Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Page 91
Garður er granna sætt.
Geðspekt er gulli betri.
Gefur góð móðir, þó hún geti eigi.
Giftu skal til göfugra manna sækja.
Gott er að vera í góðum hóp og gjörast honum líkur..
Guð liður margt, sem hann leyfir eigi.
Gull reynist í eldi, en geðprýði i mótlæti.
Hálfu meira er að hirða en að afla.
Heilsan er hverri eign betri.
Heim kemst þótt hægt fari.
Hér syndum við fiskarnir, sagði hornsílið.
Hjálpaðu svo þér verði hjálpað.
Hinn öfundsjúki er sinn eiginn böðull.
Hýran gjafara hefur Guð kæran.
Hjúanna trú styrkir bóndans bú.
Hljóður er harnlaus bær.
Hlæja skal við ótrúan og um hug mæla.
Hnýsni er bönnuð, en aðgætni ekki.
Holl eru hugsvinns ráð.
Hræddur flýr, þótt enginn elti.
Hvað skulu nískum nægtir.
Hvað ungur nemur, gamall fremur.
Hugsa skalt, að harla valt er hjólið alt.
Hugur stór er hvergi rór.
Hugur ræður hálfum sigri.
Hungur kennir höndum vinnu.
Hver áriu rís verður margs vís.
Hver rær og slær með sinu lagi.
Hirðir skal vita hvað af' hjörð verður.
Hægra er að sfyðja en reisa.
Lengdarmái gamalt.
Eftir „Gandreið11 séra Jons Daðasonar f 1676.
1 fet hefur 4 þverhandir. 1 alin hefur 4 kvarti!..
1 stig hefur 2 fet. 1 stika hefur 2 álnir. 1 faðmur hefuir
d'/o alin. 1 reip hefur 5 faðma. 1 mæliskaft 6 álnir
(81)