Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 65
15 menn, er hafi orðið 119 til 173 ára gamlir, og er
dauðamein sumra þeirra talið ellilasleiki, lungnabólga,
ofnautn áfengis o. s. frv.
Nú á dögum hafa menn frásagnir um marga menn,
er hafi orðið yfir 100 ára og margir peirra verið
starfandi fram til síðustu ára.
í Calcedonia í Wisconsin dó 24. jan. 1866 maður
að nafni Josef Crele á 141. ári; var hann 64 ára, er
ráðist var á bastilluna frönsku, og var hann þá við-
staddur.
1886 dó kona ein, Margarete Schoner, þýzk, er varð
112 ára. Var hún með í Tyrkjastríðinu 1788 og 89 og
á móti Frökkum fram að 1860; hún var matsölukona
hermanna; giftist liúu undirliðsforingja og átti með
honum 19 börn. Hún hafði ágæta heilsu, og uxu fram
nýjar tennur í henni, er hún var 92 ára gömiil. Á
Englandi voru 1915 12 karlmenn og 30 konur, er
höfðu náð 100 ára aldri. En merkilegast er þó, að
ýmsir mestu andans menn hafa unnið mörg afreks-
verk sin æfagamlir. Svo var um Gladstone, Bismarck,
Leo 13. páfa o. fl. Monaldisco sagnaritari var að semja
veraldarsögu sína, er hann var 115 ára. Victor Hugo,
franska skáldið, var 90 ára, er hann samdi Ijóðaflokk
sinn, »Vorið«. Newton gerði ýmsar stórmerkar athug-
anir, er hann var á 85. ári. Og ótal mörg slík dæmi
má nefna.
Samkvæmt manntalsskýrslum ýmsra ríkja lítur út
fyrir, að menn lifi lengst í Ameríku og helzt þó við
Kyrrahafið. Indíáni einn, er dó 1890, varð 147 ára.
Kunnugt er nú um 3 Indíána, sem eru 136, 120 og
119 ára. í Chile er knnnugt um mann, er varð 150
ára, og mörg svipuð dæmi eru kunn. Mannsaldurinn
er venjulega talinn nálægt 30 árum af vátryggingar-
félögum, og kemur það til af þvi, að tiltölulegamörg
hörn deyja nýfædd eða á fyrsta ári. Annars er álitið
af frönskum hagfræðingum, að sá maður er náð haii
10 ára aldri, geti búizt við að lifa í viðbót 40 ár,
(39)