Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Síða 63

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Síða 63
TlMARIT VFl 1966 87 sagt er gert ráð fyrir, að Johns-Manville leggi til þá tækniþekkingu, sem nauðsynleg er, til að fram- leiðslan verði í bezta gæðaflokki. Johns-Manville er greidd tækniþóknun 6% af fob-verðmæti vör- unnar að frádregnum sölulaunum. Nærri helm- ingur þessarar upphæðar eða 45% greiðist aftur til Islands í sköttum. Gjaldið er því raunveru- lega ekki nema 3.3%. Johns-Manville menn sögð- ust vera vanastir því að fá ókeypis hlutabréf í fyrirtækjum, þegar þeir legðu til „know-how“. Á það vildum við hins vegar ekki fallast, vegna þess að arðsemi fyrirtækisins getur vissulega orðið góð. Tækniaðstoðin kostar að vísu tals- verða peninga, en ég tel líka, að öryggi fyrir farsælum rekstri sé mikið. Kostnaður og verðlag Eins og nú standa sakir, má gera ráð fyrir, að verðið á kísilgúr cif t. d. Hamborg sé um 110—115 dollarar á tonn. Ég vil enn gera ráð fyrir, að flutningsgjald verði ekki hærra en 15— 16 dollarar, þó að ýmsir efist um, að hægt sé að fá svo lágt flutningsgjald. Ýmislegt bendir samt til, að það sé hægt. Fob útflutningsverð- mæti verksmiðjunnar í fullri framleiðslu getur þannig orðið um 120 milljónir króna á ári. Þar frá dragast sölulaun og tækniþóknun, sem verð- ur þó að næstum hálfu leyti eftir í landinu í formi skatta. Þannig ættu a. m. k. 90 milljónir króna að verða eftir í landinu eða um 70 dollarar per tonn. Nettógjaldeyrishagnaður er að sjálf- sögðu nokkru minni. Um reksturskostnaðinn þori ég ekki að segja með neinni vissu. Verk- smiðjan verður afskrifuð á 15 árum eða um ca. 10 milljónir króna á ári. Hráefnið er talið kosta um 3 dollara á tonn komið að verksmiðju. Um- búðir kosta um 6 dollara á tonn. Ósamið er um rafmagns- og gufuverð. En gert er ráð fyrir, að hreyfanlegur kostnaður verði varla mikið yfir 20 dollara á tonn. Um 30—35 starfsmenn verða við verksmiðjuna, en auk þess verður nokkur fastur kostnaður í sambandi við rafmagn og hita auk afskrifta. Þá liggur geymslukostnaður á Húsavík og útskipunarkostnaður ekki enn fyr- ir. Þrátt fyrir nokkur óviss atriði varðandi fram- leiðslukostnaðinn, tel ég, að hann ætti ekki að verða yfir 40 dollarar á tonn, þegar verksmiðj- an hefur náð fullri afkastagetu. Til að bæta sjóðssteymi (cash-flow) verksmiðj- unnar fyrstu árin hefur Johns-Manville sam- þykkt, að greiðsla á tækniþóknun megi fresta fyrstu 5 árin. Endurgreiðsla á láni Johns-Man- ville gengur á eftir öllum öðrum lánum. Sam- þykkt er, að enginn arður skuli greiddur, fyrr en allar skuldir eru að fullu greiddar. Þessar að- gerðir eru þýðingarmiklar fyrstu árin. Kostnaðarbókhald Ég hef áður getið um heildaráætlun Kaiser og hvernig hún var sundurliðuð lið fyrir lið. Við höfuð auðvitað haldið mjög nákvæmt kostnaðar- bókhald, svo að við getum séð, svo að segja frá degi til dags, hvernig hver einasti liður stendur. Ef hættumerki sjást um, að kostnaðurinn á ein- hverjum lið muni fara fram úr áætlun, er strax reynt að gera sér grein fyrir í hverju ósamræm- ið liggur. Stundum er um að ræða óraunhæfa áætlun, vegna þess að eitthvað óvænt hefur kom- ið upp, svo sem í sambandi við jarðvinnu eða að byggja skrifstofuhúsið yfir vetrarmánuðina, sem hækkaði verð þess um ca. 30%. Stundum er magnið hreinlega meira en áætlunin segir til um, svo sem steypumassi í grunnana. Oft hefur líka kostnaðurinn orðið lægri heldur en áætlunin gerði ráð fyrir, ekki sízt í sambandi við útboð, sérstaklega á tækjum og raunar einnig á tiltekn- um verkum. Um síðustu áramót var samtals búið að nota um 1.300.000 dollara og auk þess að kaupa tæki og efni fyrir um 750.000 dollara, þannig að búið er að ráðstafa um 2 millj. doll- ara. Þar er meðtalinn verkfræðikostnaður, en ekki undirbúningskostnaður. Varla er neinn vafi á því, að áætlunin stenzt vel, jafnvel svo að ófyr- séð og eilítið meira verður til annarra ráðstaf- ana, enda ekki vanþörf á, þar sem 12 starfs- mannahús eru ekki með í áætluninni og ekki heldur byrjunarreksturskostnaður. Þetta kostar hvort tveggja miklar f járupphæðir, e. t. v. 15— 20 milljónir króna. Ég tel talsverða möguleika á, að einhver afgangur verði af því fé, sem útveg- að hefur verið til að greiða verulega upp í þetta hvort tveggja. I sumar hefur allri steypuvinnu verið lokið við verksmiðjuna, en það eru fyrst og fremst grunn- ar og undirstöður undir ýmis tæki. Gert var ráð fyrir, að steyptir yrðu 940 m3. Reyndin varð 1350 m3, þar af rúmlega 300 m3 af grófsteypu. Áætlaður kostnaður var 71.000 dollarar, og varð svipaður í reynd. Dæluskip, dælustöð og leiðsla fer líklega 6% fram úr áætlun. Stálgrindaturn, sem er áætlað að kosti 90.600 dollara er ekki kominn í meira en 70.000 dollara og er langt kominn. Olíutankur, sem gert var ráð fyrir, að kostaði upp undir 20.000 dollara, kostaði ekki nema 9000 dollara, og þannig gæti ég haldið á- fram. Á sumum liðum er tap, en á öðrum hagn- aður. Með vissu millibili hefur verkfræðingur Kaiser, sem teiknaði verksmiðjuna, komið til

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.