Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 52
Júní 30. Hjeldu samsæti í Rvík flestir þeir, er útskrifast
höfðu úr lærða skólanum 1870.
Júlí 1. Alþingi sett.
— 3. F. W. Howell, enskur ferðamaður, drukknaði í
Hjeraðsvötnum. Haf'ði ferðast hjer á landi opt áðúr.
— 9. Jón Samúelsson, ungur maður frá Tröð í Alftafirði, í
ísaf.sýslu fórst af bát á Isafjarðardjúpi.
— 9 — 10. Prestasamkoma úr Hólastipti fornaú Akureyri.
— 11. Á Nefbjarnarstöðum í Hróarstungu brunnu 2fjár-
hús og talsvert af heyi.
— 12. „Maríe“ frakkneskt fiskiskip frá Paimpol, strand-
aði við Kílsnes á Sljettu.
— 17. Ofsaveður á Austfjörðum, urðu víða nokkrir hey-
skaðar, einkum í Loðmundarfirði. í því veðri fórst bát-
ur á Vopnafirði með þremur Færeyingum.
— 18. Hvassviðri af útsuðri gekk yfir Eyjafjörð, misstu
þá sumir talsvert af heyi.
— 23. A. P. Hovgaard, yfirmanni á herskipinu „Heim-
dal“, var haldið heiðurssamsæti í Rvík. Annað hjeldu
Seyðfirðingar honum 15. október.
— 27. Björg Sigurðardóttir, kona Ásgríms Eyþórssonar
í Rvík, datt ofan í Laugarnar, og brendist svo að hún
beið bana af.
— 29. Kom upp til Akureyrar hin f’yrsta hraðpressa til
Norðurlandsins.
— s. d. Búfræðingafnndur í Rvík.
I þ. m.(?) Sigurður Magnússon tók embættispróf við
háskólann í læknisfræði með II. eink.
I þ. m. Þorbjörn Bjarnason, úr Rvík, datt útbyrðis og
drukknaði af „Botníu“, á leið til Rvíkur — I þ. m.
Jóni próf. Jónssyni á Stafafelli veitt 400 kr. verðlaun
úr gjafasjóði Jöns Sigurðssonar fyrir ritgjörð um forn-
an átrúnað, og Olafi Davíðssyni.cand. phil. 300 kr. úr
sama sjóði, fyrir ritgerð um galdratrú.
Ágúst 2. Þjóðhátíð Reykvíkinga.
— 4. Þjóðhátíð Borgfirðinga og Mýramanna á Hvítárvalla-
bökkum með 2000 manna.
(42)