Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Síða 32

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Síða 32
Apríl 24. Landshöfðíngi hefir heyrt álit amtmanna um mál, sem alþíng 1875 hafði vísað til hans, um skýring á 19. gr. í sveitastjórnarlögunum 4. Mai 1872, einkum um á- ætlanir sveitareiknínga. — s. d. Boðun og áskorun um að stofna lestrarfélag og bindindisfélag 1 Saurbæjarhrepp 1 Dala sýslu; heitið verðlaunum fyrir beztu ritgjörð um bindindisfélög, sem leggja skyldi undir nefndardóm. — 25. Auglýsing um innköllun seðla innan ársloka 1876. — s. d. Sjónleikur á Akureyri („Misskilnfngurinn"). — 26. Sýslufundur í Þíngnesi í Borgarf. um fjárkláðamálið. — 27. Fylla, herskip, sem ætlað var til að vernda fiskiveiðar Islendínga, kom til Reykjavlkur, foríngi Bille, kapteinn í sjóliðinu. — 28. sira Jón Jónsson í Bjarnanesi skipaður prófastur f Austur-Skaptafells sýslu. Mai 1. Jón Jónsson, prófastur og prestur í Bjarnanesi, skip- aður af landshöfðíngja til umboðsmanns yfir Bjarnaness umboðsjörðum. — 3. Póstgufuskipið Arcturus kom til Reykjavlkur í annari ferð; fór aptur 10. Mai. Ný áætlun kom um ferðir skipsins. — Hafís fyrir öllu Norðurlandi; fylgdu þó höpp nokkur, svo sem að 50 hnísur náðusi á Lánganesi, 92 höfrúngar við Axarfjörð og 30—40 við Eyjafjörð. Tvítugan hval rak á Tjörnesi og annan fertugan á Höfðaströnd, sem Jónatan bóndi í Bæ vann. Selveiði í nótlöguin lftií. — 8. sira Davíð Guðmundsson að Möðruvallaklaustri skip- aður prófastur í Eyjafjarðar sýslu. — s. d. Sira Þorsteinn Þórarinsson f Berufirði skipaður prófastur í Suður-Múla sýslu. — 9. Briggskip með kolafarmi til póstskipsins Díönu rak á land undan ís og brotnaði í Breiðuvík í Borgarf. eystra. Selar nokkrir náðust í ísnum f Borgarfirði í Austfjörðum, og 24 höfrúngar hjá Hólmanesi í Reyðarfirði. — s. d. Landshöfðíngi veitir styrk úr landssjóði tveimur piltum að norðan, 200 krónur hverjum, til ao nema í Noregi jarðyrkjufræði (sbr. 24. Juli). — 10. Fundur í Reykjavfk af kjörnum mönnum úr nær- sveitunurn, um fjárkláðamálið. Voru ályktuð almenn vorböð þar f sveitum, kosnir menn til Þíngvallafundar. — 11. Viðaukalög við Jónsbókar landsleigubálk 56. kap. um friðun á laxi. — 13. Magnús prestur Jónsson, sem hafði fengið Grenjað- arstað, fékk leyfi til að vera kyr á Skorastað. — s. d. Benedikt Sveinsson assessor fékk veitíng fyrir Þíng- eyjar sýslu, þar sem hann hafði áður verið settur um tvö ár. — s. d. Benedikt Kristjánsson, prestur á Helgastöðum, fékk konungsveitíngu fyrir Grenjaðarstað. (30)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.