Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 94

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 94
Nirfillinn segir við konuna sína, sem var að selja upp af sjóveiki. „Það var skaði, Stína, að þú skyldir ekki verða sjóveik áður en þú borðaðir. Þarna fór nú þessi krónan til einkis.“ * * * Bónclinn: „Alt af hefir Guð aðra skoðuu en prest- urinn okkar.“ Konan: „Hvað meinarðu, Jón.“ — Bóndinn: „Presturinn auglýsir á hverjum sunnudegi í stólnum, að hann hyrji messu kl. 12 nœsta sunnadag, ef Guð vill; en það dregst ætíð fram yfir kl. 1. * * * Alt af kaupmaður. Vinurinn spyr: „Eru nú marg- ar dæturnar þínar giftar ?“ Stórkaupmaðurinn: „75°/0.“ + * * Stjörnufrœðingurinn í danssalnum (ungur og ógiftur): „Þér eru kvöldstjarnan hér í kvöld, fröken“. Hún (brosandi): „Ég held, að enginn hafi fundið þá stjörnu, nema ef það skyldi vera þér.“ — Hann: „Má ég sem stjörnufræðingur óska mér for- réttinda.“ Hún: Hvað meinið þér, hver eru þau forréttindi ?“ Hann: Þau forréttindi, að ég megi gefa hinni ný~ fundnu stjörnu mitt nafn“. * * * Anna: „Osköp er að vita hvernig þú ferð með efni þín, hvað ætlar þú að gjöra, þegar þú ert búinn að eyða öllum arfinum. og hefir ekkert til að lifa af?“ Helga: „Ég gifti migLí. * * * Konan (í reiði) :■ „Farðu til . . . vítis, Brandur!“ Maðurinn (með hægð): „Þar er vist ekki verra að vera en hér, svo ég væri fáanlegur til að gjöra það, ef ég væri ekki hræddur um, að þú komir þangað á eftir mér. * (84)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.