Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Page 67

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Page 67
Brot úr sögu póstmála. Bowland Hill og Heinrik v. Stephan. Fáir munu þeir vera hér á landi nú, sem komnir eru ti) vits og ára, er hafi eigi meiri eða minni not af'póstum. Einfalt bréf er líka flutt. um alt ísland fyrir 10 aura og fyrir 20 aura er nú hœgt að senda bréf nálega um allan heim. Þessu var öðruvísi varið fyrir rúmum mannsaldri síðan, þá voru póstar lítið notaðir af almenningi, af því að burðargjaldið var svo afarhátt. Fyrir 1840 kostaði undir einfalt bréf til utanríkislanda hér í álfu frá 1 kr. upp i 4 kr., eftir því hve langt það átti að fara. A þeim tíma var alstaðar borgað fyrir bréfm eftir vegalengd þeini, sem þau voru flutt bæði innanlands og utan. Hér á landi voru 2 skildingar eða 4 aurar teknir fyr- ir hvei’ja sýslu, sem bréfin voru flutt um, og máttu þau þá eigi vega yfir 3 kvint. Fyrir 6 kvinta bréf var tekið helmingi meira, og þegar fleiri bréf voru í sama umslagi varð að borga sérstaklega fyrir hvert þeii-ra. Alt fyrir það má með sanni segja, að bréfburðargjald hafi verið mjög lílgt hér á landi, eftir því sem það var í öðrum löndurn. I Danmörku kostaði undir einfalt bréf frá 4 aurum upp i (57 aura, þótt landið væri bæði hægt yfirferðar og vegalengdir stuttar. Á Englandi kostaði undir bréf frá 1 penny upp í 2 sh. 6. d. eða 2 kr. 25 au., enda giltu þar um 40 mismunandi bréfataxtar, sem, eins og eðlilegt er, hafði í för með sér rnikla ertiðleika og vafninga. Árið 1837 kom liowland Hill fram með þá tilíögu að setja bréfburðargjaldið á öllu Englandi niður í 1 penny eða 71/. eyri. Þetta var geysimikið stökk frá 2—3 krón- um niður í ll/t eyri, og vakti uppástunga þessi þegar eftirtekt um allan heim. Nálægt þrern árum síðar, 1839, var þetta gjört að lögum á Englandi. Hill hafði búist (57) [c

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.