Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Page 6
úSest á eptir aímanakinu. f>ar má t. d. sjá við 2. Jan. 12 4'
það merkir að þá er miðtími 4 mfnútum á undan sóltíma eða
að sigurverk sýna 4 mínútur yfir hádegi, þegar sólspjaldið sýnir
hádegi sjálft (kl. 12); við 24. Okt. stendur 11 44'; það merkir að
þá skuln sigurverk sýna 11 stundir og 44 mínútur, þegar sól-
spjaldið sýnir hádegi, o. s. frv.
í þriðja dálki er töluröð, sem sýnir hvern tíma og mínútu
tungl er í hádegisstað á hverjum degi; þar af má marka sjávar-
föll, flóð og fjörur.
í yzta dálki til hægri handar stendur hií forna íslenzka tímatal;
eptir því er árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga um-
fram, sem ávallt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í því er
aukið viku 5. eða 6. hvert ár í nýja stíl; það heitir sumarauki
eða lagníngarvika.
Árið 1903 er sunnudagsbókstafur: D. — Gyllinital: 4.
Milli jóla og langaföstu eru 8 vikur og 3 dagar.
Lengstur dagur í Reykjavík 20 st.56 m., skemmstur 3 st.58 m.
Myiikvar 1903.
1. Sólmyrkvi 28.—29. Marts, sjest ekki á íslandi. Hann sjest
um mikinn hluta Asíu og í norðvesturhorninu á Ameríku og
verður hringmyndaður í mjóu belti, sem liggur yfir Asíu og
NorðuríshatrS.
2. Tunglmyrkvi nóttina milli hins 11. og 12. Apríl, ki. 9.7'-
12.24'. Hann er mestur kl. 10.45' og hylur þá næstum alt
tunglið. Hann sjest á íslandi frá upphafi til enda.
3. Sólmyrkvi 21. September, sjestekki á íslandi. Hann sjest
i suðausturhorninu á Afríku og syðst í Astralíu og verður al-
myrkvi í mjóu belti, sem liggur yfir svæiiin viiS Suðurheimskautið.
4. Tunglmyrkvi 6. Október, sjest ekki á íslandi. Hann
nær yfir 6/7 af þvermæli tunglhvelsins.