Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 76
fluttri vöru og aðrar tekjur af’ verzlaninni er meira en
helmingur af öllum tekjum landsins. Þóttþetta gjald sé
nœr því húlf’ mill. kr., þá kvarta landsmenn sjaldan yfir
því, en yfir ábúðar- og lausafjárskattinum, sem ekki er
meiri eu 45 þús kr. er sífeld umkvörtun, og sýnir þetta
að gjaldgreiðendur una betur óbeinum en beinum sköttum.
Til skóla og annarar kennslu ganga árlega nær þvi
J/7 af' tekjunum eða 1231/, þús. kr., til vegabóta og sam-
gangna er lagt nær þvi */3 af tekjunum eða 258*/2 þús,
,kr. og til eflingar búnaði 73,650 kr.
*
* *
Þegar litið er á hagskýrslu landsbankans sést Ijóslega,
að hann er í mikilb framför, efni bans og viðskifti hafa
árlega vaxið, þrátt fyrir hinn mikla viðskifta hnekki, er
leiddi af innflutningsbanninu á sauðf’é fil Englands, og
þótt bankinn eigi hækkaði vextina hér á landi næstliðin
ár, þegar vextir voru erlendis næstum þriðjungi liævri.
Bankinn hefði þvi haft glæsilega framtið og getað orðið
landsmönnvim að fullu liði, ef hann hefði fengið að auka
starf sitt og fjármagn í friði. —
Þegar f’ramlíða stundir mun það þykja óskiljanlegt,
að innlendir menn skuli Ixaf'a barist fyrir því með öllum
meðölum, að leggja niður landsins einu peninga stofnun
á bezta framfara skeiði, og afhenda yfirráðin yfir viðskifta
lífi landsmxsnna í hendur útlendra auðmanna, sem lands-
menn ekkert þekkja, og auðsjáanléga koma eigi hingað
af einskærri velvild til landsins, sem eðlilegt er, heldur
til að græða á fyrirtækinu; en þann gróða sem af banka-
rekstri leiðir, virðist landið sjálft maklegast að eignast.
Það hlýtur að vera markmið hanka, sem landið sj álft á,
og sem landstjúrnin og alþingi ræður yfir, að gjöra lands-
mönnum sem mest gagn, hann þarf ekki að græða meira
•en hæfilegan varasjóð, nema ef menn vilja safna í hann
til að taka af honum stærri upphæðir, til að koma á fót
nauðsýnlegum innlendum fyrirtækjum. Þar í móti er eðli
hlutabanka. ekki sizt þeirra sem innlendir menn eiga ekki,
;ið græða sem mest, og liugsa eingöngu um hug hlutaeig-