Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 66
90
TlMARIT VPl 1966
Gísli Halldórsson
verkfræðingur
Fæddur 14. febrúar 1907. Dáinn 24. ágúst 1966.
Þegar árin færast yfir, hverfa samferðamenn
okkar einn af öðrum, og oftast kemur það okk-
ur á óvart — við erum sjaldan við því búin að
missa félaga og vini. Fráfall Gísla Halldórssonar
bar að með sviplegum hætti. Hann lézt snögg-
lega af hjartabilun í Madrid á Spáni, en þar var
hann á ferð ásamt konu sinni, frú Kolbrúnu
Jónsdóttur.
Gísli Halldórsson var fæddur og uppalinn í
Reykjavík. Foreldrar hans voru Halldór raf-
magnsfræðingur Guðmundsson, bónda og for-
manns á Eyjarhólum í Mýrdal, Ólafssonar og
k.h. Guðfinna Gísladóttir, verzlunarstjóra í Vest-
mannaeyjum, Engilbertssonar.
Halldór faðir Gísla hafði þegar á æskuárum
sínum mikinn áhuga á tæknilegum nýjungum,
og til þess að geta unnið að þeim málum brauzt
hann til mennta. Hann lauk námi í jámsmíði í
Reykjavík 1898 og fyrstur Islendinga lauk hann
fullgildu vélstjóraprófi í Kaupmannahöfn árið
1901. Tveim árum síðar (1903) lauk hann, einnig
fyrstur Islendinga, prófi í rafmagnsfræði í Berlín.
Að námi loknu kom Halldór heim til íslands,
og þótt landsmenn kynnu þá ekki allir að meta
raforkuna, reisti hann á næstu árum allmargar
rafstöðvar víða um landið, en lézt fyrir aldur
fram 1924. Halldór Guðmundsson var víðsýnn
maður, vel metinn og traustur og má telja hann
meðal brautryðjenda í rafvirkjunum hér á Is-
landi.
Gísli var aðeins 17 ára, þegar faðir hans féll
frá, og að ráði föður síns hafði hann þá ákveðið
að læra verkfræði. Síðar mun hann fremur hafa
kosið að leggja fyrir sig blaðamennsku eða rit-
störf, en vildi ekki víkja frá ráðum föður síns.
Hann lauk prófi í vélaverkfræði frá Danmarks
tekniske Hojskole 1933, var framkvæmdastjóri
Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði 1935-37,
framkvæmdastjóri Esbjerg Hermetikfabrik í
Esbjerg á Jótlandi 1937-39, yfirverkfræðingur
hjá C. A. Meadows í Toronto í Kanada
1951-52 og rak verkfræðiskrifstofu undir eigin
nafni í Baltimore í Bandaríkjunum 1952-56. A:m-
ars rak Gísli Halldórsson eigin verkfræði- og