Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 51

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 51
Maí 13. Jónasi söngkennara Helgasyni veitt heiðursgjöf fyrir 25 ára kennslu við barnaskólann í Reykjavík. — 15(?). Pjetur Magnús., á Isaf., varð bráðkvaddur78 ára. — 16. A leið til Vestmanneyja, fórst skip undan Eyja- fjöllum með 27 manns, 19 karlmönnum og 8 kvenn- mönnum. Einum manni varð bjargað. — 19. Steingilmi B. Thorsteinsson, yfirskólakennara var haldið heiðurssamsæti í Rvík, á 70 árá afmæli hans. — 20. Fórust 6 menn úr fiskiröðri úr Vestmanneyjum. — 21. Fyrir Strandasýslu kosinn alþingismaður Guðjón bóndi Guðlaugsson á Ljúfustöðum (45 atkv.). — 23. Aldamótahátíð Breiðdælinga haldin í Eydölum. — s. d. Einar Benidiktsson frá Gestsstöðum i Tungu- sveit fórst af skipi úr Bolungarvík í fiskiróðri. — 27. Ágúst Bjarnayni, cand mag. veittar 2000 kr. ár- lega í 4 ár, af styrktarsjóði Hannesar Árnasonar. — 29. Jóhannes Bjarnason og Kristján Mattíasson, úr Keflavík undir Jökli, drukknuðu við sildarveiði. I þ. m.? Ur Flenshorgarskóla útskrifuðust 9 nemendur. I þ. m. Einn nemandi við Eiðaskóla útskrifaðist. Júní 6. Ofsaveður á Vestíjörðum, af því veðri urðu þar víða skemmdir einkum á húsum í Bolungarvík. — 10. Hús Þorleifs bónda Pálssonar á Brunnhól á Mýr- um brann til ösku. — 12. Rak hval á Sauðanésreka. — 21. í steinolíugeymsluskúr í Reykjavík kom upp eldur brunnu þar um 150 tunnur af steinolíu. Eldurinn yar slökktur áður en hann gjörði meiri skaða. — 26. Jón söðlasmiður Ásmundsson í Rvík ljezt af því, að hann hafði etið kjöt af kú, sem sýkst hafði af miltisbrandi. — s. d. Sigurjón Jónsson frá Klömbrum tók embættis- próf við læknaskólann í Rvik með lofi. Júní 28. Prestaþing í Reykjavík. — 29. Búfræðingafundur í Rvík. — s. d. Utskrifuðust úr lærða skðlanum 16 nemendur, 11 með I., 4 með II. og 1 með III. einkunn. (41) [b

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.