Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Side 126
skal sandurinn vera þurr og smáger. Það er einnig
kunnugt, að sandur heíir í langar tíðir verið notað-
ur til varðveizlu róta og alls konar lauka.
15. Ráð við gikt (ikt eða iklsýki). Gikt er hvimleið
og langvinn veiki. Giktveikum er ráðlagt að eta epli.
í epluru er mikið af sykur- og límefnum, ásamt sýr-
um og ilmefnum, en pessi efni eru nauðsynleg mönn-
um, sem mest sækja fæðu sína í dýrarikið, og tálma
því, að kjöt og flskur rotni í maganum og þarmgöng-
unum; epli eru einnig kælandi, styrkjandi, vörn við
sóttkveikjum og bætandi meltingu. Gíktveikum mönn-
um er hollt að ganga á hverjum morgni og eta gott epli,
og aftrar það flogum þessarar þjáningarmiklu veiki.
16. Ráð við liœsi. Sódavatn með hunangi í er ágætt
ráð við hæsi. Það á að taka gott og hreint hunang
oa leysa það upp í heitu vatni, setja þenna lög síð-
an á flösku og tappa í flöskuna, jafnskjótt sem lög-
urinn er kólnaður. Pessi blanda heldst þó að eins
nokkura daga óskemmd, og er því ekki vert að búa
til mikið í einu. Af blöndu þessari á að hella dálitlu
i vatnsglas, fylla það síðan af sódavatni og drekka.
17. Ráð við bólgu. Hunang og mjöl hnoðað saman
í deig er einfalt og gott ráð til þess að draga úr
bólgu og aftra sársauka. Deigið er hitað, því drepið á
lérept og lagt síðan á staðinn, sem veikur er.
18. Börn og lyf (meðul). Pað er næstum allt af erf-
itt að fá börn til þess að taka inn meðalaskammta.
Pað er gott að gefa börnum piparmyntupillu, áður
en þau eru látin taka inn skammt. Þær eru sem sé
svo sterkar, að það er næstum ekki hægt að finna
bragð að nokkuru öðru á eftir. Pær eru miklu sterk-
ari en piparmyntukökur, sem margir gefa börnum
eftir skammtinn. En pilluna á að gefa þeim áður
en þau taka inn skammtinn.
19. Ending penna. Stálpennar geta enzt hálfu leng-
ur en ella, ef menn skafa vel storknað blekið af odd-
inum og stinga honum siðan i nýja kartöflu.
(90)