Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 56

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 56
80 TlMARIT VFl 1966 ! Mynd 4. Flotdælan, sem sýgur gúrinn upp og þrýstir efninu gegnum flotleiðslur I jöfnunargeymi á landi. Soggálginn er uppi og sjást hnífarnir því greinilega. Rennistoðunum að aftan er hleypt niður á víxl þegar fært er. Mynd 5. Dælingarstöðin við Helgavog. d. tekin upp með grabba. Til skamms tíma hafa tvær lausnir verið í athugun á þessu sviði. Önn- ur er sú að láta vatnið síga úr leðjunni á náttúr- legan hátt í þrónni og hin að nota vélræna síu. Nú hefir verið horfið að síðari lausninni og gert ráð fyrir að úr síunni komi leðjan með 70—75% vatnsinnihaldi. Áður en þessi síun með sogsíum fer fram, verður leðjan kekkjuð með íblöndun svolítils magns af brennisteinssýrlingi, sem fenginn er með því að brenna brennisteini og svo hituð upp í 70°C. Til að byrja með verður þó notuð brennisteinssýra í þessu skyni. Þá verður leðjan þurrkuð í hverfiþurrkurum við jarðgufu á staðnum. Nú verð ég ennþá að víkja að frumrannsókn- um á leðjunni. Kísilgúrinn í Mývatni er ösku- mikill og það var snemma vitað, að hann væri ónothæfur, án þess að nema þessa ösku að miklu leyti burt. Hins vegar reyndist afar erfitt að ná síðustu leifunum úr og það reyndist einn okkar mesti tæknilegi sigur í þessu máli að finna að- ferðir, sem dugðu, enda var þetta í þróun í f jölda ára. Að lokum var ákveðið að nema öskuna burtu í tveimur áföngmn. Sá fyrri fer fram í votu vinnslunni, þar sem notaðar eru skiljur af hydro- cyclóngerð. Sá seinni fer fram í byrjun þurru vinnslunnar, þar sem gúrnum er þyrlað upp og notaðar eru skiljur bæði af cyclóngerð og skil- vindugerð. Árangur af rannsóknum, sem lutu að síunareiginleikum Mývatnsgúrsins, var mjög já- kvæður, og eiginleikar lítt frábrugðnir því, sem er t. d. í Lompoc-námunum í Kaliforníu. Seinni hluti verksmiðjunnar er byggður hliðstætt því sem gert hefir verið hjá 2 af þremur stærstu kísilgúrframleiðendum í Bandaríkjunum, enda hafa Kaiser Engineers, sem teikna endanlega mestan hluta Mývatnsverksmiðjunnar, átt hlut að byggingu þeirra beggja. 1 flestum tilfellum er blandað 6% af sóda sam- an við gúrinn á þessu stigi vinnslunnar, efnið er síðan hitað upp í um 1100° C. í hverfiofni. Það- an kemur það sem hvítur sambreyskingur, er brotnar niður aftur við að ganga í gegnum myllublásara og sundurgreiningartæki. Efnið er þá aftur fínkornað duft, sem er stærðargreint Mynd 6. Leðjunni dælt í þróna við verksmiðjuna.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.