Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Qupperneq 37
gat jaínvel vaiáð fé hans til ýmissa ábatasamra viðskií'ta.
Á hinn hóginn vann hann landi sínu og danskri kaup-
mannastétt mjög þ'arft verk, ]iar sem hann átti góðan
])átt í að reisa við með dönsku fé stórverzlun eina í
Hamhorg, er allur þorri danskra kaupmauna voru skuld-
skeyttir við. En það var fyrirsjáanlegt, að hrun þessarar
verzlunar hefði bakað fjölda þeirra gjaldþrot. Tietgen
starfaði því næst nokkur ár með óþreytandi elju að því að
koma upp hankanum og tók að dæmi enskra banka upp
greiðari og arðsamari viðskifta aðferð (3 mánðar víxillán
og hlaupareikning), en áður hafði tíðkast í Danmörku.
Er það ekki of hermt, uð með nýungum þessum kom hc.nn
gugngerðri hreytingu á' bankafyrirkomulag Dana og jafn-
framt á allt viðskiftalíf þeirra. Nú varð deyfðin og svefn-
inn að rýma fyrir framtakssemi og áræði. Tietgen gat
sér brátt mikið álit hæði innanlands og utan fyrir dugnað
sinn og tjármálaþekkingu, var honum því falið á hendur
úsamt fleiri íjármálaskörungum að gangast fyrir tveimur
útlendum ríkislánum og annast um vaxtaniðurfærslu á
hernaðarláni því, er Danir urðu að taka 1850.
Eftir ófarir Dana í styrjöldinni 1864 var Danmörk
eins og vænghrotin æður, þjóðin var hugsjúk og vondauf
um framtið sina, auðsuppsprettur lundsins voru lítlnotað-
ar og flestir bjargræðisvegir lágu í lamasessi. Tietgen sá
eins og fleiri, að hér þurfti bráðra aðgerða við; hér þurftu
allir að leggjast á eitt og hindast samtökum uin að reisa
þjóðina við; hér varð fyrst og fremst- að sturfa að viðreisn
þjóðarinnar í verklegu og efnalegu tilliti. Hann gerðist
því aðalfrömuður mjög margra verklegra framkvæmda og
gróðafyrirtækja. Tietgen hafði snemma veitt því eftir-
tekt, hversu ýms erlend hlutafélög eru arðberandi og á-
setti sér því uð reyna að koma nokkrum slíkum félögum
á fót í Danmörku. Einkum lét hann sér hughaldið um
að koma upp hlutafélögum í þeim atvinnugreinum, sem
voru heldur skamt á veg komnur, en virtust á hinn bóg-
inn vegna ýmissa eðlilegra skilyrða mega lánast vel. Flest
þessara félaga fóru smátt af stað, en efldust skjótt fyrir
(27) [a*