Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 62

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 62
86 ^ TlMARIT VPl 1966 liðnu, að hefja sölu sjálf, ef salan hefur ekki aukizt upp fyrir 75%. Þetta atriði er mikilsvert varðandi öryggi sölunnar. Síðan koma ákvæði um skatta. Er þar kveðið á um, að Kísiliðjan, Johns-Manville á Islandi og Johns-Manville vegna tækniaðstoðargjalds, skuli greiða 45% skatt í einu lagi, af öllrnn tekj- um, eftir að beinn kostnaður hefur verið dreg- inn frá, þó ekki arður. Þessar heildarskatttekj- ur eru nokkru meiri en núverandi skattalög gera ráð fyrir, sem er um 40% af nettótekjum. Sölu- félagið mim hafa mjög lítinn sölukostnað til greiðslu frá íslandi. Þess vegna fæst 45% skatt- ur af mestöllum brúttótekjum þess. Af tekjum vegna tækniaðstoðar greiðast full 45% í skatt. Um skipti skattanna á milli ríkis og sveitar- félaga er ekki enn búið að semja, en verður væntanlega gert fljótlega. Það liggur alveg Ijóst fyrir, að engin nauðsyn var á því fyrir Johns-Manville að staðsetja sölu- félag á Islandi. Einasti tilgangur þeirra með því var að greiða fremur skatta til Islands en til annarra landa, en láta sölukostnaðinn sjálfan lenda í viðkomandi sölulandi. Þetta sjónarmið er mjög þýðingarmikið í skattalegu tilliti, þar eð næstum helmingur sölulaunanna kemur til baka í sköttum. I lögum um Kísiliðjuna er heimilt að semja um lækkun eða niðurfellingu aðflutningstolla. Nið- urstaðan af samningum varð sú, að helmingur gjaldanna skyldi greiddur, þó þannig að ríkis- sjóður skyldi lána tollana. Bæði félögin, Kísiliðjan og Johns-Manville á Islandi, eru algerlega háð íslenzkri lögsögu. Verði um ágreining að ræða, skal íslenzkur gerðar- dómur skera úr. Er þetta mikilsvert atriði. Sölusamningur Þá vil ég segja nokkur orð um sölusamning- inn, sem er á milli Kísiliðjunnar og Johns-Man- ville á Islandi. Fyrst er rætt alment um sölu- una og fyrirkomulag hennar. Næst kemur þýð- ingarmesta atriðið, sem er verð framleiðslunn- ar. Varan frá Mývatnsverksmiðjunni cif Ham- borg eða sambærilegan stað er seld á sama verði, eins og hún kæmi frá Lompoc í Kaliforníu, að því tilskildu, að gæðin séu sambærileg. Hins vegar eru í samningum ákvæði um það, að um- boðslaun Johns-Manville á Islandi skuli hækka, eftir því sem magnið vex. Skalinn fer þannig hækkandi: 0— 3000 tonn 10% 0— 6000 — 12% 0— 9000 — ..... 15% 0—12000 — ............ 18% 0—20000 — ............ 21% 0—24000 — 24% 0—28000 — ............ 28% 0— yfir 28000 tonn 31% Þetta ákvæði gerir það að verkum, að Johns- Manville leggur auðvitað aðaláherzlu á að auka sölirna sem fyrst til að fá hærri umboðslaun. Þetta er áreiðanlega annað mikilsverðasta ákvæðið í sölusamningnum, vegna þess að arð- semi verksmiðjunnar, og þar með skattgreiðslur félaganna, verður ekki umtalsverð, fyrr en verk- smiðjan er komin upp í 12.000 tonna framleiðslu. Síðan fer afkoman ört batnandi og verður orð- in mjög góð, þegar framleiðslan er komin upp í 30.000 tonn, þrátt fyrir há sölulaun. Það er því tvímælalaust beggja hagur, að verksmiðjan kom- ist sem fyrst í fulla stærð, — en þó er það sér- staklega hagur Islendinga, þar sem skattgreiðsl- an eykst mikið, bæði frá framleiðslufélaginu og sölufélaginu, auk þess sem framleiðslukostnaður lækkar líka mikið á tonn. Framleiðslan verður seld í umbúðum og undir vörumerki Johns-Manville, en þess getið á pok- unum, að framleiðslan sé íslenzk. Þetta tryggir, að framleiðslan verður að vera jafngóð og þeirra eigin, því að Johns-Manville myndi varla hætta vörumerki sínu á framleiðslu, sem væri lakari en þeirra. 1 stjórn sölufélagsins eru 5 menn og þrír þeirra íslenzkir ríkisborgarar, þar af einn tilnefndur af ríkisstjórninni, þótt ríkið eigi ekkert í félaginu. Er þetta gert til að hægt sé að fylgjast sem bezt með sölunni, verði, afgreiðslu og þessa háttar. Tœkniaöstoö Tækniaðstoðarsamningurinn er gerður á milli Kísiliðjunnar og Johns-Manville. 1 honum eru þau ákvæði helzt, að Johns-Manville, eins og segir orðrétt í sjálfum samningum: „leggur til allar nauðsynlegar tæknilegar ráðleggingar og aðstoð, er geri Kísiliðjunni kleift að vinna jarðlögin í Mývatni og starfrækja verksmiðjuna og fram- leiða kísilgúrsíunarefni af sömu eða svipuðum gæðum að áliti Johns-Manville og þau, sem nú eru eða verða hér eftir framleidd í atvinnuskyni og seld af Johns-Manville og dótturfélögum þess. Gæðaeftirlit er innifalið í tæknilegum ráðlegging- um, svo og tilteknum formúlum. Þá aðstoðar Johns-Manville við tæknilega þjálfun á starfs- fólki, sumpart í Lompoc til að byrja með, en send- ir hingað auk þess vana menn, sem verða hér 6— 12 fyrstu mánuði starfseminnar. 1 stuttu máli

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.