Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 53

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 53
TlMARIT VPI 1966 77 örtméétaxfir Mynd 1. Mývatn. Kísilgúr þekur allan botninn en þykkt hans er nokkuð misjöfn. Punktsetti flöturinn sýnir áætl- að kísilgnirnám verksmiðjunnar næstu 20 ár. Myndin sýnir einnig afstöðu verksmiðjunnar sjálfrar til Mý- vatns, en hún stendur 3 km austan Reykjahlíðar við Námaskarð. askan þyngri og verður að töluverðu leyti eftir sem botnlag á grynningunum. Þegar kísilgúr- setið er að myndast, hagar það sér því sennilega líkt og þungur vökvi, sem smáfyllir vatnið í nærri láréttum fleti. Strainnar í vatninu raska þess- ari mynd þó lítið eitt. Því mætti bæta við hér, að leifar af kjarri hafa fundizt þar sem gúrlagið er einna þykkast í Ytri-Flóa fram undan Helga- vogi. Kom þetta fram við tilraunadælingu þá, sem fór fram sumarið 1965. Nú stendur yfir aldursákvörðun á þessum trjáleifum. Að þarna hafi verið skógivaxið hraun áður en þessi hluti Mývatns myndaðist við stíflun fyrir 5—6000 árum, mun ekki koma jarðfræðingum hér á óvart. Hinn aðgengilegi kísilgúr í syðri og aðal- hluta Mývatns, sem er ofan þykkra ösku- og gjalllaga, er hins vegar talixm vera aðeins 2000 ára. Það er óþarft að taka það fram hér, að mikil mergð kísilþörunga er ennþá í Mývatni og að setið er ennþá að þykkna með því að þessir þör- ungar deyja og leifar þeirra verða eftir á botni þess. Hins vegar höfum við ekki rannsakað málið frá þeim sjónarhóli, heldur þeim, hvaða mynd setið sjálft gefur af þessu lífi. Einnig í þessu skyni hafa verið gerðar kjarnaborholur víðsveg- ar um vatnið og skal ég gera nokkra grein fyrir niðurstöðum þeirra athugana. 1 Mývatni hafa fundizt leifar ríflega 80 teg- unda kísilþörunga. Vitað er að ákveðnar tegund- ir þeirra lifa eingöngu á botni vatnsins, aðrar á vatnagróðri og svo enn aðrar sem svif í sjálfu vatninu. Alls hafa fundizt 86 tegundir, sem til- heyra 29 flokkum. Kísilþörungaflóran virðist vera mjög áþekk í öllu setinu bæði að því er varðar þversnið og mismunandi staði. Helztu svifþörungarnir eru af flokknum Fragilaria og nema þeir víðast meira en 90% af heildarfjölda allra kísilþörunga í set- inu. Á ákveðnum stöðum í vatninu gætir einnig mikið svifþörunga af flokknum Melosira og er þá þeim mun minna af Fragilaria. Þessir tveir flokkar eru mjög áþekkir og líta út sem hrygg- liðóttar keðjur undir smásjá. Fragilaria-keðj- urnar eru 5—12 /t á breidd og 7—27 /x á lengd. Melosira keðjurnar geta hins vegar orðið nokkuð stærri, eða 28 /tá breidd og 30 ju. á lengd. Af þeim kísilþörungum, sem sitja á vatna- gróðri, má nefna flokkana Cymbella, Gomphon- ema og Cocconeis. Helztu botnlægir flokkar eru Cymatopleura, Epithemia og Surirella. Þessir síð- ast nefndu flokkar eru einhverjir hinir stórvöxn- ustu, sem finnast, og geta þessir þörungar orðið 0,2—0,3 mm á lengd. Flestir sérfræðingar í kísilgúr hallast nú orð- ið að þeirri skoðun, að skelin sjálf sé ekki alveg hreinn kísill eins og lengi vel var álitið, heldur innihaldi hún einnig örlítið af járn- og áloxíði. Svo mun einnig vera um gúrinn í Mývatni þótt hvort tveggja sé innan við 1%. Glæðitap gúrs- ins í setinu nemur 11% miðað við þurrefni og óhreinsað efni. Er þar um að ræða bæði leifar lífrænna efna og eitthvað af krystalvatni. Markaðskönnun Notkun kísilgúrs byggist nærri eingöngu á því, að bygging kísilskeljarinnar gerir efnið mjög létt og holrúmsmikið. Jafnvel þar sem kísilgúr er notaður sem hráefni, svo sem í vatnsgler, kalsímn silikat og silsumtetraklóríð, er það hið mikla yfirborð, sem hefir meginþýðingu. Hins vegar er þó kísill mjög óvirkt efni í allflestum tilvikum og er það mikilvægt í flestri annarri notkun hans. Þótt notkun kísilgúrs sé afar fjölbreytt má taka saman helztu núverandi not í fáa flokka. 1. Notkun sem hráefni. 2. Notkun sem hitaeinangrun. 3. Sem fylliefni í pappír, gúmmí og plast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.