokkuð
stærri, eða 28 /tá breidd og 30 ju. á lengd.
Af þeim kísilþörungum, sem sitja á vatna-
gróðri, má nefna flokkana Cymbella, Gomphon-
ema og Cocconeis. Helztu botnlægir flokkar eru
Cymatopleura, Epithemia og Surirella. Þessir síð-
ast nefndu flokkar eru einhverjir hinir stórvöxn-
ustu, sem finnast, og geta þessir þörungar orðið
0,2—0,3 mm á lengd.
Flestir sérfræðingar í kísilgúr hallast nú orð-
ið að þeirri skoðun, að skelin sjálf sé ekki alveg
hreinn kísill eins og lengi vel var álitið, heldur
innihaldi hún einnig örlítið af járn- og áloxíði.
Svo mun einnig vera um gúrinn í Mývatni þótt
hvort tveggja sé innan við 1%. Glæðitap gúrs-
ins í setinu nemur 11% miðað við þurrefni og
óhreinsað efni. Er þar um að ræða bæði leifar
lífrænna efna og eitthvað af krystalvatni.
Markaðskönnun
Notkun kísilgúrs byggist nærri eingöngu á
því, að bygging kísilskeljarinnar gerir efnið mjög
létt og holrúmsmikið. Jafnvel þar sem kísilgúr
er notaður sem hráefni, svo sem í vatnsgler,
kalsímn silikat og silsumtetraklóríð, er það hið
mikla yfirborð, sem hefir meginþýðingu. Hins
vegar er þó kísill mjög óvirkt efni í allflestum
tilvikum og er það mikilvægt í flestri annarri
notkun hans.
Þótt notkun kísilgúrs sé afar fjölbreytt má
taka saman helztu núverandi not í fáa flokka.
1. Notkun sem hráefni.
2. Notkun sem hitaeinangrun.
3. Sem fylliefni í pappír, gúmmí og plast.