Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 37
Gabriele D’Annunzio.
D’Annunzio er fæddur 1864, og er sagt að hann
hafi þegar á barnsaldri byrjað að yrkja. Fyrsta bók
hans kora út er hann var tvítugur, og vakti hún all-
mikla eftirtekt og ekki leið á löngu, áður en hann
varð þektasta skáld Ítalíu. Skáldsögur hans þykja
ekki sem siðlegastar, og voru þær forboðnar af páf-
anum 1911, en þær eru skrifaðar af mikilli snild,
sem heillar lesarann og heldur honum föstum. Oft-
ast lýsir d’Annunzio í ritum sínum brcnnandi ástríð-
um og heitri nautnagirnd, sem tekur völdin af skyn-
seminni og rólegri athugun.
Það leið nú langur tími svo að d’Annunzio lét sér
nægja með skáldfrægð sína og lifði i sællífi í París
eða öðrum stórborgum. Eyðslusemi hans var við
brugðið, og sizt væntu menn þess, að hann myndi
vinna nokkur þau verk, er hreysti og karlmensku
þyrfti til. En svo kom ófriðurinn og þá var eins og
d’Annunzio yrði að öðrum manni. Hann reyndi þeg-
ar að koma ítölum með i stríðið og ferðaðist um
landið þvert og endilangt og hélt ræður til þess að
æsa þjóðina til hernaðar. Áhrif hans voru mikil og
það var fyrst og fremst honum að kenna að ítalir
gripu til vopna. Hann gekk sjálfur í herþjónustu og
gerðist flugmaður og fór hann hverja ílugferðina eftir
aðra yfir skotgrafir Austurríkismanna í Alpafjöllum
og þótti fifldjarfur og snarráður. Hann lenti oft í
hinum mestu hættum, en slapp þá jafnan óskaddað-
ur. í ágústmánuði 1918 flaug hann alla leið til Vínar-
borgar og kastaði þar niður flugritum. Pótti þetta
hin mesta frægðarför, eins og við var að búast.
Pegar ítalir biðu hinn mikla ósigur við Isonso 1917,
var það d’Annunzio, sem manna bezt talaöi kjark í
þjóðina og hvatti hana til þess að halda áfram og
berjast til þrautar. Við þelta varð hann einskonar
(U)