Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 59

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 59
TÍMARIT VPI 1966 83 —, en áður hafði verið gert ráð fyrir sameign sölufélagsins. Mönnum fannst nú vera orðið lítið gagn í þátt- töku Hollendinganna og töldu því réttast að gera upp við þá, kaupa hlutabréf þeirra í undirbún- ingsfélaginu og leita samvinnu við aðra. Johns-Manville Á meðan á þessum erfiðleikum stóð, höfðu menn þó ekki misst kjarkinn. Við höfðum áður orðið varir við áhuga frá bandaríska fyrirtæk- in Johns-Manville, og fórmn því að karrna, hve djúpt sá áhugi risti, enda vissum við, að þetta fyrirtæki er hið stærsta í heiminum, þegar um er að ræða framleiðslu og sölu á kísilgúr. Lík- lega hefur það verið einna þyngst á metaskál- unum, að við gerðum allar ráðstafanir til að reisa verltsmiðjuna, með hverjum sem það kynni að verða. Við gerðum samning við Kaisef í Kanada um verkfræðistörf í samráði við Almenna byggingarfélagið, sem lagði fram tæknilega þekk- ingu varðandi íslenzkar aðstæður. Kom nú undir- búningsfélagið enn að góðu gagni, þar sem það hafði fjármuni til að setja þetta verk af stað. Fyrirtækið Johns-Manville telzt til stærri fyr- irtækja á heimsmælikvarða, þó að það sé ekki eitt af hinum risastóru samsteypum, eins og General Motors eða General Electric. Salan á ári er um 500 milljónir dollara. Starfsmenn eru um 25 þúsund. Þeir eiga verksmiðjur víða í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó og víða í Evrópu. Aðalframleiðsla þeirra er alls konar ein- angrunarefni, asbestefni og kísilgúr. Sölukerfi Johns-Manville er talið mjög full- komið, enda er fyrirtækið sem er almennings- hlutafélag, mjög fjársterkt, og það er mikils virði fyrir okkur. 1 upphafi höfðu Johns-Manville-menn mikla vantrú á, að hægt væri að nýta Mývatnsnámuna. Töldu þeir, að hér hlyti að vera svo kalt, en eng- in leið væri að láta reksturinn ganga allt árið. Ég fullyrði, eftir að hafa rætt við marga framá- menn Johns-Manville, að þeir héldu þetta ein- göngu vegna þess, að nafn landsins er Island. Þegar þeir svo sannfærðust um hið gagnstæða, fóru þeir fljótt af stað með sínar eigin rannsókn- ir. Vorið 1965 gerðist hvort tveggja í senn, að forráðamenn Johns-Manville gáfu út viljayfir- lýsingu varðandi áhuga fyrir þátttöku í rekstri verksmiðjunnar og fyrir sölu á framleiðslunni, og þeir sendu menn til að rannsaka námusvæðið og stærð námunnar. Um þetta leyti var hlut- verki stóriðjunefndar lokið, en ríkisstjórnin skip- aði sérstaka samninganefnd til þess að koma á samningum við Johns-Manville. Sumarið 1965 gerðu sérfræðingar Johns- Manville umfangsmiklar athuganir á stærð námunnar og gæðum kísilgúrsins. Sendu þeir hingað hóp manna til þessara rannsókna. Nið- urstaðan af þessum athugunum varð sú, að álit Baldurs Líndal var fullkomlega staðfest. Nám- an er nær ótakmörkuð að stærð og gæðin jafn- góð og þau beztu sem þekkjast. Ekki þótti Johns-Manville mönnum þó nóg rannsakað. Vildu þeir vita, hvaða áhrif dæling kynni að hafa á hráefnið. Okkar sérfræðingar töldu, að efnið myndi ekki skemmast við dælingu. Á grundvelli þess settum við upp dælukerfi, sem var það stórt, að það gat dugað 30.000 tonna verksmiðju. Feng- um við hollenzkan námusérfræðing til að annast skipulagningu dælukerfisins sem þjónaði tvenn- um tilgangi: að útvega sýnishorn fyrir Amerík- anana og vera byrjunarframkvæmdir á verk- smiðjunni sjálfri. Þessi framkvæmd kostaði um 13 milljónir króna. Dælupramminn, dælustöðin og leiðslan í landi voru keypt að nokkru fyrir lánsfé frá Hol- landi. Innkaupsverð tækjanna var um það bil helmingur af heildarkostnaðinum. Þessi fram- kvæmd sýndi mönnmn Johns-Manville, að okkur var full alvara að reisa verksmiðjuna, hvort sem þeir yrðu með eða ekki. Samningsviðræður héldu áfram allt þetta tímabil, en stundum leit ekki alltof vel út og stundum jafnvel illa. Islenzka samninganefndin treysti hins vegar á, að hugmyndir Baldurs Lín- dal væru réttar og að við gætum þó alltaf, ef allt annað brygðist, farið í þessa framkvæmdir einir, þrátt fyrir margs konar erfiðleika. Send voru stór sýnishorn alla leið til Kaliforníu, bæði með skipum og flugvélum. Tilraunir voru gerðar og árangur varð í samræmi við það, sem Baldur hafði áður sagt. Undirbúningur framkvœmda Á meðan á þessum tilraunum og samningum stóð, hafði íslenzka samninganefndin gert samn- ing við fyrirtækið Kaiser í Kanda um að teikna verksmiðjuna að fullu. Var þeim falin þessi fram- kvæmd í samvinnu við íslenzkt verkfræðifyrir- tæki, Almenna byggingarfélagið, sem skyldi bera ábyrgð á, að íslenzkum reglum væri fylgt, sérstaklega varðandi byggingar og allar undir- stöður. Voru allar áætlanir þess og frumáætlan- ir gerðar án samstarfs við Johns-Manville, enda gert á sama tíma og frumsamningar við þá fóru fram. Það reyndist síðar mjög heppileg ákvörðun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.