Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Qupperneq 25
þegar í fyrndinni tókn menn eptir því, að tnnglkomurnai*
bar 19. hvert ár upp á sömu daga (regla Mctons). Menn liafa
því skift árunum í runur með 19 ár í hverri runu. í hverri
runu eru árin táknuð með tölum í rjettri röð: 1,2 ... . 19.
j>essar tölur heita tungltal eða ijyllinital, af því að þær voru í
fornu rími ritaðar með gullnu letri. Hverju gyllinitali samsvarar
ákveðinn mánaðardagur, er vortungl verður fullt, þ. e. fyrsta
tunglfylling eptir 20. Marts. Næsti sunnudagur á eptir er páska-
dagur, og því er næsta nýtungl á undau kallað páskatungl.
í »gamla stílc voru þessar umræddu ákveðnu dagsetningar
algerlega óumbreytanlegar. En þegar fram liðu stundir, leiddi
af þessu villu, al því regla Metons var ekki fyllilega nákvæm.
Hjá Rússum, sem enn brúka gamla stíl, ber vortunglfylling þá,
sem miðast við gyllinitalið, í ár upp á 15. Apríl hjá oss, þarsem
tunglið þó er orðið fullt 11. Apríl. 1 nýja stíl breytast því þessar
umræddu ákveðnu dagselningar á vissu afarlöngu árabili, svo aö
munar einum degi. Eptirfarandi skrá gildir fyrir öll árin 1900
-2199.
Gyllini- tal Vortunglfylling Dag- stafur Gyllini- tal. Vortunglfylling Dag- stafur
1 14. Apríl f 11 25. Marts g
2 3. — b 12 13. Apríl e
3 23. Marts e 13 2. — a
4 11. Apríl c 14 22. Marts d
5 31. Marts f 15 10. Apríl b
6 18. Apríl c 16 30. Marts e
7 8. — g 17 17. Apríl b
8 28. Marts c 18 7. — f
9 16. Apríl a 19 27. Marts b
10 5. — d 1 14. Apríl f
Leggi maður nú það til grundvallar, að árið 1900 er gyllini-
talið 1, þá er ofurhægt að finna gyllinital einhvers annars árs.
Árin 1900, 1919, 1938 .... er þannig gyllinitalið 1 og páska-
tunglfylling því 14. Apríl. Árin 1903, 1922, 1941 . . . . er
gyllinitalið 4 og páskatunglfyllingin því 11. Apríl o. s. frv. í
þessu almanaki má og í raun og veru sjá, að í ár, 1903, er tungl-
fylling einmitt 11. Apríl.
I framanprentaðri skrá er jafnhliða hverri dagsetning til-
færður dagstafur hennar. þetta er gert til þess, að hægt sje að
finna, hve mörgum dögum síðar sje sunnudagur, með öðrum orðnm:
páskarnir. í almanakinn fyrir 1902 er það skýrt, hvað dagstafirnir
þýði, og hvernig eigi að fara að að finna sunnubagsbókstai einhvers
árs. Árið 1905 er t. d. sunnudagsbókstafurinn A, svo að allir
mánaðardagar, sem eiga stafinn a, eru sunnudagar. GyllinitaliK
er 6, og ber því vortunglfylling upp á 18 Apríl. [icssi mánaðar-
dagur á dagstafinn c. það hlýtur því að vera þriðjudagur, og
næsta sunnudag á eptir, 23. Apríl, eru páskar.
Næsta ár, 1904, ber páskana upp á 3. Apríl.